„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2018 19:30 Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið í dag skilaði engri niðurstöðu. Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. Níundi samningafundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Samninganefnd ljósmæðra var vel fagnað þegar hún mætti til fundarins en hópur fólks tók á móti samningsaðilum þegar þeir mættu í karphúsið. Sjálfar mættu ljósmæður í bolum með áletruninni „Eign ríkisins.“ „Við fengum alveg skýrt orð um það í bréfi frá fjármálaráðherra um að við ættum að hlýða og vinna þegar við vorum að tala um að vinna ekki yfirvinnu,“ segir Guðrún Guðlaugsdóttir ljósmóðir. „Það var sagt eiginlega næstum því berum orðum að við værum eign ríkisins.“Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra.vísir/eyþórFundinum lauk um klukkan fjögur en skilaði engri niðurstöðu. Boðað hefur verið til næsta fundar þann 16. maí. „Það var samtal, þeir buðu okkur ekki neitt, það var ekkert sett fram en við áttum samtal sem að svo sem hefur átt sér stað líka á síðasta fundi og er svona skref í rétta átt,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp og mun láta af störfum ef ekki tekst að semja. Katrín kveðst óttast það verulega að fleiri bætist í hópinn. „Þetta er hræðileg staða og hræðileg þróun, þannig að það er gríðarlegur þrýstingur á að það fari að koma lausn í þessu máli af því bara eins og hefur alltaf verið þá er alltaf stór hluti sem að skilar sér ekki aftur inn í stéttina og stéttin er það lítil að við höfum ekki bolmagn til að bera það,“ segir Katrín.Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnPáll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, lýsir einnig yfir miklum áhyggjum vegna þessa. „Því miður, þetta er eins og slys sem að maður horfir á í hægri sýningu, vegna þess að maður veit það að það er ákveðinn hópur sem er að hætta eftir tvo mánuði, eftir þrjá mánuði og svo framvegis, þannig að við höfum ráðrúm til að undirbúa okkur. Það verður samt að segja að það er ekkert hægt að undirbúa það að jafn mikilvæg fagstétt hverfi að verulegu leiti úr starfi, þannig að við viljum ekki hugsa þá hugsun til enda og ég geri nú ráð fyrir að deiluaðilar muni ná sáttum sem fyrst. Ég hvet þá til þess,“ segir Páll.Stjórnendur Facebook-hópsins Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum mættu færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans í dag.Mættu með bakkelsi á vaktina Þá mættu stjórnendur Facebook-hópsins „Mæður & feður standa með ljósmæðrum” færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans í dag með kökur og brauðmeti til ljósmæðra. Sætar syndir og Brauð & co lögðu til bakkelsið að sögn Írisar Tönju Í. Flygenring, eins forsprakka hópsins, en yfir 18 þúsund manns eru skráðir í hópinn á Facebook. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið í dag skilaði engri niðurstöðu. Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. Níundi samningafundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Samninganefnd ljósmæðra var vel fagnað þegar hún mætti til fundarins en hópur fólks tók á móti samningsaðilum þegar þeir mættu í karphúsið. Sjálfar mættu ljósmæður í bolum með áletruninni „Eign ríkisins.“ „Við fengum alveg skýrt orð um það í bréfi frá fjármálaráðherra um að við ættum að hlýða og vinna þegar við vorum að tala um að vinna ekki yfirvinnu,“ segir Guðrún Guðlaugsdóttir ljósmóðir. „Það var sagt eiginlega næstum því berum orðum að við værum eign ríkisins.“Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra.vísir/eyþórFundinum lauk um klukkan fjögur en skilaði engri niðurstöðu. Boðað hefur verið til næsta fundar þann 16. maí. „Það var samtal, þeir buðu okkur ekki neitt, það var ekkert sett fram en við áttum samtal sem að svo sem hefur átt sér stað líka á síðasta fundi og er svona skref í rétta átt,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp og mun láta af störfum ef ekki tekst að semja. Katrín kveðst óttast það verulega að fleiri bætist í hópinn. „Þetta er hræðileg staða og hræðileg þróun, þannig að það er gríðarlegur þrýstingur á að það fari að koma lausn í þessu máli af því bara eins og hefur alltaf verið þá er alltaf stór hluti sem að skilar sér ekki aftur inn í stéttina og stéttin er það lítil að við höfum ekki bolmagn til að bera það,“ segir Katrín.Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnPáll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, lýsir einnig yfir miklum áhyggjum vegna þessa. „Því miður, þetta er eins og slys sem að maður horfir á í hægri sýningu, vegna þess að maður veit það að það er ákveðinn hópur sem er að hætta eftir tvo mánuði, eftir þrjá mánuði og svo framvegis, þannig að við höfum ráðrúm til að undirbúa okkur. Það verður samt að segja að það er ekkert hægt að undirbúa það að jafn mikilvæg fagstétt hverfi að verulegu leiti úr starfi, þannig að við viljum ekki hugsa þá hugsun til enda og ég geri nú ráð fyrir að deiluaðilar muni ná sáttum sem fyrst. Ég hvet þá til þess,“ segir Páll.Stjórnendur Facebook-hópsins Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum mættu færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans í dag.Mættu með bakkelsi á vaktina Þá mættu stjórnendur Facebook-hópsins „Mæður & feður standa með ljósmæðrum” færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans í dag með kökur og brauðmeti til ljósmæðra. Sætar syndir og Brauð & co lögðu til bakkelsið að sögn Írisar Tönju Í. Flygenring, eins forsprakka hópsins, en yfir 18 þúsund manns eru skráðir í hópinn á Facebook.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent