Sindri Þór leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2018 17:01 Sindri Þór var handtekinn í götunni Damrak í Amsterdam fyrir rúmri viku. Vísir/Getty Sindri Þór Stefánsson, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Amsterdam undanfarna tíu daga, er kominn til landsins. Íslenskir lögreglumenn tóku á móti Sindra Þór í flugvél Icelandair, þangað sem hann var leiddur af hollenskum yfirvöldum. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson, verjandi hans, í samtali við Vísi. Í framhaldi af komunni til landsins var Sindri leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness rétt fyrir klukkan fimm. Reikna má með því að íslensk lögregluyfirvöld munu fara fram á gæsluvarðhald yfir Sindra Þór eða þá farbann. Sindri Þór var upphaflega handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði en í apríl var hann fluttur í opið fangelsi að Sogni að eigin ósk. Tíu dögum síðar flúði hann fangelsið að næturlagi á meðan dómari tók sér frest til að meta hvort úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald. Álitamál er hvort lögregla hafi haft heimild til að halda honum í fangelsi á meðan enginn úrskurður væri þess efnis. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt ljóst að engum eigi að halda í fangelsi án úrskurðar. Sindri er grunaður um aðild að þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Amsterdam undanfarna tíu daga, er kominn til landsins. Íslenskir lögreglumenn tóku á móti Sindra Þór í flugvél Icelandair, þangað sem hann var leiddur af hollenskum yfirvöldum. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson, verjandi hans, í samtali við Vísi. Í framhaldi af komunni til landsins var Sindri leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness rétt fyrir klukkan fimm. Reikna má með því að íslensk lögregluyfirvöld munu fara fram á gæsluvarðhald yfir Sindra Þór eða þá farbann. Sindri Þór var upphaflega handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði en í apríl var hann fluttur í opið fangelsi að Sogni að eigin ósk. Tíu dögum síðar flúði hann fangelsið að næturlagi á meðan dómari tók sér frest til að meta hvort úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald. Álitamál er hvort lögregla hafi haft heimild til að halda honum í fangelsi á meðan enginn úrskurður væri þess efnis. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt ljóst að engum eigi að halda í fangelsi án úrskurðar. Sindri er grunaður um aðild að þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira