Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2018 16:05 Svanhildur hefur farið fram á launalækkun en hún segir frið um Hörpu ofar öllu. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebook-síðu sinni, hún hafi farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. „Kjaramál mín hafa truflað mjög mikilvægt verkefni sem nú er í vinnslu er varðar rekstur hússins. Friður um Hörpu er ofar öllu.“Mikil óánægja með hvernig haldið hefur verið á málum Ekki er það ofmælt en mikill styr hefur staðið um kjaramál innan Hörpu eins og fram hefur komið í dag. 17 þjónustufulltrúar hafa sagt upp störfum en í yfirlýsingu sem Svanhildur sendir í dag fyrir hönd Hörpu var þeim óskað velfarnaðar. Uppsagnir þeirra eru í meginatriðum vegna þess að þeim var gert að taka á sig kjaraskerðingu vegna erfiðs rekstrar Hörpu meðan forstjórinn sjálfur fékk launahækkun. Stjórnendur VR stéttarfélags ákváðu í kjölfarið að hætta viðskiptum við Hörpu vegna frétta af launahækkun forstjóra hússins og launalækkunum þjónustufulltrúa í húsinu. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal þeirra sem hefur tilkynnt að hann ætli að sniðganga Hörpu vegna málsins sem og tónlistarmaðurinn Ellen Kristjánsdóttir.Laun forstjórans hafa hækkað Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður hefur farið rækilega í kjaramál Svanhildar og hann segir það fyrirliggjandi að forstjórinn hafi þegið ágætar launahækkanir, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. „Hún tekur síðan formlega við starfinu eftir að kjararáðsúrskurðurinn lá fyrir og þáði því í byrjun aldrei laun samkvæmt upprunalega ráðningarsamningnum, enda hefði það ekki verið löglegt. Þar var ekki um að ræða fórnfýsi forstjórans. Hún fékk greitt samkvæmt ákvörðun kjararáðs í tvo mánuði, þar til lagabreytingin um kjararáð tók gildi og þá, í fyrsta skipti síðan hún tók við, hækkuðu laun hennar í raun og voru þá orðin 1.567 þúsund krónur á mánuði. 20,5 prósentum hærri en forveri hennar í starfi fékk. 20,5 prósentum hærri en kjararáð hafði ákvarðað hæfilegt til handa forstjóra Hörpu nokkrum mánuðum áður.“ Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebook-síðu sinni, hún hafi farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. „Kjaramál mín hafa truflað mjög mikilvægt verkefni sem nú er í vinnslu er varðar rekstur hússins. Friður um Hörpu er ofar öllu.“Mikil óánægja með hvernig haldið hefur verið á málum Ekki er það ofmælt en mikill styr hefur staðið um kjaramál innan Hörpu eins og fram hefur komið í dag. 17 þjónustufulltrúar hafa sagt upp störfum en í yfirlýsingu sem Svanhildur sendir í dag fyrir hönd Hörpu var þeim óskað velfarnaðar. Uppsagnir þeirra eru í meginatriðum vegna þess að þeim var gert að taka á sig kjaraskerðingu vegna erfiðs rekstrar Hörpu meðan forstjórinn sjálfur fékk launahækkun. Stjórnendur VR stéttarfélags ákváðu í kjölfarið að hætta viðskiptum við Hörpu vegna frétta af launahækkun forstjóra hússins og launalækkunum þjónustufulltrúa í húsinu. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal þeirra sem hefur tilkynnt að hann ætli að sniðganga Hörpu vegna málsins sem og tónlistarmaðurinn Ellen Kristjánsdóttir.Laun forstjórans hafa hækkað Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður hefur farið rækilega í kjaramál Svanhildar og hann segir það fyrirliggjandi að forstjórinn hafi þegið ágætar launahækkanir, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. „Hún tekur síðan formlega við starfinu eftir að kjararáðsúrskurðurinn lá fyrir og þáði því í byrjun aldrei laun samkvæmt upprunalega ráðningarsamningnum, enda hefði það ekki verið löglegt. Þar var ekki um að ræða fórnfýsi forstjórans. Hún fékk greitt samkvæmt ákvörðun kjararáðs í tvo mánuði, þar til lagabreytingin um kjararáð tók gildi og þá, í fyrsta skipti síðan hún tók við, hækkuðu laun hennar í raun og voru þá orðin 1.567 þúsund krónur á mánuði. 20,5 prósentum hærri en forveri hennar í starfi fékk. 20,5 prósentum hærri en kjararáð hafði ákvarðað hæfilegt til handa forstjóra Hörpu nokkrum mánuðum áður.“
Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36