Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til að standa ekki við hótanir sínar um að rifta kjarnorkusamningnum við Írani, en Trump hefur margsinnis viðrað þá hugmynd. Guterres segir að gerist það, skapist raunveruleg hætta á stríði.
Trump hefur gagnrýnt samninginn harðlega í langan tíma en hann gengur út á að Íranir draga úr kjarnorkuþróun sinni og viðskiptabanni á þá er aflétt í staðinn. Trump hefur fram til 12. maí næstkomandi til að ákveða hvort hann standi við hótanir sínar eða fari að ráðleggingum alþjóðasamfélagsins en nær öll helstu ríki heims leggjast gegn slíkum hugmyndum.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump

Tengdar fréttir

Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna
Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels.

Vilja móta risavaxna andlitsmynd af Trump í bráðnandi jökul
Hópur Finna sem berst gegn loftslagsbreytingum hyggst safna fé til þess að móta risavaxna andlitsmynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í einn af jöklum norðurslóða

Segir Trump hafa skrifað bréf um eigið heilsufar
Fyrrverandi læknir Bandaríkjaforseta segist ekki bera ábyrgð á meðmælabréfi frá árinu 2015 sem gaf til kynna að heilsa Donalds Trump væri „ótrúlega frábær“