Pepsi deild kvenna hefst á morgun með stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung vellinum í Garðabæ. Þjálfarar og fyrirliðar í deildinni spá því að Íslandsmeistarar Þórs/KA sigri deildina aftur í ár.
Þór/KA var með yfirburða forystu í spánni, sem kynnt var á árlegum kynningarfundi Pepsi deildar kvenna sem fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag. Val var spáð öðru sæti og Stjörnunni því þriðja.
Grindavík var spáð falli ásamt nýliðum HK/Víkings. Selfoss, hinir nýliðarnir í deildinni í sumar, var spað í 7. sæti.
1. Þór/KA - 269 stig.
2. Valur - 228 stig.
3. Stjarnan - 225 stig.
4. Breiðablik - 196 stig.
5. FH - 140 stig.
6. ÍBV - 130 stig.
7. Selfoss - 109 stig.
8. KR - 86 stig.
9. HK/Víkingur - 68 stig.
10. Grindavík - 36 stig.
Þór/KA spáð Íslandsmeistaratitlinum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti