„Ég er ekki viss um að hann viti hvernig á að snúa skrúfjárni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. maí 2018 15:00 Eyþóri Arnalds er lýst sem talnaglöggum, klárum og skapandi listamanni sem sé samt allt annað en handlaginn. Myndir úr einkasafni Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var nærmynd af Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins. Þar var rætt við fólk sem er náið Eyþóri og er honum lýst sem talnaglöggum, klárum og skapandi listamanni sem sé samt allt annað en handlaginn. Eyþór fæddist í Reykjavík þann 24. nóvember árið 1964. Hann er sonur Sigríðar Eyþórsdóttur leikstjóra og kennara og Jóns L. Arnalds fyrrverandi borgardómara og ráðuneytisstjóra. Hann ólst að mestu upp í Árbænum ásamt systur sinni Bergljótu Arnalds og komu hæfileikar hans á sviði snemma í ljós. „Ég held að ég hafi verið ofvirkur. Ég las mjög mikið, las stundum 20 bækur á viku,“ svarar Eyþór aðspurður um það hvernig krakki hann hafi verið.Ólst upp í leikhúsinu „Hann var alltaf mikið í listum. Hann byrjaði til dæmis að vinna hérna í Þjóðleikhúsinu langt á undan mér. Hann byrjaði hér þegar hann var svona tólf, þrettán ára en þá var hann að leika í leiksýningu sem var hérna eftir Astrid Lindgren, Karlinn á þakinu,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri. „Ég ólst svolítið upp í leikhúsinu hjá mömmu minni sem var í Iðnó og Þjóðleikhúsinu, leikkona og líka kennari en hún kynnti mig fyrir leikhúsinu“ segir Eyþór. Hann var sex ára þegar hann lék í fyrstu sýningunni og fékk að kynnast öllum hliðum leikhússins sem barn. „Ég er miklu betri leikari en hann,“ segir Ari og viðurkennir að hann myndi ekki ráða Eyþór til að leika Hamlet. Hann heldur þó að hann myndi verða góður borgarstjóri. Eyþór og Ari kynntust í æsku og sátu saman í Hagaskóla. „Hann hafði svo mikla skoðun á samfélagsmálum að þá þegar hann var átta ára hafði hann farið í viðtal í Þjóðviljanum og tjáð sig um það að hann ætlaði að finna upp gereyðingartæki sem átti að eyða öllum vopnum,“ segir Ari. Bætir hann við að Eyþór hafi mjög snemma byrjað að hugsa um mengunarmál, sem hann geri enn þann dag í dag.Eyþór ArnaldsÚr einkasafniEkki handlaginn heimilisfaðir Á níunda áratugnum sló Eyþór í gegn með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass, ásamt söngkonunni Björk Guðmundsdóttur. Eyþór var svo bæði söngvari og sellóleikari í hljómsveitinni Todmobile í fjögur ár. „Ég held að Tappinn hafi verið svona mesta ævintýrið því það var líka svo mikið að gerast í þjóðfélaginu,“ útskýrir Eyþór. Eyþór útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1984 og lauk svo burtfararprófi í sellóleik árið 1988, en hann byrjaði í tónlistarnámi þegar hann var fimm ára gamall. „Sellóið tek ég föstum tökum sextán ára, sem er mjög seint, en klára það allt saman með menntaskólanum og æfði mig sex tíma á dag. Það var mjög skemmtilegur skóli.“ Eyþór er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík en í umfjöllun Ísland í dag kemur fram að hann hefur einnig lagt stund á hagfræðitengt stjórnendanám við Harvard háskóla. Eyþór er kvæntur Dagmar Unu Ólafsdóttur jógakennara og saman eiga þau tvö börn og svo átti Eyþór tvö börn fyrir. En hverjir eru gallarnir? „Hann er klárlega ekki handlaginn heimilisfaðir, ég er ekki viss um að hann viti hvernig á að snúa skrúfjárni,“ segir Ásta Stefánsdóttir bæjarstjóri í Árborg. Hún lýsir Eyþóri sem óvenjulegri blöndu. „Mér hættir oft til þess að taka of mikið að mér, það hefur verið galli. Svo er það bæði kostur og galli að ég treysti fólki og stundum treysti ég ekki réttu fólki,“ segir Eyþór sjálfur og viðurkennir að hann segir já of oft. