Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 07:29 Rannsakendurnir telja að bottarnir sem þeir fundu og Corbyn naut góðs af séu aðeins toppur ísjakans þegar kemur að tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar. Vísir/EPA Þúsundir rússneskra botta reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bretlandi í fyrra í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter samkvæmt niðurstöðum rannsóknar breska blaðsins The Sunday Times og Swansea-háskóla. Langflestir þeirra tístu stuðningi við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Af þeim um 6.500 Twitter-reikningum sem rannsóknin leiddi í ljós að svonefndir bottar, gervigreindarforrit sem geta samið og birt færslur sjálfkrafa, stæðu á bak við voru um 80% stofnaðir síðustu vikurnar fyrir þingkosningarnar sem Theresa May, forsætisráðherra, boðaði skyndilega til í fyrra. Bottarnir eru sagðir hafa þóst vera enskar konur. Níu af hverjum tíu tístum þeirra um Corbyn studdu framboð Verkamannaflokksins en átta af hverjum tíu um May og Íhaldsflokkinn voru neikvæð. Íhaldsflokkurinn var áfram stærsti flokkurinn eftir kosningarnar en missti mikið fylgi. May þarf nú að reiða sig á stuðning norður-írskra sambandssinna á breska þinginu til að verja minnihlutastjórn sína.Telja stefnumál sin andstæð stefnu Pútín Rússar reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þeir beittu meðal annars bottum til að dreifa áróðri á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter. Bandaríska leyniþjónustan hefur ályktað að markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Donalds Trump sem hafði á endanum sigur í kosningunum. Verkamannaflokkurinn sagði í yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar nú að stefnumál flokksins um herferð gegn skattaundanskotum, misheppnaðri einkavæðingu og spilltum ólígörkum færu gegn íhaldssamri stefnu bæði May og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Flokkurinn hafi ekki vitað af bottaherferðinni og hafi ekki greitt fyrir þá. Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Þúsundir rússneskra botta reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bretlandi í fyrra í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter samkvæmt niðurstöðum rannsóknar breska blaðsins The Sunday Times og Swansea-háskóla. Langflestir þeirra tístu stuðningi við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Af þeim um 6.500 Twitter-reikningum sem rannsóknin leiddi í ljós að svonefndir bottar, gervigreindarforrit sem geta samið og birt færslur sjálfkrafa, stæðu á bak við voru um 80% stofnaðir síðustu vikurnar fyrir þingkosningarnar sem Theresa May, forsætisráðherra, boðaði skyndilega til í fyrra. Bottarnir eru sagðir hafa þóst vera enskar konur. Níu af hverjum tíu tístum þeirra um Corbyn studdu framboð Verkamannaflokksins en átta af hverjum tíu um May og Íhaldsflokkinn voru neikvæð. Íhaldsflokkurinn var áfram stærsti flokkurinn eftir kosningarnar en missti mikið fylgi. May þarf nú að reiða sig á stuðning norður-írskra sambandssinna á breska þinginu til að verja minnihlutastjórn sína.Telja stefnumál sin andstæð stefnu Pútín Rússar reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þeir beittu meðal annars bottum til að dreifa áróðri á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter. Bandaríska leyniþjónustan hefur ályktað að markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Donalds Trump sem hafði á endanum sigur í kosningunum. Verkamannaflokkurinn sagði í yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar nú að stefnumál flokksins um herferð gegn skattaundanskotum, misheppnaðri einkavæðingu og spilltum ólígörkum færu gegn íhaldssamri stefnu bæði May og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Flokkurinn hafi ekki vitað af bottaherferðinni og hafi ekki greitt fyrir þá.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“