Bæjarfulltrúar í Borgarbyggð vilja efla grunnþjónustuna til að laða að fleiri íbúa Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. maí 2018 20:33 Bæjarfulltrúar í Borgarbyggð búast við hraðri íbúafjölgun næstu árin og vilja efla grunnþjónustuna til að laða að fleiri í sveitarfélagið. Fjölskylduvænni bær og fjölbreyttara atvinnulíf eru meðal stefnumála fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ríflega 3700 manns býr í Borgarbyggð og þar af helmingur í Borgarnesi. Síðustu ár hefur verið tveggja prósenta fjölgun íbúa í Borgarnesi, sem er talsvert hægari fjölgun en til dæmis á Akranesi. „Auðvitað viljum við fá fleira fólk, það liggur í hlutarins eðli. Við erum aðeins seinni á bylgjunni en á Skaga því við erum aðeins lengra frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Borgarbyggð eru allir sammála um að grunnþjónustan í Borgarnesi geti tekið við fleiri íbúum. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa verið í meirihluta síðustu ár og reikna með mikilli fjölgun íbúa næstu ár.En hvernig? „Það er nú fyrst og fremst með því að lyfta upp því flotta umhverfi sem er hér í Borgarbyggð. Koma skilaboðum til skila til þeirra sem við viljum ná til,“ segir Magnús Smári Snorrason, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra. Sjálfstæðismenn vilja bæta þjónustuna til að laða að fólk. „Þar með talið endurskoða gjaldskrár og lækka stórlega leikskólagjöld til að laða að fjölskyldufólk og frítt í íþróttir og sund fyrir eldri borgara sveitarfélagsins,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks. Oddviti Framsóknarflokks vill fjölga leiguíbúðum og efla atvinnulífið. Sama segir oddviti Vinstri grænna sem segir mikla þörf á fjölbreyttum störfum, sérstaklega fyrir háskólamenntaða. „Við viljum auka fjölbreytni í atvinnulífinu hér. Það er hægt að gera það með auknu framboði á lóðum og koma til móts við fyrirtæki svo þau sjái hag sinn í að reka sinn rekstur hér frekar en annars staðar,“ segir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45 Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. 7. maí 2018 20:00 Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. 7. maí 2018 19:17 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Bæjarfulltrúar í Borgarbyggð búast við hraðri íbúafjölgun næstu árin og vilja efla grunnþjónustuna til að laða að fleiri í sveitarfélagið. Fjölskylduvænni bær og fjölbreyttara atvinnulíf eru meðal stefnumála fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ríflega 3700 manns býr í Borgarbyggð og þar af helmingur í Borgarnesi. Síðustu ár hefur verið tveggja prósenta fjölgun íbúa í Borgarnesi, sem er talsvert hægari fjölgun en til dæmis á Akranesi. „Auðvitað viljum við fá fleira fólk, það liggur í hlutarins eðli. Við erum aðeins seinni á bylgjunni en á Skaga því við erum aðeins lengra frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Borgarbyggð eru allir sammála um að grunnþjónustan í Borgarnesi geti tekið við fleiri íbúum. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa verið í meirihluta síðustu ár og reikna með mikilli fjölgun íbúa næstu ár.En hvernig? „Það er nú fyrst og fremst með því að lyfta upp því flotta umhverfi sem er hér í Borgarbyggð. Koma skilaboðum til skila til þeirra sem við viljum ná til,“ segir Magnús Smári Snorrason, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra. Sjálfstæðismenn vilja bæta þjónustuna til að laða að fólk. „Þar með talið endurskoða gjaldskrár og lækka stórlega leikskólagjöld til að laða að fjölskyldufólk og frítt í íþróttir og sund fyrir eldri borgara sveitarfélagsins,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks. Oddviti Framsóknarflokks vill fjölga leiguíbúðum og efla atvinnulífið. Sama segir oddviti Vinstri grænna sem segir mikla þörf á fjölbreyttum störfum, sérstaklega fyrir háskólamenntaða. „Við viljum auka fjölbreytni í atvinnulífinu hér. Það er hægt að gera það með auknu framboði á lóðum og koma til móts við fyrirtæki svo þau sjái hag sinn í að reka sinn rekstur hér frekar en annars staðar,“ segir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45 Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. 7. maí 2018 20:00 Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. 7. maí 2018 19:17 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45
Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. 7. maí 2018 20:00
Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. 7. maí 2018 19:17