Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2018 13:18 Þær ljósmæður á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegu deild Landspítala sem höfðu lýst því yfir að þær ætluðu ekki að taka að sér aukavinnu þar til samningar næðust í kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands segjast nú neyðast til að afturkalla þá yfirlýsingu. VÍSIR/VILHELM Þær ljósmæður á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegu deild Landspítala sem höfðu lýst því yfir að þær ætluðu ekki að taka að sér aukavinnu þar til samningar næðust í kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands segjast nú neyðast til að afturkalla þá yfirlýsingu. Ljósmæðrafélaginu, sem tengist þó þessari ákvörðun ljósmæðranna ekki neitt að þeirra sögn, barst nefnilega bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að aðgerðir ljósmæðra séu með öllu óheimilar. „Fjármála-og efnahagsráðneytið bendir ljósmæðrunum á að þær séu ríkisstarfsmenn og hafi ekki val um hvort þær vinni yfirvinnu eða ekki. Þeir vitna þar í lög um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna en þar segir m.a. að ríkisstarfsmanni sé skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum um starf sitt. Ljósmæður neyðast því nú að hlýða ríkisvaldinu og afturkalla fyrri yfirlýsingu og gera hana hér með ógilda. Ljósmæður virðast því vera ríkiseign!“ segir í tilkynningu frá ljósmæðrum á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítala. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að mikill erill væri á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild spítalans og að margar konur væru í fæðingu. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi á miðnætti og átti að meta stöðuna síðar í dag en ljóst er að ekki verður af því vegna fyrrnefnds bréfs frá ríkinu. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hættuástand gæti skapast takist ekki tryggja lágmarksmönnun Edda Sveinsdóttir, ljósmóðir, segir að hættuástand gæti skapast ef ekki takist að tryggja lágmarksmönnun til að tryggja öryggi sjúklinga. 30. apríl 2018 20:00 Yfir fjögur þúsund hafa skrifað undir yfirlýsingu: „Ótti og kvíði verðandi foreldra er nú á ábyrgð stjórnvalda“ Verðandi foreldrar hafa áhyggjur af gangi mála. 30. apríl 2018 23:15 Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Þær ljósmæður á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegu deild Landspítala sem höfðu lýst því yfir að þær ætluðu ekki að taka að sér aukavinnu þar til samningar næðust í kjaradeilu ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands segjast nú neyðast til að afturkalla þá yfirlýsingu. Ljósmæðrafélaginu, sem tengist þó þessari ákvörðun ljósmæðranna ekki neitt að þeirra sögn, barst nefnilega bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að aðgerðir ljósmæðra séu með öllu óheimilar. „Fjármála-og efnahagsráðneytið bendir ljósmæðrunum á að þær séu ríkisstarfsmenn og hafi ekki val um hvort þær vinni yfirvinnu eða ekki. Þeir vitna þar í lög um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna en þar segir m.a. að ríkisstarfsmanni sé skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum um starf sitt. Ljósmæður neyðast því nú að hlýða ríkisvaldinu og afturkalla fyrri yfirlýsingu og gera hana hér með ógilda. Ljósmæður virðast því vera ríkiseign!“ segir í tilkynningu frá ljósmæðrum á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítala. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að mikill erill væri á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild spítalans og að margar konur væru í fæðingu. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi á miðnætti og átti að meta stöðuna síðar í dag en ljóst er að ekki verður af því vegna fyrrnefnds bréfs frá ríkinu.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hættuástand gæti skapast takist ekki tryggja lágmarksmönnun Edda Sveinsdóttir, ljósmóðir, segir að hættuástand gæti skapast ef ekki takist að tryggja lágmarksmönnun til að tryggja öryggi sjúklinga. 30. apríl 2018 20:00 Yfir fjögur þúsund hafa skrifað undir yfirlýsingu: „Ótti og kvíði verðandi foreldra er nú á ábyrgð stjórnvalda“ Verðandi foreldrar hafa áhyggjur af gangi mála. 30. apríl 2018 23:15 Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Hættuástand gæti skapast takist ekki tryggja lágmarksmönnun Edda Sveinsdóttir, ljósmóðir, segir að hættuástand gæti skapast ef ekki takist að tryggja lágmarksmönnun til að tryggja öryggi sjúklinga. 30. apríl 2018 20:00
Yfir fjögur þúsund hafa skrifað undir yfirlýsingu: „Ótti og kvíði verðandi foreldra er nú á ábyrgð stjórnvalda“ Verðandi foreldrar hafa áhyggjur af gangi mála. 30. apríl 2018 23:15
Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37