Settu á svið líkfund við Alþingishúsið fyrir Ófærð 2 Birgir Olgeirsson skrifar 3. maí 2018 14:07 Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tók meðfylgjandi mynd af tökunum við Alþingishúsið. Vegfarendum brá heldur betur í brún þegar þeir sáu mikinn viðbúnað fyrir utan Alþingishúsið við Austurvöll í morgun. Þar mátti sjá lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn huga að líki við þinghúsið og hóp af fólki fylgjast með. Um var að ræða tökur fyrir eitt af fyrstu atriðunum í annarri þáttaröð af Ófærð. „Þetta er fyrir fyrsta þátt,“ segir Hjörtur Grétarsson, framleiðslustjóri Ófærðar 2, en leikstjóri fyrsta þáttarins er Baltasar Kormákur. Þessir atburðir í þáttaröðinni eiga að gerast að hausti en eru teknir upp nú að vori. Þegar tökur hófust í morgun gerði mikla hríð sem þýddi að kvikmyndagerðarmennirnir neyddust til að sópa Austurvöll til að losna við snjóinn. „Það gerast voveiflegir hlutir hér fyrir framan Alþingishúsið. Við erum í góðu samneyti við þingmenn og þingkonur og það finnst þetta öllum spennandi. Það er líka hérna hópur af aukaleikurum enda myndi svona atburður vekja mikla athygli vegfarenda í raun og veru,“ segir Hjörtur. Búist er við að tökuliðið verði einungis fyrir framan Alþingishúsið í dag og því ekki gert ráð fyrir frekari tökum þar. Tökur á Ófærð 2 hafa farið fram í vetur á Siglufirði og í nýju kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi. Margar af helstu persónum fyrri þáttaraðarinnar snúa aftur, þar á meðal lögregluþríeykið Andri, Hinrika og Ásgeir, leikið af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni. Sögusviðið er þorpið og sveitin í kring, ásamt því að farið verður upp á hálendið. Baltasar Kormákur sagði í viðtali við Vísi fyrr í haust að stór sena yrði tekin upp við þinghúsið og sagði sögusvið Ófærðar 2 vera meira í takt við málefni og pólitík dagsins í dag. Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Vegfarendum brá heldur betur í brún þegar þeir sáu mikinn viðbúnað fyrir utan Alþingishúsið við Austurvöll í morgun. Þar mátti sjá lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn huga að líki við þinghúsið og hóp af fólki fylgjast með. Um var að ræða tökur fyrir eitt af fyrstu atriðunum í annarri þáttaröð af Ófærð. „Þetta er fyrir fyrsta þátt,“ segir Hjörtur Grétarsson, framleiðslustjóri Ófærðar 2, en leikstjóri fyrsta þáttarins er Baltasar Kormákur. Þessir atburðir í þáttaröðinni eiga að gerast að hausti en eru teknir upp nú að vori. Þegar tökur hófust í morgun gerði mikla hríð sem þýddi að kvikmyndagerðarmennirnir neyddust til að sópa Austurvöll til að losna við snjóinn. „Það gerast voveiflegir hlutir hér fyrir framan Alþingishúsið. Við erum í góðu samneyti við þingmenn og þingkonur og það finnst þetta öllum spennandi. Það er líka hérna hópur af aukaleikurum enda myndi svona atburður vekja mikla athygli vegfarenda í raun og veru,“ segir Hjörtur. Búist er við að tökuliðið verði einungis fyrir framan Alþingishúsið í dag og því ekki gert ráð fyrir frekari tökum þar. Tökur á Ófærð 2 hafa farið fram í vetur á Siglufirði og í nýju kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi. Margar af helstu persónum fyrri þáttaraðarinnar snúa aftur, þar á meðal lögregluþríeykið Andri, Hinrika og Ásgeir, leikið af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni. Sögusviðið er þorpið og sveitin í kring, ásamt því að farið verður upp á hálendið. Baltasar Kormákur sagði í viðtali við Vísi fyrr í haust að stór sena yrði tekin upp við þinghúsið og sagði sögusvið Ófærðar 2 vera meira í takt við málefni og pólitík dagsins í dag.
Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið