Innlent

Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sindri sést hér á Keflavíkurflugvelli þegar hann flúði land þann 17. apríl.
Sindri sést hér á Keflavíkurflugvelli þegar hann flúði land þann 17. apríl. Lögreglan á Suðurnesjum
Sindri Þór Stefánsson, sem flúði af Fangelsinu Sogni þann 17. apríl, kemur til Íslands á föstudaginn. Verjandi hans Þorgils Þorgilsson segir það hafa legið fyrir að Sindri kæmi fljótlega til landsins enda hefði Sindri ekki gert neinar athugasemdir við fyrirhugað framsal.

Lögreglan á Suðurnesjum mun því þurfa að taka ákvörðun á föstudaginn hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir Sindra, eða þá farbann.

„Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir Þorgils.

Sindri var handtekinn í miðbæ Amsterdam þann 22. apríl og var í framhaldinu úrskurðaður í 19 daga gæsluvarðhald ytra. Hann sagðist í yfirlýsingu til Vísis á mánudag ekki skilja hvers vegna hann væri ekki frjáls ferða sinna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×