Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. maí 2018 13:04 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. Hann kveðst vona að ólíkar fylkingar innan hópsins geti staðið saman á baráttudegi verkalýðsins. 1. maí verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag venju samkvæmt. Þó dagurinn hafi heilsað nokkuð kuldalega á höfuðborgarsvæðinu kveðst Gylfi vonast eftir fjölmenni í kröfugöngu í miðborginni, enda sé ærin ástæða til. „Framganga stjórnmálanna, bæði með kjararáð og að stjórnvöld skuli nú á sama tíma vera að hækka skattbyrði þeirra tekjulægstu og vera síðan að lækka skattbyrði þeirra hæstu, bæði efnameiri og tekjumestu, það auðvitað er eitthvað sem menn sætta sig ekki við og hafa lagt grunn að reiði,“ segir Gylfi. Gylfi segir þörf á skattabreytingum fyrir hina verst stöddu og umfangsmiklum umbótum í velferðarkerfinu. Þá sé brýnt að styðja við tekjulága á húsnæðismarkaði. „Það þarf að fjölga þeim íbúðum sem við erum að byggja í almenna íbúðakerfinu svo fleiri geti fengið lausnir á einhverju verði sem er þá viðráðanlegt þessum tekjuhópum. Ég held að það séu mjög stór verkefni þarna.“ Gengið verður frá horni Laugavegs og Snorrabrautar klukkan 13:30 og verður gengið á Ingólfstorg þar sem samstöðufundur hefst klukkan 14:10. Meðal ræðumanna þar verður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sá hefur í gegnum tíðina sent Gylfa kaldar kveðjur, kallað hann varðhund okurvaxta og verðtryggingar og sagt hreyfinguna rúna trausti.En á Gylfi von á að samstaða náist innan klofinnar hreyfingar á næstunni?„Það er allavega mín von vegna þess að ég finn ekki mikinn málefnalegan ágreining. Það er auðvitað óþreyja, það er auðvitað gagnrýni og hún er í sjálfu sér eðlileg. Vonandi auðnast okkur að ná saman því það er alveg ljóst hver vandinn er.“ Vandann segir Gylfi felast í sameiginlegum andstæðingi. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld en þannig er það bara og við verðum einhvern veginn að finna leiðir til þess hvernig við glímum við það. Það gerum við saman.“ Kjaramál Tengdar fréttir Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. Hann kveðst vona að ólíkar fylkingar innan hópsins geti staðið saman á baráttudegi verkalýðsins. 1. maí verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag venju samkvæmt. Þó dagurinn hafi heilsað nokkuð kuldalega á höfuðborgarsvæðinu kveðst Gylfi vonast eftir fjölmenni í kröfugöngu í miðborginni, enda sé ærin ástæða til. „Framganga stjórnmálanna, bæði með kjararáð og að stjórnvöld skuli nú á sama tíma vera að hækka skattbyrði þeirra tekjulægstu og vera síðan að lækka skattbyrði þeirra hæstu, bæði efnameiri og tekjumestu, það auðvitað er eitthvað sem menn sætta sig ekki við og hafa lagt grunn að reiði,“ segir Gylfi. Gylfi segir þörf á skattabreytingum fyrir hina verst stöddu og umfangsmiklum umbótum í velferðarkerfinu. Þá sé brýnt að styðja við tekjulága á húsnæðismarkaði. „Það þarf að fjölga þeim íbúðum sem við erum að byggja í almenna íbúðakerfinu svo fleiri geti fengið lausnir á einhverju verði sem er þá viðráðanlegt þessum tekjuhópum. Ég held að það séu mjög stór verkefni þarna.“ Gengið verður frá horni Laugavegs og Snorrabrautar klukkan 13:30 og verður gengið á Ingólfstorg þar sem samstöðufundur hefst klukkan 14:10. Meðal ræðumanna þar verður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sá hefur í gegnum tíðina sent Gylfa kaldar kveðjur, kallað hann varðhund okurvaxta og verðtryggingar og sagt hreyfinguna rúna trausti.En á Gylfi von á að samstaða náist innan klofinnar hreyfingar á næstunni?„Það er allavega mín von vegna þess að ég finn ekki mikinn málefnalegan ágreining. Það er auðvitað óþreyja, það er auðvitað gagnrýni og hún er í sjálfu sér eðlileg. Vonandi auðnast okkur að ná saman því það er alveg ljóst hver vandinn er.“ Vandann segir Gylfi felast í sameiginlegum andstæðingi. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld en þannig er það bara og við verðum einhvern veginn að finna leiðir til þess hvernig við glímum við það. Það gerum við saman.“
Kjaramál Tengdar fréttir Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56
Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46