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gærkvöldi. Kosningar 2018 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var nærmynd af Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins. Þar var rætt við fólk sem er náið Eyþóri og er honum lýst sem talnaglöggum, klárum og skapandi listamanni sem sé samt allt annað en handlaginn. Eyþór fæddist í Reykjavík þann 24. nóvember árið 1964. Hann er sonur Sigríðar Eyþórsdóttur leikstjóra og kennara og Jóns L. Arnalds fyrrverandi borgardómara og ráðuneytisstjóra. Hann ólst að mestu upp í Árbænum ásamt systur sinni Bergljótu Arnalds og komu hæfileikar hans á sviði snemma í ljós. „Ég held að ég hafi verið ofvirkur. Ég las mjög mikið, las stundum 20 bækur á viku,“ svarar Eyþór aðspurður um það hvernig krakki hann hafi verið.Ólst upp í leikhúsinu „Hann var alltaf mikið í listum. Hann byrjaði til dæmis að vinna hérna í Þjóðleikhúsinu langt á undan mér. Hann byrjaði hér þegar hann var svona tólf, þrettán ára en þá var hann að leika í leiksýningu sem var hérna eftir Astrid Lindgren, Karlinn á þakinu,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri. „Ég ólst svolítið upp í leikhúsinu hjá mömmu minni sem var í Iðnó og Þjóðleikhúsinu, leikkona og líka kennari en hún kynnti mig fyrir leikhúsinu“ segir Eyþór. Hann var sex ára þegar hann lék í fyrstu sýningunni og fékk að kynnast öllum hliðum leikhússins sem barn. „Ég er miklu betri leikari en hann,“ segir Ari og viðurkennir að hann myndi ekki ráða Eyþór til að leika Hamlet. Hann heldur þó að hann myndi verða góður borgarstjóri. Eyþór og Ari kynntust í æsku og sátu saman í Hagaskóla. „Hann hafði svo mikla skoðun á samfélagsmálum að þá þegar hann var átta ára hafði hann farið í viðtal í Þjóðviljanum og tjáð sig um það að hann ætlaði að finna upp gereyðingartæki sem átti að eyða öllum vopnum,“ segir Ari. Bætir hann við að Eyþór hafi mjög snemma byrjað að hugsa um mengunarmál, sem hann geri enn þann dag í dag.Eyþór ArnaldsÚr einkasafniEkki handlaginn heimilisfaðir Á níunda áratugnum sló Eyþór í gegn með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass, ásamt söngkonunni Björk Guðmundsdóttur. Eyþór var svo bæði söngvari og sellóleikari í hljómsveitinni Todmobile í fjögur ár. „Ég held að Tappinn hafi verið svona mesta ævintýrið því það var líka svo mikið að gerast í þjóðfélaginu,“ útskýrir Eyþór. Eyþór útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1984 og lauk svo burtfararprófi í sellóleik árið 1988, en hann byrjaði í tónlistarnámi þegar hann var fimm ára gamall. „Sellóið tek ég föstum tökum sextán ára, sem er mjög seint, en klára það allt saman með menntaskólanum og æfði mig sex tíma á dag. Það var mjög skemmtilegur skóli.“ Eyþór er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík en í umfjöllun Ísland í dag kemur fram að hann hefur einnig lagt stund á hagfræðitengt stjórnendanám við Harvard háskóla. Eyþór er kvæntur Dagmar Unu Ólafsdóttur jógakennara og saman eiga þau tvö börn og svo átti Eyþór tvö börn fyrir. En hverjir eru gallarnir? „Hann er klárlega ekki handlaginn heimilisfaðir, ég er ekki viss um að hann viti hvernig á að snúa skrúfjárni,“ segir Ásta Stefánsdóttir bæjarstjóri í Árborg. Hún lýsir Eyþóri sem óvenjulegri blöndu. „Mér hættir oft til þess að taka of mikið að mér, það hefur verið galli. Svo er það bæði kostur og galli að ég treysti fólki og stundum treysti ég ekki réttu fólki,“ segir Eyþór sjálfur og viðurkennir að hann segir já of oft. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag frá því í gærkvöldi.
Kosningar 2018 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira