Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. maí 2018 20:00 Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. Samningarnir sem öðluðust gildi í dag eru raunar tveir, en annar þeirra snýr að svokölluðum viðbótarfríðindum í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Í honum felst m.a. að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Þannig falla niður tollar á flestar unnar landbúnaðarvörur, súkkulaði, pítsur, pasta, bökunarvörur o.fl. „Ég held að allir hagnist á þessu. Þetta bætir aðgang íslenskra bænda að evrópska markaðnum og bætir aðgang evrópskra bænda að íslenska markaðnum. Héðan í frá fer meira en helmingur íslenskra landbúnaðarvara tollfrjálst til ESB,“ segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi.Stórauknir kvótar í báðar áttir Þá hækka tollfrjálsir innflutningskvótar beggja aðila umtalsvert. Þannig stendur til að árlegur tollfrjáls útflutningur Íslendinga á kindakjöti geti aukist um 1200 tonn á næstu fjórum árum og útflutningur á skyri aukist um ríflega 3600 tonn, svo dæmi séu nefnd. Þá myndast heimildir til að flytja út bæði alifuglakjöt og ost, sem ekki hafa verið til staðar áður. „Ég held að opnað verði fyrir osta inn á Evrópumarkaðinn í fyrsta sinn svo það verða miklu fleiri tækifæri fyrir íslenska bændur og matvælaframleiðendur til að flytja út á markað sem samanstendur af 500 milljónum manna. Svo ég held að þetta sé gott tækifæri fyrir Íslendinga,“ segir Michael. Feta-ostur og parmaskinka vernduð heiti Hinn samningurinn sem gildi tók í dag snýr að vernd landfræðilegra merkinga á afurðum. Þannig verður óheimilt að selja vörur undir heitum á borð við Parma-skinka og feta-ostur nema þær komi frá tilteknum svæðum og séu unnar með viðurkenndum hætti. Hingað til hefur mjólkursamsalan t.a.m. framleitt íslenskan ost og kallað hann feta – en það verður ekki mögulegt lengur. „Þetta skapar vonandi tækifæri fyrir báða aðila því Ísland getur í framtíðinni ráðið markaðnum með vörur sem njóta verndaðrar landfræðilegrarmerkingar í Evrópusambandinu og það mun vonandi efla þær á markaðnum því ef verið er að selja merkjavöru með landfræðilega merkingu er það merki um gæði og sérstöðu og það gefur bændum gott markaðstækifæri,“ segir Michael að lokum. Landbúnaður Neytendur Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. Samningarnir sem öðluðust gildi í dag eru raunar tveir, en annar þeirra snýr að svokölluðum viðbótarfríðindum í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Í honum felst m.a. að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Þannig falla niður tollar á flestar unnar landbúnaðarvörur, súkkulaði, pítsur, pasta, bökunarvörur o.fl. „Ég held að allir hagnist á þessu. Þetta bætir aðgang íslenskra bænda að evrópska markaðnum og bætir aðgang evrópskra bænda að íslenska markaðnum. Héðan í frá fer meira en helmingur íslenskra landbúnaðarvara tollfrjálst til ESB,“ segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi.Stórauknir kvótar í báðar áttir Þá hækka tollfrjálsir innflutningskvótar beggja aðila umtalsvert. Þannig stendur til að árlegur tollfrjáls útflutningur Íslendinga á kindakjöti geti aukist um 1200 tonn á næstu fjórum árum og útflutningur á skyri aukist um ríflega 3600 tonn, svo dæmi séu nefnd. Þá myndast heimildir til að flytja út bæði alifuglakjöt og ost, sem ekki hafa verið til staðar áður. „Ég held að opnað verði fyrir osta inn á Evrópumarkaðinn í fyrsta sinn svo það verða miklu fleiri tækifæri fyrir íslenska bændur og matvælaframleiðendur til að flytja út á markað sem samanstendur af 500 milljónum manna. Svo ég held að þetta sé gott tækifæri fyrir Íslendinga,“ segir Michael. Feta-ostur og parmaskinka vernduð heiti Hinn samningurinn sem gildi tók í dag snýr að vernd landfræðilegra merkinga á afurðum. Þannig verður óheimilt að selja vörur undir heitum á borð við Parma-skinka og feta-ostur nema þær komi frá tilteknum svæðum og séu unnar með viðurkenndum hætti. Hingað til hefur mjólkursamsalan t.a.m. framleitt íslenskan ost og kallað hann feta – en það verður ekki mögulegt lengur. „Þetta skapar vonandi tækifæri fyrir báða aðila því Ísland getur í framtíðinni ráðið markaðnum með vörur sem njóta verndaðrar landfræðilegrarmerkingar í Evrópusambandinu og það mun vonandi efla þær á markaðnum því ef verið er að selja merkjavöru með landfræðilega merkingu er það merki um gæði og sérstöðu og það gefur bændum gott markaðstækifæri,“ segir Michael að lokum.
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira