Handbolti

Dramatískur og mikilvægur sigur Skjern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tandri Már leikur með Skjern.
Tandri Már leikur með Skjern. vísir/anton
Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern unnu afar mikilvægan sigur á Århus, 26-25, í dönsku úrslitakeppninni í handbolta í dag. Dramatíkin var mikil.

Skjern hafði yfirhöndina í hálfleik en liðið var þá tveimur mörkum yfir, 11-9. Árhúsar-liðið var þó aldrei langt undan en eftir ótrúlegan lokasprett hafði Skjern betur, 26-25. Sigurmarkið kom tveimur sekúndum fyrir leikslok.

Skjern mætir Álaborg í síðustu umferð úrslitakeppninnar á meðan Team Tvis mætir Århus. Álaborg er á toppnum með níu stig, Skjern átta, Team Tvis Holstebro sex og Århus ekkert.

Tvö efstu liðin fara í undanúrslit en TTH er með betri innbyrðisviðureignir gegn Skjern.

Tandri Már skoraði eitt mark fyrir Skjern en Anders Eggert gerði sjö. Hjá Árósar-liðinu skoraði Ómar Ingi Magnússon sex og Sigvaldi Guðjónsson fjögur. Róbert Gunnarsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×