ÍBV heimsótti FH í fyrsta leik dagsins í Pepsi-deild kvenna en um var að ræða fyrsta leik Eyjakvenna í sumar á meðan FH var að leika sinn annan leik en FH tapaði gegn nýliðum HK/Víkings í fyrstu umferð.
Leikurinn var aðeins tveggja mínútna gamall þegar Chloe Lacasse kom gestunum yfir á Kaplakrikavelli í kvöld. Kristín Erna Sigurlásdóttir tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega hálftíma leik og staðan í leikhléi 0-2.
Eyjakonur gerðu svo út um leikinn skömmu fyrir leikslok þegar Guðný Árnadóttir, miðvörður FH, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Marjani Hing-Glover klóraði í bakkann fyrir heimakonur áður en yfir lauk og lokatölur því 1-3, ÍBV í vil.
FH er því enn án stiga eftir tvo leiki á meðan Eyjakonur byrja mótið á sigri.
Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net
Eyjakonur gerðu góða ferð í Kaplakrika
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið








Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn

Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti
