Litrík dagskrá og óvæntir atburðir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 5. maí 2018 10:00 Birta og Dóra, sýningarstjórar útskriftarnemenda LHÍ á Kjarvalsstöðum. Vísir/Eyþór Fjölmargir útskriftarnemendur Listaháskólans eru staddir á Kjarvalsstöðum við undirbúning útskriftarsýningar í arkitektúr, hönnun og myndlist. Sýningin verður opnuð í dag og er óhætt að segja að hún sé einstaklega glæsileg í ár. Birta Fróðadóttir og Dorothée Maria Kirch mættu blaðamanni og ljósmyndara og sýndu þeim brot af sýningunni. Leiðsögnin hefst í sýningarrými nemenda í vöruhönnun. „Þau unnu með ákveðið þema, mennsku,“ segir Birta. „Þau hafa öll verið að kljást við ýmsa hluti á lífsleiðinni og mörg þeirra nýta hana í vinnu sinni.“ Birta staðnæmist fyrir framan verk eins nemandans, Kristínar Þorsteinsdóttur. Ljósmynd af konu sem fór í brjóstnám og ákvað að flúra yfir örið. „Það þykir sjálfsagður hlutur að fara í brjóstauppbyggingu eftir brjóstnám. Þessi kona ákvað að fara aðra leið og láta örið verða hluta af sér. Hún verður líka með hljóðverk þar sem gestir sýningarinnar hlusta á sögur. Það er mikil rannsóknarvinna sem einkennir verk nemenda í vöruhönnun. Það er svolítið verkefnið þeirra, að fara í rannsóknarvinnu.“Úr rammanum Hún bendir á verk á gólfinu, sundurslitinn fótbolta á fleti. Slitrur úr fótboltunum vísa í tilfinningar. „Þetta verk er til dæmis eftir Þórð Jörundsson, sem samhliða námi starfaði í félagsmiðstöð. Þar vann hann með strákum í því að tala um tilfinningar sínar. Verkið er symbólískt – eftir því sem við vinnum meira úr tilfinningunum, því heilli verðum við.“ Verk útskriftarnema í fatahönnun í einu rýminu hafa á sér sterkan heildarbrag. „Nemendur unnu með það hvernig við förum úr rammanum okkar, kynjarammanum, samfélagsrammanum. Það er mikið um unisex flíkur og á tískusýningunni notuðu þau karla sem fyrirsætur. Kvenlíkaminn er ekki lengur endilega það sem hannað er utan um, heldur er líkaminn óháður kyni,“ segir Birta frá og gengur með blaðamanni og ljósmyndara inn í sýningarrými grafískrar hönnunar. „Hér er sú deild sem fer um hvað víðastan völl. Hér eru teiknaðar sögur, leturgerðir, litróf, einn nemandi gerði rannsókn á því hvað það er að vera tvítyngdur á Íslandi. Og svo er það hann Andri, sem vann algjörlega út frá eigin reynslu,“ segir Birta. Andri Þór Ingvarsson situr á bekk fyrir framan skjá með grafískri hreyfimynd sem byggir á reynslu hans af mjög alvarlegum veikindum sem hann tókst á við fyrir nokkrum árum. „Ég fékk svokallað tannrótaræxli. Veiktist árið 2009 og fékk lækningu 2014. Ég hef farið í um þrjátíu aðgerðir og í þeirri síðustu var æxlið tekið og augað með,“ segir Andri frá. „Ég vinn verkið út frá þeim litlu minningarbrotum sem ég á úr þessu ferli. Mér fannst ágætt að takast á við þessa reynslu með því að vinna verk um hana. Kafa ofan í þetta. Ég rifjaði þetta allt saman upp. Ég hélt dagbók á Facebook þegar ég var úti í aðgerðinni, en bæði geislameðferðin og svo aðgerðin seinna meir var framkvæmd þar,“ segir Andri Þór um verk sitt. „Þetta er mjög áhrifamikið verk,“ segir Birta. „Þetta er ákveðinn þráður í hönnun núna. Fólk er að líta sér nær, vinna með lífsreynslu, áföll.