Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn gleymdust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 14:16 Sveinbjörg býður fram fyrir Borgina okkar - Reykjavík. Hún er óháður borgarfulltrúi í dag en var áður í Framsóknarflokknum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Lögmaður Borgarinnar okkar Reykjavík vakti athygli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á því í dag að í skoðanakönnun fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fyrir Morgunblaðið vantaði tvo flokka af þeim sextán sem bjóða fram. Verkefnastjóri hjá stofnuninni segir um mannleg mistök að ræða, biðst afsökunar og segir að gripið hafi verið til aðgerða til að leiðreitta könnunina. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, segist hafa fengið veður af því í dag að í könnun Félagsvísindastofnunar um hvaða flokk borgarbúar hygðust kjósa væru aðeins fjórtán valmöguleikar. Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn væru hvergi sjáanleg.Hvert er háskólasamfélagið komið? „Mér finnst þetta vera ábyrgðarhlutverk,“ segir Sveinbjörg Birna. Félagsvísindastofnun hefur unnið kannanir fyrir Morgunblaðið í lengri tíma og ein þeirra stóru kannana sem horft er til í aðdraganda kosninga. Sveinbjörgu finnst ótrúlegt að framboð hafi gleymst. „Grunnskólakrakkar vita meira að segja að það eru fullt af framboðum í gangi,“ segir Sveinbjörg en þetta er í annað skipti sem flokkurinn gleymist að hennar sögn. Í fyrra skiptið hafi könnun Gallup fyrir 5. maí ekki boðið upp á valmöguleikann Borgin okkar Reykjavík en hún hafi haft skilning á því. Framboðsfrestur var ekki runninn út og nýbúið að tilkynna framboðið. „En núna! Það eru átta dagar til kosninga og verið mikil umræða um fjölda framboða,“ segir Sveinbjörg. Þetta skipti miklu máli fyrir flokkana sem rói lífróður í aðdraganda kosninga. „Við vitum hversu skoðanamyndandi kannanir eru,“ segir Sveinbjörg. Hún sé í fyrsta skipti orðin pínu reið. Hún bendir á að föstudagskvöldið 25. maí verði kappræður oddvita í Reykjavík hjá Stöð 2. Þeim sem eiga raunhæfan möguleika á að ná mönnum í borgarstjórn, miðað við nýjustu skoðanakannanir, verður boðið í þáttinn. Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, segir mjög leiðinlegt að flokkarnir tveir hafi gleymst. Um mannleg mistök af hans hálfu hafi verið að ræða. Hann hafi afritað spurningu frá því í síðustu könnun sem framkvæmd var áður en Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn tilkynntu framboð sín. Hafsteinn útskýrir að um sé að ræða netkönnun þar sem tölvupóstur sé sendur út. Í póstinum, sem sendur var út í gær, hafi verið fjórtán framboð en auk þess geti notendur skrifað flokkinn sjálfir. Þegar mistökin hafi uppgötvast eftir símtal frá lögmanni Borgarinnar okkar Reykjavík í morgun hafi var brugðist strax við með því að senda nýjan póst út á alla notendur. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Hafseinn. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00 Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46 Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
Lögmaður Borgarinnar okkar Reykjavík vakti athygli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á því í dag að í skoðanakönnun fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fyrir Morgunblaðið vantaði tvo flokka af þeim sextán sem bjóða fram. Verkefnastjóri hjá stofnuninni segir um mannleg mistök að ræða, biðst afsökunar og segir að gripið hafi verið til aðgerða til að leiðreitta könnunina. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, segist hafa fengið veður af því í dag að í könnun Félagsvísindastofnunar um hvaða flokk borgarbúar hygðust kjósa væru aðeins fjórtán valmöguleikar. Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn væru hvergi sjáanleg.Hvert er háskólasamfélagið komið? „Mér finnst þetta vera ábyrgðarhlutverk,“ segir Sveinbjörg Birna. Félagsvísindastofnun hefur unnið kannanir fyrir Morgunblaðið í lengri tíma og ein þeirra stóru kannana sem horft er til í aðdraganda kosninga. Sveinbjörgu finnst ótrúlegt að framboð hafi gleymst. „Grunnskólakrakkar vita meira að segja að það eru fullt af framboðum í gangi,“ segir Sveinbjörg en þetta er í annað skipti sem flokkurinn gleymist að hennar sögn. Í fyrra skiptið hafi könnun Gallup fyrir 5. maí ekki boðið upp á valmöguleikann Borgin okkar Reykjavík en hún hafi haft skilning á því. Framboðsfrestur var ekki runninn út og nýbúið að tilkynna framboðið. „En núna! Það eru átta dagar til kosninga og verið mikil umræða um fjölda framboða,“ segir Sveinbjörg. Þetta skipti miklu máli fyrir flokkana sem rói lífróður í aðdraganda kosninga. „Við vitum hversu skoðanamyndandi kannanir eru,“ segir Sveinbjörg. Hún sé í fyrsta skipti orðin pínu reið. Hún bendir á að föstudagskvöldið 25. maí verði kappræður oddvita í Reykjavík hjá Stöð 2. Þeim sem eiga raunhæfan möguleika á að ná mönnum í borgarstjórn, miðað við nýjustu skoðanakannanir, verður boðið í þáttinn. Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, segir mjög leiðinlegt að flokkarnir tveir hafi gleymst. Um mannleg mistök af hans hálfu hafi verið að ræða. Hann hafi afritað spurningu frá því í síðustu könnun sem framkvæmd var áður en Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn tilkynntu framboð sín. Hafsteinn útskýrir að um sé að ræða netkönnun þar sem tölvupóstur sé sendur út. Í póstinum, sem sendur var út í gær, hafi verið fjórtán framboð en auk þess geti notendur skrifað flokkinn sjálfir. Þegar mistökin hafi uppgötvast eftir símtal frá lögmanni Borgarinnar okkar Reykjavík í morgun hafi var brugðist strax við með því að senda nýjan póst út á alla notendur. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Hafseinn.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00 Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46 Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00
Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46
Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00