Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Bragi Guðbrandsson kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis á miðvikudag. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að leita til Umboðsmanns Alþingis og leggja fram þá ósk að embættið taki til meðferðar alla embættisfærslu sína hjá Barnaverndarstofu sem varðar þau mál sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum upp á síðkastið.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi sendi fjölmiðlum síðdegis í gær. Í dag fer fram opinn fundur velferðarnefndar Alþingis þar sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar og þingmaður Pírata, segir fundinn snúa að ábyrgð ráðherra í þessu máli sem og upplýsingaskyldu hans gagnvart nefndinni og Alþingi. Nefndin óskaði eftir gögnum úr ráðuneytinu í mars er vörðuðu embættisfærslur Braga. Þau gögn bárust ekki fyrr en í síðustu viku. Bragi mun koma fyrir velferðarnefnd á miðvikudag. Um helgina sendi hann nefndinni bréf og óskaði eftir fundi við fyrsta tækifæri. Hann taldi sig geta varpað nýju ljósi á málið sem mundi kollvarpa þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar.Mun íhuga framboð sitt eftir álit umboðsmanns Aðspurður segist Bragi þurfa að hugsa sig um hvort þau gögn sem um ræðir verði lögð fram á fundi hans með velferðarnefnd. „Nú hefur málið tekið þennan snúning svo ég á eftir að leggja mat á það. Það ræðst líka af því hvort fundurinn sé opinn eða lokaður. Ég get ekki lagt fram gögn sem eru trúnaðarmál ef hann er opinn,“ segir Bragi og bætir því við að ákvörðun Umboðsmanns um aðkomu að málinu skipti líka máli. Bragi segir Umboðsmann Alþingis vera embætti sem njóti mikils trausts og að hann hafi í langan tíma hugsað um að leita eftir meðferð þess á málinu. Niðurstaða Umboðsmanns skiptir Braga sköpum varðandi framboð hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Það gefur augaleið að ég mun skoða framboð mitt í ljósi niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Leiði sú niðurstaða í ljós að ég hafi brotið af mér í starfi mun ég axla ábyrgð í samræmi við það,“ segir Bragi um framboðið í niðurlagi yfirlýsingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að leita til Umboðsmanns Alþingis og leggja fram þá ósk að embættið taki til meðferðar alla embættisfærslu sína hjá Barnaverndarstofu sem varðar þau mál sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum upp á síðkastið.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi sendi fjölmiðlum síðdegis í gær. Í dag fer fram opinn fundur velferðarnefndar Alþingis þar sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar og þingmaður Pírata, segir fundinn snúa að ábyrgð ráðherra í þessu máli sem og upplýsingaskyldu hans gagnvart nefndinni og Alþingi. Nefndin óskaði eftir gögnum úr ráðuneytinu í mars er vörðuðu embættisfærslur Braga. Þau gögn bárust ekki fyrr en í síðustu viku. Bragi mun koma fyrir velferðarnefnd á miðvikudag. Um helgina sendi hann nefndinni bréf og óskaði eftir fundi við fyrsta tækifæri. Hann taldi sig geta varpað nýju ljósi á málið sem mundi kollvarpa þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar.Mun íhuga framboð sitt eftir álit umboðsmanns Aðspurður segist Bragi þurfa að hugsa sig um hvort þau gögn sem um ræðir verði lögð fram á fundi hans með velferðarnefnd. „Nú hefur málið tekið þennan snúning svo ég á eftir að leggja mat á það. Það ræðst líka af því hvort fundurinn sé opinn eða lokaður. Ég get ekki lagt fram gögn sem eru trúnaðarmál ef hann er opinn,“ segir Bragi og bætir því við að ákvörðun Umboðsmanns um aðkomu að málinu skipti líka máli. Bragi segir Umboðsmann Alþingis vera embætti sem njóti mikils trausts og að hann hafi í langan tíma hugsað um að leita eftir meðferð þess á málinu. Niðurstaða Umboðsmanns skiptir Braga sköpum varðandi framboð hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Það gefur augaleið að ég mun skoða framboð mitt í ljósi niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Leiði sú niðurstaða í ljós að ég hafi brotið af mér í starfi mun ég axla ábyrgð í samræmi við það,“ segir Bragi um framboðið í niðurlagi yfirlýsingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54