Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Bragi Guðbrandsson kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis á miðvikudag. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að leita til Umboðsmanns Alþingis og leggja fram þá ósk að embættið taki til meðferðar alla embættisfærslu sína hjá Barnaverndarstofu sem varðar þau mál sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum upp á síðkastið.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi sendi fjölmiðlum síðdegis í gær. Í dag fer fram opinn fundur velferðarnefndar Alþingis þar sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar og þingmaður Pírata, segir fundinn snúa að ábyrgð ráðherra í þessu máli sem og upplýsingaskyldu hans gagnvart nefndinni og Alþingi. Nefndin óskaði eftir gögnum úr ráðuneytinu í mars er vörðuðu embættisfærslur Braga. Þau gögn bárust ekki fyrr en í síðustu viku. Bragi mun koma fyrir velferðarnefnd á miðvikudag. Um helgina sendi hann nefndinni bréf og óskaði eftir fundi við fyrsta tækifæri. Hann taldi sig geta varpað nýju ljósi á málið sem mundi kollvarpa þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar.Mun íhuga framboð sitt eftir álit umboðsmanns Aðspurður segist Bragi þurfa að hugsa sig um hvort þau gögn sem um ræðir verði lögð fram á fundi hans með velferðarnefnd. „Nú hefur málið tekið þennan snúning svo ég á eftir að leggja mat á það. Það ræðst líka af því hvort fundurinn sé opinn eða lokaður. Ég get ekki lagt fram gögn sem eru trúnaðarmál ef hann er opinn,“ segir Bragi og bætir því við að ákvörðun Umboðsmanns um aðkomu að málinu skipti líka máli. Bragi segir Umboðsmann Alþingis vera embætti sem njóti mikils trausts og að hann hafi í langan tíma hugsað um að leita eftir meðferð þess á málinu. Niðurstaða Umboðsmanns skiptir Braga sköpum varðandi framboð hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Það gefur augaleið að ég mun skoða framboð mitt í ljósi niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Leiði sú niðurstaða í ljós að ég hafi brotið af mér í starfi mun ég axla ábyrgð í samræmi við það,“ segir Bragi um framboðið í niðurlagi yfirlýsingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að leita til Umboðsmanns Alþingis og leggja fram þá ósk að embættið taki til meðferðar alla embættisfærslu sína hjá Barnaverndarstofu sem varðar þau mál sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum upp á síðkastið.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi sendi fjölmiðlum síðdegis í gær. Í dag fer fram opinn fundur velferðarnefndar Alþingis þar sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar og þingmaður Pírata, segir fundinn snúa að ábyrgð ráðherra í þessu máli sem og upplýsingaskyldu hans gagnvart nefndinni og Alþingi. Nefndin óskaði eftir gögnum úr ráðuneytinu í mars er vörðuðu embættisfærslur Braga. Þau gögn bárust ekki fyrr en í síðustu viku. Bragi mun koma fyrir velferðarnefnd á miðvikudag. Um helgina sendi hann nefndinni bréf og óskaði eftir fundi við fyrsta tækifæri. Hann taldi sig geta varpað nýju ljósi á málið sem mundi kollvarpa þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar.Mun íhuga framboð sitt eftir álit umboðsmanns Aðspurður segist Bragi þurfa að hugsa sig um hvort þau gögn sem um ræðir verði lögð fram á fundi hans með velferðarnefnd. „Nú hefur málið tekið þennan snúning svo ég á eftir að leggja mat á það. Það ræðst líka af því hvort fundurinn sé opinn eða lokaður. Ég get ekki lagt fram gögn sem eru trúnaðarmál ef hann er opinn,“ segir Bragi og bætir því við að ákvörðun Umboðsmanns um aðkomu að málinu skipti líka máli. Bragi segir Umboðsmann Alþingis vera embætti sem njóti mikils trausts og að hann hafi í langan tíma hugsað um að leita eftir meðferð þess á málinu. Niðurstaða Umboðsmanns skiptir Braga sköpum varðandi framboð hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Það gefur augaleið að ég mun skoða framboð mitt í ljósi niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Leiði sú niðurstaða í ljós að ég hafi brotið af mér í starfi mun ég axla ábyrgð í samræmi við það,“ segir Bragi um framboðið í niðurlagi yfirlýsingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54