Í góðri trú Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. maí 2018 10:00 Blaðamenn búa að djúpum reynslubrunni fyrri kynslóða. Þeir sækja í þessa auðlind í öllum sínum störfum. Þeir eru traustsins verðir aðeins vegna þeirra verka sem forverar þeirra hafa unnið. En þessi erfðagjöf er brotgjörn. Minnsta hnjask skilur eftir sig ör. Samkomulag stjórnenda Ríkisútvarpsins og Guðmundar Spartakusar vegur að þessari sameiginlegu uppsprettu. RÚV samdi og greiddi Guðmundi tvær og hálfa milljón í miskabætur og málskostnað utan réttar. Upphæðin er í sjálfur sér ekki það sem skiptir máli hér. Samkvæmt samkomulaginu þurfti RÚV ekki að biðjast afsökunar og ekki að leiðrétta fréttaflutning sem leiddi til ófjárhagslegs tjóns Guðmundar, þó svo að útvarpsstjóri segði á síðum Fréttablaðsins í síðustu viku að fréttaflutningur hefði „að einhverju marki verið leiðréttur“. RÚV og Guðmundur sammæltust um að halda trúnaði um samkomulagið. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um það af hverju ákveðið hafi verið að semja við Guðmund vísar útvarpsstjóri til niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í júlí í fyrra þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrrverandi fréttamanns RÚV sem dómstóllinn sagði ekki hafa flutt fregnir í góðri trú. Þannig taldi útvarpsstjóri að „umtalsverðar líkur stæðu til þess að tilteknar kröfur stefnanda málsins [Guðmundar] næðu fram að ganga“. Þó svo að stjórnendur RÚV hafi vafalaust talið sig hafa haft góð rök máli sínu til stuðnings, þá eru þetta hörmuleg skilaboð til þeirra blaðamanna sem þar starfa, og í raun til allra þeirra einstaklinga hér á landi sem gera blaðamennsku að ævistarfi sínu og flytja fréttir í góðri trú. Þessi skilaboð, og þau ákvæði í 25. kafla almennra hegningarlaga sem eru til grundvallar, fela í sér hættuleg kælingaráhrif á tjáningarfrelsi blaðamanna hér á landi. Áhrif sem valda ótta eða kvíða meðal blaðamanna sem síðan leiða til sjálfsritskoðunar og þar með rýrri umræðu á opinberum vettvangi. Með samkomulaginu hefur RÚV blásið þeim eldmóð í brjóst sem komast upp með að hóta blaðamönnum, vega að starfsheiðri þeirra og þeim sem dreifa ósannindum. Oft er þetta einn og sami hópurinn. Stjórnendur RÚV vilja vernda sína blaðamenn, en samkomulag sem þetta er einmitt til þess fallið að gera starf þeirra sem flytja fréttir í góðri trú erfiðara og hættulegra. Í því felst köld kveðja til allra blaðamanna. Hafi markmiðið verið það að komast hjá því að biðjast afsökunar, eða leiðrétta fréttaflutning, þá er það vanvirða við stéttina af allt öðrum toga enda er það ekkert annað en heilbrigð skynsemi að fagna mistökum sínum, leiðrétta þau og læra af, en ekki fela þau undir trúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Af hverju kílómetragjald? Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Blaðamenn búa að djúpum reynslubrunni fyrri kynslóða. Þeir sækja í þessa auðlind í öllum sínum störfum. Þeir eru traustsins verðir aðeins vegna þeirra verka sem forverar þeirra hafa unnið. En þessi erfðagjöf er brotgjörn. Minnsta hnjask skilur eftir sig ör. Samkomulag stjórnenda Ríkisútvarpsins og Guðmundar Spartakusar vegur að þessari sameiginlegu uppsprettu. RÚV samdi og greiddi Guðmundi tvær og hálfa milljón í miskabætur og málskostnað utan réttar. Upphæðin er í sjálfur sér ekki það sem skiptir máli hér. Samkvæmt samkomulaginu þurfti RÚV ekki að biðjast afsökunar og ekki að leiðrétta fréttaflutning sem leiddi til ófjárhagslegs tjóns Guðmundar, þó svo að útvarpsstjóri segði á síðum Fréttablaðsins í síðustu viku að fréttaflutningur hefði „að einhverju marki verið leiðréttur“. RÚV og Guðmundur sammæltust um að halda trúnaði um samkomulagið. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um það af hverju ákveðið hafi verið að semja við Guðmund vísar útvarpsstjóri til niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í júlí í fyrra þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrrverandi fréttamanns RÚV sem dómstóllinn sagði ekki hafa flutt fregnir í góðri trú. Þannig taldi útvarpsstjóri að „umtalsverðar líkur stæðu til þess að tilteknar kröfur stefnanda málsins [Guðmundar] næðu fram að ganga“. Þó svo að stjórnendur RÚV hafi vafalaust talið sig hafa haft góð rök máli sínu til stuðnings, þá eru þetta hörmuleg skilaboð til þeirra blaðamanna sem þar starfa, og í raun til allra þeirra einstaklinga hér á landi sem gera blaðamennsku að ævistarfi sínu og flytja fréttir í góðri trú. Þessi skilaboð, og þau ákvæði í 25. kafla almennra hegningarlaga sem eru til grundvallar, fela í sér hættuleg kælingaráhrif á tjáningarfrelsi blaðamanna hér á landi. Áhrif sem valda ótta eða kvíða meðal blaðamanna sem síðan leiða til sjálfsritskoðunar og þar með rýrri umræðu á opinberum vettvangi. Með samkomulaginu hefur RÚV blásið þeim eldmóð í brjóst sem komast upp með að hóta blaðamönnum, vega að starfsheiðri þeirra og þeim sem dreifa ósannindum. Oft er þetta einn og sami hópurinn. Stjórnendur RÚV vilja vernda sína blaðamenn, en samkomulag sem þetta er einmitt til þess fallið að gera starf þeirra sem flytja fréttir í góðri trú erfiðara og hættulegra. Í því felst köld kveðja til allra blaðamanna. Hafi markmiðið verið það að komast hjá því að biðjast afsökunar, eða leiðrétta fréttaflutning, þá er það vanvirða við stéttina af allt öðrum toga enda er það ekkert annað en heilbrigð skynsemi að fagna mistökum sínum, leiðrétta þau og læra af, en ekki fela þau undir trúnaði.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun