Eyþór segir árar ekki verða lagðar í bát þótt móti blási Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2018 20:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Margir séu óákveðnir og því geti staðan breyst mikið fram að kosningum. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent, fengi sex borgarfulltrúa og Vinstri græn eru í þriðja sæti með 11 prósenta fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi, Píratar 7,5 og Miðflokkurinn rúm sjö prósent og fengju þessir þrír síðast nefndu allir tvo borgarfulltrúa hver flokkur.Svona tölur; þýða þær að menn leggi árar í bát? „Þvert á móti. Nú þurfa allir að leggjast á eitt. Við þurfum að gera betur og við munum gera betur. Það vekur athygli hvað fáir taka afstöðu til spurningarinnar. En af þeim sem taka afstöðu er innan við helmingur sem styður borgarstjórnarflokkana. þannig að ég held að það sé mikið tækifæri framundan,“ segir Eyþór. Það sé mikill munur á fylgi flokka á milli kannanna. „Þannig að það er mikið flökt og greinilegt að menn eru ekki tilbúnir að gefa meirihluta stuðning á bakvið borgarstjórnarflokkana,“ segir Eyþór. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir síðustu kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú, þótt Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar næðu samkvæmt könnun Fréttablaðsins 13 borgarfulltrúum af tuttugu og þremur. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ sagði Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur getur hugsað sér að myndaður verði rúmur meirihluti „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með.“ 8. maí 2018 13:20 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Margir séu óákveðnir og því geti staðan breyst mikið fram að kosningum. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent, fengi sex borgarfulltrúa og Vinstri græn eru í þriðja sæti með 11 prósenta fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi, Píratar 7,5 og Miðflokkurinn rúm sjö prósent og fengju þessir þrír síðast nefndu allir tvo borgarfulltrúa hver flokkur.Svona tölur; þýða þær að menn leggi árar í bát? „Þvert á móti. Nú þurfa allir að leggjast á eitt. Við þurfum að gera betur og við munum gera betur. Það vekur athygli hvað fáir taka afstöðu til spurningarinnar. En af þeim sem taka afstöðu er innan við helmingur sem styður borgarstjórnarflokkana. þannig að ég held að það sé mikið tækifæri framundan,“ segir Eyþór. Það sé mikill munur á fylgi flokka á milli kannanna. „Þannig að það er mikið flökt og greinilegt að menn eru ekki tilbúnir að gefa meirihluta stuðning á bakvið borgarstjórnarflokkana,“ segir Eyþór. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir síðustu kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú, þótt Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar næðu samkvæmt könnun Fréttablaðsins 13 borgarfulltrúum af tuttugu og þremur. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ sagði Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur getur hugsað sér að myndaður verði rúmur meirihluti „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með.“ 8. maí 2018 13:20 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dagur getur hugsað sér að myndaður verði rúmur meirihluti „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með.“ 8. maí 2018 13:20
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30