Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 07:29 Rannsakendurnir telja að bottarnir sem þeir fundu og Corbyn naut góðs af séu aðeins toppur ísjakans þegar kemur að tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar. Vísir/EPA Þúsundir rússneskra botta reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bretlandi í fyrra í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter samkvæmt niðurstöðum rannsóknar breska blaðsins The Sunday Times og Swansea-háskóla. Langflestir þeirra tístu stuðningi við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Af þeim um 6.500 Twitter-reikningum sem rannsóknin leiddi í ljós að svonefndir bottar, gervigreindarforrit sem geta samið og birt færslur sjálfkrafa, stæðu á bak við voru um 80% stofnaðir síðustu vikurnar fyrir þingkosningarnar sem Theresa May, forsætisráðherra, boðaði skyndilega til í fyrra. Bottarnir eru sagðir hafa þóst vera enskar konur. Níu af hverjum tíu tístum þeirra um Corbyn studdu framboð Verkamannaflokksins en átta af hverjum tíu um May og Íhaldsflokkinn voru neikvæð. Íhaldsflokkurinn var áfram stærsti flokkurinn eftir kosningarnar en missti mikið fylgi. May þarf nú að reiða sig á stuðning norður-írskra sambandssinna á breska þinginu til að verja minnihlutastjórn sína.Telja stefnumál sin andstæð stefnu Pútín Rússar reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þeir beittu meðal annars bottum til að dreifa áróðri á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter. Bandaríska leyniþjónustan hefur ályktað að markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Donalds Trump sem hafði á endanum sigur í kosningunum. Verkamannaflokkurinn sagði í yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar nú að stefnumál flokksins um herferð gegn skattaundanskotum, misheppnaðri einkavæðingu og spilltum ólígörkum færu gegn íhaldssamri stefnu bæði May og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Flokkurinn hafi ekki vitað af bottaherferðinni og hafi ekki greitt fyrir þá. Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Þúsundir rússneskra botta reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bretlandi í fyrra í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter samkvæmt niðurstöðum rannsóknar breska blaðsins The Sunday Times og Swansea-háskóla. Langflestir þeirra tístu stuðningi við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Af þeim um 6.500 Twitter-reikningum sem rannsóknin leiddi í ljós að svonefndir bottar, gervigreindarforrit sem geta samið og birt færslur sjálfkrafa, stæðu á bak við voru um 80% stofnaðir síðustu vikurnar fyrir þingkosningarnar sem Theresa May, forsætisráðherra, boðaði skyndilega til í fyrra. Bottarnir eru sagðir hafa þóst vera enskar konur. Níu af hverjum tíu tístum þeirra um Corbyn studdu framboð Verkamannaflokksins en átta af hverjum tíu um May og Íhaldsflokkinn voru neikvæð. Íhaldsflokkurinn var áfram stærsti flokkurinn eftir kosningarnar en missti mikið fylgi. May þarf nú að reiða sig á stuðning norður-írskra sambandssinna á breska þinginu til að verja minnihlutastjórn sína.Telja stefnumál sin andstæð stefnu Pútín Rússar reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þeir beittu meðal annars bottum til að dreifa áróðri á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter. Bandaríska leyniþjónustan hefur ályktað að markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Donalds Trump sem hafði á endanum sigur í kosningunum. Verkamannaflokkurinn sagði í yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar nú að stefnumál flokksins um herferð gegn skattaundanskotum, misheppnaðri einkavæðingu og spilltum ólígörkum færu gegn íhaldssamri stefnu bæði May og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Flokkurinn hafi ekki vitað af bottaherferðinni og hafi ekki greitt fyrir þá.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira