Margir íhugað sjálfsvíg Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. maí 2018 07:00 Pieta samtökin efna til göngu í ljósið þann 12. maí næstkomandi. Þessi mynd var tekin í göngu sem var farin vorið 2016. „Þetta kemur ekkert á óvart,“ segir Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Fjórtán prósent svarenda í nýrri könnun Maskínu fyrir Pieta hafa stundum eða oft á síðustu fimm árum haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum hjá sjálfum sér. 16 prósent hafa sjaldan haft slíkar áhyggjur og 70 prósent segjast aldrei hafa þær. Sirrý kveðst hafa kynnt Pieta-samtökin víða. Fólk hafi þörf fyrir að segja frá upplifun sinni í þessum efnum. Þrátt fyrir það séu sjálfsvíg enn tabú. „Fólk getur ekki sagt orð eins og sjálfsvíg, féll fyrir eigin hendi, tók sitt eigið líf. Fólk á erfitt með að nota orðin. Hvað er það annað en tabú?“Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/StefánNiðurstöður könnunar Maskínu benda til að tekjulágt fólk sé líklegra en tekjuhátt til að hafa áhyggjur af skaða- eða sjálfsvígshugsunum. Um 32 prósent þeirra sem eru með 400 þúsund krónur eða minna í mánaðarlaun höfðu stundum eða oft haft áhyggjur af slíku. Það gildir hins vegar um aðeins 11 prósent þeirra sem voru með tekjur á bilinu 550 til 799 þúsund krónur. Ríflega 28 prósent einhleypra höfðu stundum eða oft haft slíkar áhyggjur síðustu fimm árin, en einungis 9 prósent þeirra sem eru í hjónabandi eða sambúð. Sirrý hvetur þá sem eru með sjálfsvígshugsanir eða að hugsa um að skaða sig til þess að hafa samband við Pieta-samtökin í síma 5522218 og fá ókeypis aðstoð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er netpanell og er dreginn af handahófi úr Þjóðskrá. Svarendur voru af báðum kynjum á aldrinum 18-75 ára. Svarendur voru 891 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24 Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. 6. febrúar 2018 06:00 Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Ófremdarástand hefur ríkt í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fangelsa í áratug. Formaður félags fanga segir ekki traust milli fanga og sálfræðinga Fangelsismálastofnunar. Formaðurinn segir geðheilbrigðisþjónustuna "jafn hræ 15. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
„Þetta kemur ekkert á óvart,“ segir Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Fjórtán prósent svarenda í nýrri könnun Maskínu fyrir Pieta hafa stundum eða oft á síðustu fimm árum haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum hjá sjálfum sér. 16 prósent hafa sjaldan haft slíkar áhyggjur og 70 prósent segjast aldrei hafa þær. Sirrý kveðst hafa kynnt Pieta-samtökin víða. Fólk hafi þörf fyrir að segja frá upplifun sinni í þessum efnum. Þrátt fyrir það séu sjálfsvíg enn tabú. „Fólk getur ekki sagt orð eins og sjálfsvíg, féll fyrir eigin hendi, tók sitt eigið líf. Fólk á erfitt með að nota orðin. Hvað er það annað en tabú?“Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/StefánNiðurstöður könnunar Maskínu benda til að tekjulágt fólk sé líklegra en tekjuhátt til að hafa áhyggjur af skaða- eða sjálfsvígshugsunum. Um 32 prósent þeirra sem eru með 400 þúsund krónur eða minna í mánaðarlaun höfðu stundum eða oft haft áhyggjur af slíku. Það gildir hins vegar um aðeins 11 prósent þeirra sem voru með tekjur á bilinu 550 til 799 þúsund krónur. Ríflega 28 prósent einhleypra höfðu stundum eða oft haft slíkar áhyggjur síðustu fimm árin, en einungis 9 prósent þeirra sem eru í hjónabandi eða sambúð. Sirrý hvetur þá sem eru með sjálfsvígshugsanir eða að hugsa um að skaða sig til þess að hafa samband við Pieta-samtökin í síma 5522218 og fá ókeypis aðstoð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er netpanell og er dreginn af handahófi úr Þjóðskrá. Svarendur voru af báðum kynjum á aldrinum 18-75 ára. Svarendur voru 891 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24 Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. 6. febrúar 2018 06:00 Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Ófremdarástand hefur ríkt í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fangelsa í áratug. Formaður félags fanga segir ekki traust milli fanga og sálfræðinga Fangelsismálastofnunar. Formaðurinn segir geðheilbrigðisþjónustuna "jafn hræ 15. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24
Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. 6. febrúar 2018 06:00
Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Ófremdarástand hefur ríkt í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fangelsa í áratug. Formaður félags fanga segir ekki traust milli fanga og sálfræðinga Fangelsismálastofnunar. Formaðurinn segir geðheilbrigðisþjónustuna "jafn hræ 15. febrúar 2018 07:00