Sigmundur Davíð segir Ævar Örn Jósepsson misnota aðstöðu sína Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2018 11:56 Sigmundur Davíð telur einsýnt að Ævar Örn sé að draga taum dóttur sinnar, Þórhildar Sunnu, í fréttaflutningi sínum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sakar Ævar Örn Jósepsson, fréttamann Ríkisútvarpsins, um að misnota aðstöðu sína til að koma á sig og konu sína höggi. „Það er ekki hægt að una því að ríkisfjölmiðillinn sé ítrekað notaður til að vega að eiginkonu minni sem alla tíð hefur lagt sig fram við að standa skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu og miklu meira en það,“ segir Sigmundur Davíð í nýlegri Facebookfærslu.Frétt RÚV fer illa í Sigmund Davíð Sigmundur Davíð er þar að vísa til fréttar sem Ævar Örn Jósepsson flutti og fjallar um að Neðri deild breska þingsins ætli að samþykkja löggjöf til höfuðs skattaskjólum. Í fréttinni segir meðal annars: „Um helmingur allra skúffufyrirtækja og aflandsfélaga sem afhjúpuð voru með birtingu Panamaskjalanna voru til að mynda skráð á Bresku Jómfrúreyjum, einkum á eyjunni Tortólu. Þar á meðal var aflandsfélagið Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra Íslands.“Þórhildur gengið lengst í meinbægni Sigmundur Davíð segir þetta alrangt, grófar aðdróttanir að eiginkonu sinni og hann þykist vita hvar fiskur liggur undir steini en Ævar Örn er faðir Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata. „Maðurinn sem skrifaði og flutti fréttina er faðir þess þingmanns Pírata sem hefur gengið lengst í meinbægni og því að kasta fram ásökunum og rangfærslum í minn garð og margra annarra samstarfsmanna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Víst er að um talsvert alvarlegar ásakanir fyrrum forsætisráðherra á hendur fréttamanni er að ræða, en Sigmundur Davíð starfaði á árum áður hjá Ríkisútvarpinu og ætti þar af leiðandi að vera fullkunnugt um að fréttamenn þar lúta siðareglum í störfum sínum, sem Ævar Örn er, samkvæmt ásökunum Sigmundar Davíðs, að þverbrjóta. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sakar Ævar Örn Jósepsson, fréttamann Ríkisútvarpsins, um að misnota aðstöðu sína til að koma á sig og konu sína höggi. „Það er ekki hægt að una því að ríkisfjölmiðillinn sé ítrekað notaður til að vega að eiginkonu minni sem alla tíð hefur lagt sig fram við að standa skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu og miklu meira en það,“ segir Sigmundur Davíð í nýlegri Facebookfærslu.Frétt RÚV fer illa í Sigmund Davíð Sigmundur Davíð er þar að vísa til fréttar sem Ævar Örn Jósepsson flutti og fjallar um að Neðri deild breska þingsins ætli að samþykkja löggjöf til höfuðs skattaskjólum. Í fréttinni segir meðal annars: „Um helmingur allra skúffufyrirtækja og aflandsfélaga sem afhjúpuð voru með birtingu Panamaskjalanna voru til að mynda skráð á Bresku Jómfrúreyjum, einkum á eyjunni Tortólu. Þar á meðal var aflandsfélagið Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra Íslands.“Þórhildur gengið lengst í meinbægni Sigmundur Davíð segir þetta alrangt, grófar aðdróttanir að eiginkonu sinni og hann þykist vita hvar fiskur liggur undir steini en Ævar Örn er faðir Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata. „Maðurinn sem skrifaði og flutti fréttina er faðir þess þingmanns Pírata sem hefur gengið lengst í meinbægni og því að kasta fram ásökunum og rangfærslum í minn garð og margra annarra samstarfsmanna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Víst er að um talsvert alvarlegar ásakanir fyrrum forsætisráðherra á hendur fréttamanni er að ræða, en Sigmundur Davíð starfaði á árum áður hjá Ríkisútvarpinu og ætti þar af leiðandi að vera fullkunnugt um að fréttamenn þar lúta siðareglum í störfum sínum, sem Ævar Örn er, samkvæmt ásökunum Sigmundar Davíðs, að þverbrjóta.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira