Útlit fyrir slydduél á morgun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2018 09:20 Í næstu viku er útlit fyrir að snjórinn verði kvaddur í bili. Skjáskot/veðurstofa Enn halda élin áfram S- og V-lands í dag, en þó er útlit fyrir að dragi verulega úr þeim síðdegis og jafnvel að stytti upp í kvöld, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá veðurstofu Íslands. Á morgun bætir enn á ný í úrkomuna, en þá er útlit fyrir slydduél. NA-lands verður að mestu þurrt og jafnvel bjart. Á mánudag skipta veðrakerfin um gír þegar snýst í suðaustanátt með hlýnandi veðri og rigningu, en áfram er útlit fyrir þurrt veður NA-til. Komandi vika býður síðan upp á austlægar áttir og rigningu í flestum landshlutum, en þó nokkuð milt veður og er útlit fyrir að snjórinn verði kvaddur í bili. Enn er gul viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 8-15 m/s og él, en yfirleitt þurrt og bjart NA-til á landinu. Styttir upp um tíma í kvöld. Suðvestan 10-18 á morgun og él eða slydduél, en áfram þurrt NA-lands. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Gengur í suðaustan 5-13 m/s með rigningu og súld, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast NA-til. Á þriðjudag: Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað að mestu og dálítil væta, einkum S- og A-til. Hiti 5 til 10 stig að deginum. Á miðvikudag: Austan 5-13 m/s og rigning um landið sunnanvert, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag (uppstigningardagur) og föstudag: Útlit fyrir breytilega átt og rigningu um mest allt land. Hiti 6 til 11 stig að deginum.Færð á vegum Á Suður- og suðvesturlandi er víða greiðfært á láglendi. Hálkublettir eru á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði en þæfingsfærð er á Bláfjallavegi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi er víðast hvar greiðfært á láglendi en sumstaðar hálkublettir. Hálka er á Holtavörðuheiði og krapi á Laxárdalsheiði. Hálka eða hálkublettir ásamt éljagangi eru víða á láglendi á Vestfjörðum. Snjóþekja eða krapi er á flestum fjallvegum en ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðum. Það er mikið til greiðfært á Norður- og Austurlandi. Hálka er á Öxnadalsheiði og hálkublettir á Mjóafjarðarheiði. Samgöngur Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Enn halda élin áfram S- og V-lands í dag, en þó er útlit fyrir að dragi verulega úr þeim síðdegis og jafnvel að stytti upp í kvöld, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá veðurstofu Íslands. Á morgun bætir enn á ný í úrkomuna, en þá er útlit fyrir slydduél. NA-lands verður að mestu þurrt og jafnvel bjart. Á mánudag skipta veðrakerfin um gír þegar snýst í suðaustanátt með hlýnandi veðri og rigningu, en áfram er útlit fyrir þurrt veður NA-til. Komandi vika býður síðan upp á austlægar áttir og rigningu í flestum landshlutum, en þó nokkuð milt veður og er útlit fyrir að snjórinn verði kvaddur í bili. Enn er gul viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 8-15 m/s og él, en yfirleitt þurrt og bjart NA-til á landinu. Styttir upp um tíma í kvöld. Suðvestan 10-18 á morgun og él eða slydduél, en áfram þurrt NA-lands. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Gengur í suðaustan 5-13 m/s með rigningu og súld, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast NA-til. Á þriðjudag: Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað að mestu og dálítil væta, einkum S- og A-til. Hiti 5 til 10 stig að deginum. Á miðvikudag: Austan 5-13 m/s og rigning um landið sunnanvert, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag (uppstigningardagur) og föstudag: Útlit fyrir breytilega átt og rigningu um mest allt land. Hiti 6 til 11 stig að deginum.Færð á vegum Á Suður- og suðvesturlandi er víða greiðfært á láglendi. Hálkublettir eru á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði en þæfingsfærð er á Bláfjallavegi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi er víðast hvar greiðfært á láglendi en sumstaðar hálkublettir. Hálka er á Holtavörðuheiði og krapi á Laxárdalsheiði. Hálka eða hálkublettir ásamt éljagangi eru víða á láglendi á Vestfjörðum. Snjóþekja eða krapi er á flestum fjallvegum en ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðum. Það er mikið til greiðfært á Norður- og Austurlandi. Hálka er á Öxnadalsheiði og hálkublettir á Mjóafjarðarheiði.
Samgöngur Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira