Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2018 21:30 Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast einhverja daga í sumar þegar stærstu skemmtiferðaskipin koma í höfn. Met er slegið í komu skemmtiferðaskipa í ár og er nú þegar búið að slá það met á næsta ári samkvæmt bókunum. Ferðaþjónustuaðilar kalla eftir skýrri stefnu í greininni svo hægt sé að þjónusta alla. Hundrað og tíu skemmtiferðaskip munu leggja að höfn Ísafjarðar í sumar. Áætlað er að um 90 þúsund farþegar úr skemmtiferðaskipum komi hingað á Ísafjörð í sumar. Suma daga muni yfir sex þúsund ferðamenn vera hér á vappinu. Hafnarstjórinn segir met slegið. „Það voru 95 í fyrra og nú þegar 120 skráð á næsta ári. Ennþá vaxandi og til dæmis í dag var ég að fá 10 bókanir fyrir árið 2020. Ég vona að Ísfirðingar hafi þolinmæði þótt það séu stórir og erfiðir dagar. Við reynum okkar besta,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson. Tekjur hafnarinnar eru 250 milljónir króna og helmingur kemur frá skemmtiferðaskipum. Þetta er vaxandi bransi. „Við vorum að bæta við þremur mönnum til að reyna að dekka þetta sumar og það var nú bara nauðsynlegt líka því næsta ár lítur enn betur út.“ Vesturferðir sjá um að bjóða farþegunum upp á dagsferðir um næsta nágrenni og geta þjónustað um þrjú til fjögur þúsund manns á dag. „Við erum takmörkuð svolítið af fjölda langferðabíla á svæðinu og leiðsögumanna, með stækkandi flota, þurfum að vera duglegri að þróa vörur og búa til nýja möguleika,“ segir Linda Pálsdóttir framkvæmdastjóri Vesturferða. Til að hægt sé að þjónusta alla segir Linda vanta skýra stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu. „Það er bæði hægt að beina skipum á aðra daga, dreifa álaginu, byggja upp betri innviði, styrkir, efla söfnin en sérstaklega skýr stefna því allir sem eru að vinna í ferðaþjónustu verða að vita hvert hið opinbera ætlar að fara.“ Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast einhverja daga í sumar þegar stærstu skemmtiferðaskipin koma í höfn. Met er slegið í komu skemmtiferðaskipa í ár og er nú þegar búið að slá það met á næsta ári samkvæmt bókunum. Ferðaþjónustuaðilar kalla eftir skýrri stefnu í greininni svo hægt sé að þjónusta alla. Hundrað og tíu skemmtiferðaskip munu leggja að höfn Ísafjarðar í sumar. Áætlað er að um 90 þúsund farþegar úr skemmtiferðaskipum komi hingað á Ísafjörð í sumar. Suma daga muni yfir sex þúsund ferðamenn vera hér á vappinu. Hafnarstjórinn segir met slegið. „Það voru 95 í fyrra og nú þegar 120 skráð á næsta ári. Ennþá vaxandi og til dæmis í dag var ég að fá 10 bókanir fyrir árið 2020. Ég vona að Ísfirðingar hafi þolinmæði þótt það séu stórir og erfiðir dagar. Við reynum okkar besta,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson. Tekjur hafnarinnar eru 250 milljónir króna og helmingur kemur frá skemmtiferðaskipum. Þetta er vaxandi bransi. „Við vorum að bæta við þremur mönnum til að reyna að dekka þetta sumar og það var nú bara nauðsynlegt líka því næsta ár lítur enn betur út.“ Vesturferðir sjá um að bjóða farþegunum upp á dagsferðir um næsta nágrenni og geta þjónustað um þrjú til fjögur þúsund manns á dag. „Við erum takmörkuð svolítið af fjölda langferðabíla á svæðinu og leiðsögumanna, með stækkandi flota, þurfum að vera duglegri að þróa vörur og búa til nýja möguleika,“ segir Linda Pálsdóttir framkvæmdastjóri Vesturferða. Til að hægt sé að þjónusta alla segir Linda vanta skýra stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu. „Það er bæði hægt að beina skipum á aðra daga, dreifa álaginu, byggja upp betri innviði, styrkir, efla söfnin en sérstaklega skýr stefna því allir sem eru að vinna í ferðaþjónustu verða að vita hvert hið opinbera ætlar að fara.“
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira