Hið Góða líf Valgerður Árnadóttir skrifar 7. maí 2018 14:31 Eftir seinni heimsstyrjöld urðu hugmyndir um hið góða líf ráðandi stefna samfélagsins. Fólki var sagt að við ættum rétt á lífsgæðum, við ættum rétt á að búa vel, eiga heimilistæki sem auðveldaði okkur lífið eins og ísskáp og ryksugu og til þess að eignast þessa hluti þurfti ekki nema eina fyrirvinnu sem vann 8 tíma á dag 5 daga vikunnar. Lífsgæði manna fólst í því að eiga fínt hús, flottasta bílinn og öflugustu ryksuguna, auglýsingar snerust allar um þessa hluti sem myndu auðvelda okkur lífið og varð okkur mikið kappsmál að vera ekki eftirbátur nágrannans. En eins og snjóbolti vatt þessi lífsstíll upp á sig, skilaboð kapítalismans voru að við þyrftum sífellt að eiga meira og meira. Það var ekki nóg að hafa eina fyrirvinnu, framleiðsla varð meiri, vöruverð lækkaði og fólk á Vesturlöndum sprengdi utan af sér húsnæðið og fataskápana. Þú átt ekki að láta sjá þig í sama kjólnum tvisvar, þú þarft að eiga Ittala glös og heimilistæki til hvers verks, þú átt ekki einu sinni að poppa í potti lengur, fáðu þér poppvél. Við erum flest sammála að neyslan er komin út fyrir öll velsæmismörk, heilsu okkar hefur hrakað vegna óhóflegs áts á skyndibita og unnu kjöti, byggingar- fata- og dýraafurðaiðnaðurinn mengar meira en allar samgöngur samanlagt, eyða regnskógum og drepa hafsvæði. Það er sem betur fer vakning í dag um þessa hræðilegu þróun, við erum að verða meðvitaðri um vistvænni ferðamáta, mínímalískan lífsstíl og sjálfbæra framleiðslu en neysluhyggjan er rótgróin og hrædd, kapítalisminn óttast að missa tökin og auglýsingar, tilboð og lægri verð halda áfram að herja á okkur, áróðurinn er allstaðar og skilaboðin eru ennþá kaupa, kaupa, kaupa. Við þurfum nýja bylgju, hin nýja bylgja snýst um lífsgæði, hverjum er ekki sama um Ittala glösin ef þú hefur ekki tíma til að fara með barnið þitt á róló? Lífsgæði felast í gæðastundum, heilbrigði og vellíðan og þar komum við Píratar inn. Við viljum ekki laga kerfið, við viljum breyta því. Við viljum stytta vinnuvikuna svo fólk fái meiri tíma saman, lækka húsnæðiskostnað og gefa fólki tækifæri á að lifa sjálfbæru lífi. Við viljum aðlaga vinnumarkaðinn að fólki en ekki fólki að vinnumarkaðnum. Við viljum auka gæði hverfisins þíns, þétta byggð, efla hverfin, gera samgöngur vistvænar og aðgengilegar, laga hljóðvist, veita skjól og binda svifryk með gróðursetningu. Við viljum auka reiti fyrir matjurtagarða, fjölga vistgötum og fjölskylduvænum görðum þar sem leikvellir og hundagerði tvinnast saman við náttúru og þjónustu. Þetta er ekki útópísk hugsun, þetta hefur tekist vel í mörgum borgum sem búa við svipað eða kaldara loftslag en við gerum. Við skipulagningu hverfa ætlum við að taka mið af þeim sjálfbæru markmiðum sem við höfum sett okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að kynna hugmyndir sem nú þegar eru komnar í skipulag og framkvæmd af meirihluta í borginni sem sínar hugmyndir að grænni borg en á sama tíma vilja þau dreifa byggð, fjölga akreinum og hafa talað af yfirgripsmikilli vanþekkingu gegn Borgarlínu um leið og þau eru fylgjandi henni, flokkurinn er með þessu í þversögn við sjálfan sig enda erfitt að vera kapítalískur hægriflokkur og vera á sama tíma sjálfbær og vistvænn. Svona virkar skrum. Þú keyrir á ósannindi, etur saman hópum og stendur ekki við loforðin. Við Píratar ætlum að gera okkar besta til að uppfylla markmið okkar um betri lífsgæði fyrir alla, aðgengilegra kerfi, gagnsæi og ábyrg vinnubrögð til að þjóna þínum hagsmunum. Þannig vinna Píratar!Valgerður Árnadóttir skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Valgerður Árnadóttir Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Eftir seinni heimsstyrjöld urðu hugmyndir um hið góða líf ráðandi stefna samfélagsins. Fólki var sagt að við ættum rétt á lífsgæðum, við ættum rétt á að búa vel, eiga heimilistæki sem auðveldaði okkur lífið eins og ísskáp og ryksugu og til þess að eignast þessa hluti þurfti ekki nema eina fyrirvinnu sem vann 8 tíma á dag 5 daga vikunnar. Lífsgæði manna fólst í því að eiga fínt hús, flottasta bílinn og öflugustu ryksuguna, auglýsingar snerust allar um þessa hluti sem myndu auðvelda okkur lífið og varð okkur mikið kappsmál að vera ekki eftirbátur nágrannans. En eins og snjóbolti vatt þessi lífsstíll upp á sig, skilaboð kapítalismans voru að við þyrftum sífellt að eiga meira og meira. Það var ekki nóg að hafa eina fyrirvinnu, framleiðsla varð meiri, vöruverð lækkaði og fólk á Vesturlöndum sprengdi utan af sér húsnæðið og fataskápana. Þú átt ekki að láta sjá þig í sama kjólnum tvisvar, þú þarft að eiga Ittala glös og heimilistæki til hvers verks, þú átt ekki einu sinni að poppa í potti lengur, fáðu þér poppvél. Við erum flest sammála að neyslan er komin út fyrir öll velsæmismörk, heilsu okkar hefur hrakað vegna óhóflegs áts á skyndibita og unnu kjöti, byggingar- fata- og dýraafurðaiðnaðurinn mengar meira en allar samgöngur samanlagt, eyða regnskógum og drepa hafsvæði. Það er sem betur fer vakning í dag um þessa hræðilegu þróun, við erum að verða meðvitaðri um vistvænni ferðamáta, mínímalískan lífsstíl og sjálfbæra framleiðslu en neysluhyggjan er rótgróin og hrædd, kapítalisminn óttast að missa tökin og auglýsingar, tilboð og lægri verð halda áfram að herja á okkur, áróðurinn er allstaðar og skilaboðin eru ennþá kaupa, kaupa, kaupa. Við þurfum nýja bylgju, hin nýja bylgja snýst um lífsgæði, hverjum er ekki sama um Ittala glösin ef þú hefur ekki tíma til að fara með barnið þitt á róló? Lífsgæði felast í gæðastundum, heilbrigði og vellíðan og þar komum við Píratar inn. Við viljum ekki laga kerfið, við viljum breyta því. Við viljum stytta vinnuvikuna svo fólk fái meiri tíma saman, lækka húsnæðiskostnað og gefa fólki tækifæri á að lifa sjálfbæru lífi. Við viljum aðlaga vinnumarkaðinn að fólki en ekki fólki að vinnumarkaðnum. Við viljum auka gæði hverfisins þíns, þétta byggð, efla hverfin, gera samgöngur vistvænar og aðgengilegar, laga hljóðvist, veita skjól og binda svifryk með gróðursetningu. Við viljum auka reiti fyrir matjurtagarða, fjölga vistgötum og fjölskylduvænum görðum þar sem leikvellir og hundagerði tvinnast saman við náttúru og þjónustu. Þetta er ekki útópísk hugsun, þetta hefur tekist vel í mörgum borgum sem búa við svipað eða kaldara loftslag en við gerum. Við skipulagningu hverfa ætlum við að taka mið af þeim sjálfbæru markmiðum sem við höfum sett okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að kynna hugmyndir sem nú þegar eru komnar í skipulag og framkvæmd af meirihluta í borginni sem sínar hugmyndir að grænni borg en á sama tíma vilja þau dreifa byggð, fjölga akreinum og hafa talað af yfirgripsmikilli vanþekkingu gegn Borgarlínu um leið og þau eru fylgjandi henni, flokkurinn er með þessu í þversögn við sjálfan sig enda erfitt að vera kapítalískur hægriflokkur og vera á sama tíma sjálfbær og vistvænn. Svona virkar skrum. Þú keyrir á ósannindi, etur saman hópum og stendur ekki við loforðin. Við Píratar ætlum að gera okkar besta til að uppfylla markmið okkar um betri lífsgæði fyrir alla, aðgengilegra kerfi, gagnsæi og ábyrg vinnubrögð til að þjóna þínum hagsmunum. Þannig vinna Píratar!Valgerður Árnadóttir skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar