Svartur kassi úr flugvélinni sem fórst fundinn Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2018 21:11 Tveggja daga þjóðarsorg var lýst yfir á Kúbu í dag vegna flugslyssins sem er það versta í áratugi þar. Vísir/AFP Embættismenn á Kúbu segja að annar tveggja svartra kassa úr farþegaflugvélinni sem fórst nærri flugvellinum í Havana í gær hafi fundist í „góðu ástandi“. Nú er staðfest að 110 manns hafi farist með flugvélinni, þar af ellefu útlendingar. Rannsakendur hafa kembt flak flugvélarinnar sem hrapaði skömmu eftir flugtak í gær. Þeim hefur tekist að finna annan svarta kassann og segir Adel Yzquierdo, samgönguráðherra Kúbu, að hann vonist til þess að hinn finnist fljótt. Svarti kassinn gæti varpað ljósi á hvað fór úrskeiðis. Vitni hafa sagst hafa séð kvikna í vélinni áður en hún brotlenti á akri við skóglendi nærri José Martí-flugvellinum í Havana. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737-201 og var nærri því fjörutíu ára gömul. Yzquierdo segir að af þeim 110 sem fórust hafi 99 verið Kúbverjar, sex mexíkóar úr áhöfn vélarinnar, tveir ferðamenn frá Argentínu, einn frá Mexíkó og tveir farþegar frá Vestur-Sahara. Aðstandendur margra þeirra sem létust hafa ferðast til Havana til að bera kennsl á þá, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tveggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kúbu vegna flugslyssins sem er það versta á eyjunni í fleiri áratugi. Argentína Kúba Tengdar fréttir Yfir hundrað létust í flugslysinu á Kúbu Viðbragðsaðilar náðu að koma þremur farþegum til bjargar en þeir voru dregnir úr flaki flugvélarinnar. Þeir liggja nú þungt haldnir á spítala. 18. maí 2018 20:09 Þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu Miguel Diaz-Canel, forseti Kúbu hefur lýst yfir þjóðarsorg í kjölfar flugslyssins. 19. maí 2018 11:00 Flugvélin flæktist í rafmagnslínum Svo virtist sem flugstjórinn og flugaðurinn hafi ekki náð að lyfta flugvélinni 19. maí 2018 19:15 Brotlenti skömmu eftir flugtak í Havana Hundrað og fjórir farþegar voru um borð í vélinni. 18. maí 2018 18:11 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Embættismenn á Kúbu segja að annar tveggja svartra kassa úr farþegaflugvélinni sem fórst nærri flugvellinum í Havana í gær hafi fundist í „góðu ástandi“. Nú er staðfest að 110 manns hafi farist með flugvélinni, þar af ellefu útlendingar. Rannsakendur hafa kembt flak flugvélarinnar sem hrapaði skömmu eftir flugtak í gær. Þeim hefur tekist að finna annan svarta kassann og segir Adel Yzquierdo, samgönguráðherra Kúbu, að hann vonist til þess að hinn finnist fljótt. Svarti kassinn gæti varpað ljósi á hvað fór úrskeiðis. Vitni hafa sagst hafa séð kvikna í vélinni áður en hún brotlenti á akri við skóglendi nærri José Martí-flugvellinum í Havana. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737-201 og var nærri því fjörutíu ára gömul. Yzquierdo segir að af þeim 110 sem fórust hafi 99 verið Kúbverjar, sex mexíkóar úr áhöfn vélarinnar, tveir ferðamenn frá Argentínu, einn frá Mexíkó og tveir farþegar frá Vestur-Sahara. Aðstandendur margra þeirra sem létust hafa ferðast til Havana til að bera kennsl á þá, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tveggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kúbu vegna flugslyssins sem er það versta á eyjunni í fleiri áratugi.
Argentína Kúba Tengdar fréttir Yfir hundrað létust í flugslysinu á Kúbu Viðbragðsaðilar náðu að koma þremur farþegum til bjargar en þeir voru dregnir úr flaki flugvélarinnar. Þeir liggja nú þungt haldnir á spítala. 18. maí 2018 20:09 Þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu Miguel Diaz-Canel, forseti Kúbu hefur lýst yfir þjóðarsorg í kjölfar flugslyssins. 19. maí 2018 11:00 Flugvélin flæktist í rafmagnslínum Svo virtist sem flugstjórinn og flugaðurinn hafi ekki náð að lyfta flugvélinni 19. maí 2018 19:15 Brotlenti skömmu eftir flugtak í Havana Hundrað og fjórir farþegar voru um borð í vélinni. 18. maí 2018 18:11 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Yfir hundrað létust í flugslysinu á Kúbu Viðbragðsaðilar náðu að koma þremur farþegum til bjargar en þeir voru dregnir úr flaki flugvélarinnar. Þeir liggja nú þungt haldnir á spítala. 18. maí 2018 20:09
Þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu Miguel Diaz-Canel, forseti Kúbu hefur lýst yfir þjóðarsorg í kjölfar flugslyssins. 19. maí 2018 11:00
Flugvélin flæktist í rafmagnslínum Svo virtist sem flugstjórinn og flugaðurinn hafi ekki náð að lyfta flugvélinni 19. maí 2018 19:15
Brotlenti skömmu eftir flugtak í Havana Hundrað og fjórir farþegar voru um borð í vélinni. 18. maí 2018 18:11