Lögreglan spyrst fyrir um 600 Bitcoin-tölvur sem fundust í Kína Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2018 13:46 Þetta er athyglisvert hvað svo sem kemur út úr þessu, segir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum um málið. Vísir/GVA Sex hundruð tölvur, sem notaðar voru til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, voru gerðar upptækar í Kína í síðustu viku en alþjóðdeild ríkislögreglustjóra hefur spurt kínversk lögregluyfirvöld um þennan tölvubúnað og hvort um sé að ræða þann sem var stolið hér á landi. Alþjóðdeild ríkislögreglustjóra sendi þessa fyrirspurn að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur rannsakað þjófnað á 600 tölvum, sem voru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, í desember og janúar síðastliðnum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins setti sig í samband við embættið á Suðurnesjum fyrir helgi eftir að hafa séð frétt um málið á vef ríkisfréttastofunnar í Kína. Þar kom fram að lögreglan í kínversku borginni Tianjin hefði lagt hald á sex hundruð Bitcoin-tölvur þriðjudaginn 24. apríl síðastliðinn.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurLögreglan komst á snoðir um tölvurnar vegna óvenjumikillar rafmagnsnotkunar sem var rakin til tölvanna. Lögreglan lagði einnig hald á átta afkastamiklar viftur sem voru notaðar til að kæla tölvurnar niður. Lögreglan í Tianjin sagði um mesta rafmagnsþjófnað sem embættið hefur haft til rannsóknar á síðastliðnum árum. Kínverska fréttastofan tekur fram að gröftur eftir Bitcoin-rafmynt útheimti mikla rafmagnsorku en talið er að rafmagnsreikningur fyrir sex hundruð slíkar tölvur sé um nokkur hundruð þúsund yuan á mánuði, sem er um nokkrar milljónir íslenskra króna. Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að lítið hafi gerst síðan fyrirspurn var send til Kína. „Þetta er athyglisvert hvað svo sem kemur út úr þessu. Við höfum engin svör fengið, þannig að þetta er allt á sama stað. Þetta eru eflaust ekki fljótustu samskipti í heimi þarna langt austur eftir.“Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, til vinstri.Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. Sindri er vistaður í fangelsinu Zaandam í Hollandi og bíður þess að vera framseldur til Íslands en hann heldur fram sakleysi sínu í málinu. Búist er við að hann komi til Íslands á föstudag.Fréttin var uppfærð klukkan 14:20 Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45 Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Sex hundruð tölvur, sem notaðar voru til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, voru gerðar upptækar í Kína í síðustu viku en alþjóðdeild ríkislögreglustjóra hefur spurt kínversk lögregluyfirvöld um þennan tölvubúnað og hvort um sé að ræða þann sem var stolið hér á landi. Alþjóðdeild ríkislögreglustjóra sendi þessa fyrirspurn að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur rannsakað þjófnað á 600 tölvum, sem voru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, í desember og janúar síðastliðnum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins setti sig í samband við embættið á Suðurnesjum fyrir helgi eftir að hafa séð frétt um málið á vef ríkisfréttastofunnar í Kína. Þar kom fram að lögreglan í kínversku borginni Tianjin hefði lagt hald á sex hundruð Bitcoin-tölvur þriðjudaginn 24. apríl síðastliðinn.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurLögreglan komst á snoðir um tölvurnar vegna óvenjumikillar rafmagnsnotkunar sem var rakin til tölvanna. Lögreglan lagði einnig hald á átta afkastamiklar viftur sem voru notaðar til að kæla tölvurnar niður. Lögreglan í Tianjin sagði um mesta rafmagnsþjófnað sem embættið hefur haft til rannsóknar á síðastliðnum árum. Kínverska fréttastofan tekur fram að gröftur eftir Bitcoin-rafmynt útheimti mikla rafmagnsorku en talið er að rafmagnsreikningur fyrir sex hundruð slíkar tölvur sé um nokkur hundruð þúsund yuan á mánuði, sem er um nokkrar milljónir íslenskra króna. Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að lítið hafi gerst síðan fyrirspurn var send til Kína. „Þetta er athyglisvert hvað svo sem kemur út úr þessu. Við höfum engin svör fengið, þannig að þetta er allt á sama stað. Þetta eru eflaust ekki fljótustu samskipti í heimi þarna langt austur eftir.“Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, til vinstri.Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. Sindri er vistaður í fangelsinu Zaandam í Hollandi og bíður þess að vera framseldur til Íslands en hann heldur fram sakleysi sínu í málinu. Búist er við að hann komi til Íslands á föstudag.Fréttin var uppfærð klukkan 14:20
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45 Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45
Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41