“ Við útgang salarins eru þau Andrea Sif, Ellert Björn og Kristín, nemendur í arkitektúrdeild og leggja lokahönd á innsetningu um verkefni deildarinnar í ár, listamannaathvarf í Hveragerði. „Arkitektúrdeildin fær alltaf ákveðið verkefni og í þetta sinn áttu þau að gera Hveragerði skil, hanna þar listamannaathvarf,“ segir Birta frá. Dorothée Kirch tekur við leiðsögninni, hún aðstoðar 24 nemendur við að setja upp sýningu í öðrum enda safnsins. Einn nemenda í þetta sinn útskrifast úr tónlistardeild. Dorothée er ánægð með sýningarrýmið sem er skipt í þrjá sali. „Ég var strax spennt fyrir því. Hér er hægt að stilla saman verkum sem tala svolítið saman. Í einum salnum eru til dæmis saman nokkur verk sem mörg byggja á tækni og gagnvirkni,“ segir Dorothée og sýnir blaðamanni kostulegan tölvuleik, Dag hinna lifandi hrúta. Hann er í anda níunda áratugarins og karakterarnir litríkir. Fyrir utan salina eru nokkur verk. Katrín Helga xdóttir, ein Reykjavíkurdætra, hefur útbúið karókíhorn í safninu. „Lögin eru allt frá 10 sekúndum upp í 3 mínútur. Þau verða til sýnis hér en hún mun svo halda karókítónleika á hverjum degi klukkan fjögur.Almar í baðkari Listneminn Almar Atlason sem hefur vakið athygli á Íslandi og víðar fyrir það uppátæki sitt að sitja nakinn í kassa í marga daga er einn útskriftarnema. „Hann situr í þessu baðkari íklæddur barnanáttfötum,“ útskýrir Dorothée. Fyrir framan baðkarið er sjónvarp þar sem er heldur drungalegt barnaefni á skjánum. „Vinur hans verður með honum í þessu og leikur sér að lest sem virkar ekki alveg. Er alltaf að bila. Verkið fjallar um þunglyndi barna. Börn eiga að vera svo glöð og kraftmikil en geta verið þunglynd eins og fullorðið fólk. Almar minnist vinar síns sem talaði um sjálfsvígshugsanir sjö ára gamall. Fullorðna fólkið hrósaði hins vegar þessum sama strák fyrir hvað hann væri flottur og sjálfum sér nógur. Alltaf að dunda sér. En honum leið greinilega bara mjög illa.“ Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fjölmargir útskriftarnemendur Listaháskólans eru staddir á Kjarvalsstöðum við undirbúning útskriftarsýningar í arkitektúr, hönnun og myndlist. Sýningin verður opnuð í dag og er óhætt að segja að hún sé einstaklega glæsileg í ár. Birta Fróðadóttir og Dorothée Maria Kirch mættu blaðamanni og ljósmyndara og sýndu þeim brot af sýningunni. Leiðsögnin hefst í sýningarrými nemenda í vöruhönnun. „Þau unnu með ákveðið þema, mennsku,“ segir Birta. „Þau hafa öll verið að kljást við ýmsa hluti á lífsleiðinni og mörg þeirra nýta hana í vinnu sinni.“ Birta staðnæmist fyrir framan verk eins nemandans, Kristínar Þorsteinsdóttur. Ljósmynd af konu sem fór í brjóstnám og ákvað að flúra yfir örið. „Það þykir sjálfsagður hlutur að fara í brjóstauppbyggingu eftir brjóstnám. Þessi kona ákvað að fara aðra leið og láta örið verða hluta af sér. Hún verður líka með hljóðverk þar sem gestir sýningarinnar hlusta á sögur. Það er mikil rannsóknarvinna sem einkennir verk nemenda í vöruhönnun. Það er svolítið verkefnið þeirra, að fara í rannsóknarvinnu.“Úr rammanum Hún bendir á verk á gólfinu, sundurslitinn fótbolta á fleti. Slitrur úr fótboltunum vísa í tilfinningar. „Þetta verk er til dæmis eftir Þórð Jörundsson, sem samhliða námi starfaði í félagsmiðstöð. Þar vann hann með strákum í því að tala um tilfinningar sínar. Verkið er symbólískt – eftir því sem við vinnum meira úr tilfinningunum, því heilli verðum við.“ Verk útskriftarnema í fatahönnun í einu rýminu hafa á sér sterkan heildarbrag. „Nemendur unnu með það hvernig við förum úr rammanum okkar, kynjarammanum, samfélagsrammanum. Það er mikið um unisex flíkur og á tískusýningunni notuðu þau karla sem fyrirsætur. Kvenlíkaminn er ekki lengur endilega það sem hannað er utan um, heldur er líkaminn óháður kyni,“ segir Birta frá og gengur með blaðamanni og ljósmyndara inn í sýningarrými grafískrar hönnunar. „Hér er sú deild sem fer um hvað víðastan völl. Hér eru teiknaðar sögur, leturgerðir, litróf, einn nemandi gerði rannsókn á því hvað það er að vera tvítyngdur á Íslandi. Og svo er það hann Andri, sem vann algjörlega út frá eigin reynslu,“ segir Birta. Andri Þór Ingvarsson situr á bekk fyrir framan skjá með grafískri hreyfimynd sem byggir á reynslu hans af mjög alvarlegum veikindum sem hann tókst á við fyrir nokkrum árum. „Ég fékk svokallað tannrótaræxli. Veiktist árið 2009 og fékk lækningu 2014. Ég hef farið í um þrjátíu aðgerðir og í þeirri síðustu var æxlið tekið og augað með,“ segir Andri frá. „Ég vinn verkið út frá þeim litlu minningarbrotum sem ég á úr þessu ferli. Mér fannst ágætt að takast á við þessa reynslu með því að vinna verk um hana. Kafa ofan í þetta. Ég rifjaði þetta allt saman upp. Ég hélt dagbók á Facebook þegar ég var úti í aðgerðinni, en bæði geislameðferðin og svo aðgerðin seinna meir var framkvæmd þar,“ segir Andri Þór um verk sitt. „Þetta er mjög áhrifamikið verk,“ segir Birta. „Þetta er ákveðinn þráður í hönnun núna. Fólk er að líta sér nær, vinna með lífsreynslu, áföll.“ Við útgang salarins eru þau Andrea Sif, Ellert Björn og Kristín, nemendur í arkitektúrdeild og leggja lokahönd á innsetningu um verkefni deildarinnar í ár, listamannaathvarf í Hveragerði. „Arkitektúrdeildin fær alltaf ákveðið verkefni og í þetta sinn áttu þau að gera Hveragerði skil, hanna þar listamannaathvarf,“ segir Birta frá. Dorothée Kirch tekur við leiðsögninni, hún aðstoðar 24 nemendur við að setja upp sýningu í öðrum enda safnsins. Einn nemenda í þetta sinn útskrifast úr tónlistardeild. Dorothée er ánægð með sýningarrýmið sem er skipt í þrjá sali. „Ég var strax spennt fyrir því. Hér er hægt að stilla saman verkum sem tala svolítið saman. Í einum salnum eru til dæmis saman nokkur verk sem mörg byggja á tækni og gagnvirkni,“ segir Dorothée og sýnir blaðamanni kostulegan tölvuleik, Dag hinna lifandi hrúta. Hann er í anda níunda áratugarins og karakterarnir litríkir. Fyrir utan salina eru nokkur verk. Katrín Helga xdóttir, ein Reykjavíkurdætra, hefur útbúið karókíhorn í safninu. „Lögin eru allt frá 10 sekúndum upp í 3 mínútur. Þau verða til sýnis hér en hún mun svo halda karókítónleika á hverjum degi klukkan fjögur.Almar í baðkari Listneminn Almar Atlason sem hefur vakið athygli á Íslandi og víðar fyrir það uppátæki sitt að sitja nakinn í kassa í marga daga er einn útskriftarnema. „Hann situr í þessu baðkari íklæddur barnanáttfötum,“ útskýrir Dorothée. Fyrir framan baðkarið er sjónvarp þar sem er heldur drungalegt barnaefni á skjánum. „Vinur hans verður með honum í þessu og leikur sér að lest sem virkar ekki alveg. Er alltaf að bila. Verkið fjallar um þunglyndi barna. Börn eiga að vera svo glöð og kraftmikil en geta verið þunglynd eins og fullorðið fólk. Almar minnist vinar síns sem talaði um sjálfsvígshugsanir sjö ára gamall. Fullorðna fólkið hrósaði hins vegar þessum sama strák fyrir hvað hann væri flottur og sjálfum sér nógur. Alltaf að dunda sér. En honum leið greinilega bara mjög illa.“
Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira