Önnur hitabylgja skellur á norðurpólnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 16:55 Frá Tjúktahafi við strendur Alaska í júlímánuði. Útbreiðsla hafíssins þar nú er sú minnsta sem mælst hefur í maí Vísir/AFP Hitinn sem mælst hefur á norðurskautinu undanfarna daga er líklega sá mesti á þessum árstíma frá því að mælingar hófust upp úr miðri síðustu öld. Á norðurpólnum sjálfum hefur hitinn náð frostmarki sem er um 17-19°C hlýrra en í venjulegu árferði. Óvanaleg hlýindi hafa gengið yfir norðurskautið fjóra af síðustu fimm vetrum. Stór hluti norðurskautsins norðan 80. Breiddargráðu er nú sagður óvenjuhlýr, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Hitinn þar er nú um 10°C en vanalega væri hann nær -16°C. Það eru mestu hlýindi sem mælst hafa á svæðinu frá 1958. Hafísinn hefur hopað hratt í hlýindunum. Við Svalbarða hefur hann skroppið saman um 82.000 ferkílómetra. Útbreiðsla hans er nú sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust þar. Í Berings- og Tjúktahafi hefur hafísinni aldrei þakið minna svæði á þessum árstíma.Sea ice extent in the Bering-Chukchi Sea region remains a record low for the date. The previous record was 2017. Each other thin line represents one year from 1979 [purple] to 2016 [white]. pic.twitter.com/0B2ffJMZ44— Zack Labe (@ZLabe) May 6, 2018 Líkt og í vetur þegar heitt loft streymdi norður á heimskautið en kalt loft þaðan suður í Evrópu og Síberíu hefur svalt heimskautaloftið leitað suður á bóginn til Grænlands. Þar hefur kuldinn efst á jöklinum nálgast met í maímánuði. Kuldinn hefur farið niður í -44°C. Árekstrar hlýs og kalds lofts við Grænland hefur valdið lægðagangi þar að undanförnu. Hitabylgjan á norðurslóðum í vetur var rakin til röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins sem heldur alla jafna köldu heimskautaloftinu á sínum stað. Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að hnattræn hlýnun af völdum manna gæti veikt veðurkerfið. Það myndi gera sveiflur sem þessar líklegri þar sem hlýtt loft að sunnan ætti greiðari leið að norðurskautinu en kalt loft gæti að sama skapi þá skriðið suður og kælt meginlöndin þar. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Hitinn sem mælst hefur á norðurskautinu undanfarna daga er líklega sá mesti á þessum árstíma frá því að mælingar hófust upp úr miðri síðustu öld. Á norðurpólnum sjálfum hefur hitinn náð frostmarki sem er um 17-19°C hlýrra en í venjulegu árferði. Óvanaleg hlýindi hafa gengið yfir norðurskautið fjóra af síðustu fimm vetrum. Stór hluti norðurskautsins norðan 80. Breiddargráðu er nú sagður óvenjuhlýr, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Hitinn þar er nú um 10°C en vanalega væri hann nær -16°C. Það eru mestu hlýindi sem mælst hafa á svæðinu frá 1958. Hafísinn hefur hopað hratt í hlýindunum. Við Svalbarða hefur hann skroppið saman um 82.000 ferkílómetra. Útbreiðsla hans er nú sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust þar. Í Berings- og Tjúktahafi hefur hafísinni aldrei þakið minna svæði á þessum árstíma.Sea ice extent in the Bering-Chukchi Sea region remains a record low for the date. The previous record was 2017. Each other thin line represents one year from 1979 [purple] to 2016 [white]. pic.twitter.com/0B2ffJMZ44— Zack Labe (@ZLabe) May 6, 2018 Líkt og í vetur þegar heitt loft streymdi norður á heimskautið en kalt loft þaðan suður í Evrópu og Síberíu hefur svalt heimskautaloftið leitað suður á bóginn til Grænlands. Þar hefur kuldinn efst á jöklinum nálgast met í maímánuði. Kuldinn hefur farið niður í -44°C. Árekstrar hlýs og kalds lofts við Grænland hefur valdið lægðagangi þar að undanförnu. Hitabylgjan á norðurslóðum í vetur var rakin til röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins sem heldur alla jafna köldu heimskautaloftinu á sínum stað. Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að hnattræn hlýnun af völdum manna gæti veikt veðurkerfið. Það myndi gera sveiflur sem þessar líklegri þar sem hlýtt loft að sunnan ætti greiðari leið að norðurskautinu en kalt loft gæti að sama skapi þá skriðið suður og kælt meginlöndin þar.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55