Öll sextán framboð sem skiluðu inn framboðslistum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík eru gild. Yfirkjörstjórn lauk yfirferð yfir listana í dag.
Forsvarsmenn framboðanna sextán skiluðu inn listunum í gær en framboðslista Kallalistans svokallaða, var ekki skilað inn áður en frestur til þess rann út.
Listi yfir framboð í borginni
B-listi Framsóknarflokksins
C-listi Viðreisnar
D-listi Sjálfstæðisflokksins
E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar
F-listi Flokks fólksins
H-listi Höfuðborgarlistans
J-listi Sósíalistaflokks Íslands
K-listi Kvennahreyfingarinnar
M-listi Miðflokksins
O-listi Borgarinnar okkar - Reykjavíkur
P-listi Pírata
R-listi Alþýðufylkingarinnar
S-listi Samfylkingarinnar
V-listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
Y-listi Karlalistans
Þ-listi Frelsisflokksins
Öll framboðin gild í borginni
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
