Í góðri trú Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. maí 2018 10:00 Blaðamenn búa að djúpum reynslubrunni fyrri kynslóða. Þeir sækja í þessa auðlind í öllum sínum störfum. Þeir eru traustsins verðir aðeins vegna þeirra verka sem forverar þeirra hafa unnið. En þessi erfðagjöf er brotgjörn. Minnsta hnjask skilur eftir sig ör. Samkomulag stjórnenda Ríkisútvarpsins og Guðmundar Spartakusar vegur að þessari sameiginlegu uppsprettu. RÚV samdi og greiddi Guðmundi tvær og hálfa milljón í miskabætur og málskostnað utan réttar. Upphæðin er í sjálfur sér ekki það sem skiptir máli hér. Samkvæmt samkomulaginu þurfti RÚV ekki að biðjast afsökunar og ekki að leiðrétta fréttaflutning sem leiddi til ófjárhagslegs tjóns Guðmundar, þó svo að útvarpsstjóri segði á síðum Fréttablaðsins í síðustu viku að fréttaflutningur hefði „að einhverju marki verið leiðréttur“. RÚV og Guðmundur sammæltust um að halda trúnaði um samkomulagið. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um það af hverju ákveðið hafi verið að semja við Guðmund vísar útvarpsstjóri til niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í júlí í fyrra þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrrverandi fréttamanns RÚV sem dómstóllinn sagði ekki hafa flutt fregnir í góðri trú. Þannig taldi útvarpsstjóri að „umtalsverðar líkur stæðu til þess að tilteknar kröfur stefnanda málsins [Guðmundar] næðu fram að ganga“. Þó svo að stjórnendur RÚV hafi vafalaust talið sig hafa haft góð rök máli sínu til stuðnings, þá eru þetta hörmuleg skilaboð til þeirra blaðamanna sem þar starfa, og í raun til allra þeirra einstaklinga hér á landi sem gera blaðamennsku að ævistarfi sínu og flytja fréttir í góðri trú. Þessi skilaboð, og þau ákvæði í 25. kafla almennra hegningarlaga sem eru til grundvallar, fela í sér hættuleg kælingaráhrif á tjáningarfrelsi blaðamanna hér á landi. Áhrif sem valda ótta eða kvíða meðal blaðamanna sem síðan leiða til sjálfsritskoðunar og þar með rýrri umræðu á opinberum vettvangi. Með samkomulaginu hefur RÚV blásið þeim eldmóð í brjóst sem komast upp með að hóta blaðamönnum, vega að starfsheiðri þeirra og þeim sem dreifa ósannindum. Oft er þetta einn og sami hópurinn. Stjórnendur RÚV vilja vernda sína blaðamenn, en samkomulag sem þetta er einmitt til þess fallið að gera starf þeirra sem flytja fréttir í góðri trú erfiðara og hættulegra. Í því felst köld kveðja til allra blaðamanna. Hafi markmiðið verið það að komast hjá því að biðjast afsökunar, eða leiðrétta fréttaflutning, þá er það vanvirða við stéttina af allt öðrum toga enda er það ekkert annað en heilbrigð skynsemi að fagna mistökum sínum, leiðrétta þau og læra af, en ekki fela þau undir trúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Blaðamenn búa að djúpum reynslubrunni fyrri kynslóða. Þeir sækja í þessa auðlind í öllum sínum störfum. Þeir eru traustsins verðir aðeins vegna þeirra verka sem forverar þeirra hafa unnið. En þessi erfðagjöf er brotgjörn. Minnsta hnjask skilur eftir sig ör. Samkomulag stjórnenda Ríkisútvarpsins og Guðmundar Spartakusar vegur að þessari sameiginlegu uppsprettu. RÚV samdi og greiddi Guðmundi tvær og hálfa milljón í miskabætur og málskostnað utan réttar. Upphæðin er í sjálfur sér ekki það sem skiptir máli hér. Samkvæmt samkomulaginu þurfti RÚV ekki að biðjast afsökunar og ekki að leiðrétta fréttaflutning sem leiddi til ófjárhagslegs tjóns Guðmundar, þó svo að útvarpsstjóri segði á síðum Fréttablaðsins í síðustu viku að fréttaflutningur hefði „að einhverju marki verið leiðréttur“. RÚV og Guðmundur sammæltust um að halda trúnaði um samkomulagið. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um það af hverju ákveðið hafi verið að semja við Guðmund vísar útvarpsstjóri til niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í júlí í fyrra þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrrverandi fréttamanns RÚV sem dómstóllinn sagði ekki hafa flutt fregnir í góðri trú. Þannig taldi útvarpsstjóri að „umtalsverðar líkur stæðu til þess að tilteknar kröfur stefnanda málsins [Guðmundar] næðu fram að ganga“. Þó svo að stjórnendur RÚV hafi vafalaust talið sig hafa haft góð rök máli sínu til stuðnings, þá eru þetta hörmuleg skilaboð til þeirra blaðamanna sem þar starfa, og í raun til allra þeirra einstaklinga hér á landi sem gera blaðamennsku að ævistarfi sínu og flytja fréttir í góðri trú. Þessi skilaboð, og þau ákvæði í 25. kafla almennra hegningarlaga sem eru til grundvallar, fela í sér hættuleg kælingaráhrif á tjáningarfrelsi blaðamanna hér á landi. Áhrif sem valda ótta eða kvíða meðal blaðamanna sem síðan leiða til sjálfsritskoðunar og þar með rýrri umræðu á opinberum vettvangi. Með samkomulaginu hefur RÚV blásið þeim eldmóð í brjóst sem komast upp með að hóta blaðamönnum, vega að starfsheiðri þeirra og þeim sem dreifa ósannindum. Oft er þetta einn og sami hópurinn. Stjórnendur RÚV vilja vernda sína blaðamenn, en samkomulag sem þetta er einmitt til þess fallið að gera starf þeirra sem flytja fréttir í góðri trú erfiðara og hættulegra. Í því felst köld kveðja til allra blaðamanna. Hafi markmiðið verið það að komast hjá því að biðjast afsökunar, eða leiðrétta fréttaflutning, þá er það vanvirða við stéttina af allt öðrum toga enda er það ekkert annað en heilbrigð skynsemi að fagna mistökum sínum, leiðrétta þau og læra af, en ekki fela þau undir trúnaði.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun