Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2018 23:53 Ashley Judd fer í mál við Harvey Weinstein. Kvikmyndaframleiðandinn er sakaður um að hafa beitt yfir áttatíu konur kynferðislegu ofbeldi. Vísir/getty Leikkonan Ashley Judd höfðar mál gegn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, fyrir að hafa komið í veg fyrir að hún fengi kvikmyndahlutverk. Hann hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og komið í veg fyrir framgang hennar í starfi. Harvey á að hafa brugðist illa við þegar Judd hafnaði kynferðislegum umleitunum hans. Hann hafi fundið sig knúinn til þess að hefna sín á Judd. My legal complaint. I am suing for economic remedy due to damage done to my career as a result of sexual harassment. Financial recuperation goes to @TIMESUPNOW @TIMESUPLDF so that American workers who experince sexual harassment & retaliation have help. https://t.co/Nod3fXgVk3— ashley judd (@AshleyJudd) April 30, 2018 Farið á mis við tækifæri vegna WeinsteinÍ einkaviðtali á ABC news segir Judd:„Ég hef farið á mis við tækifæri í starfi. Ég hef tapað peningum. Ég hef misst minn sess, mína virðingu og vald yfir eigin starfsferli. Þetta er bein afleiðing af því að hafa verið kynferðislega áreitt og að hafa hafnað þeirri áreitni.“ Hyggst styrkja Time's Up hreyfinguna Judd segist ætla að láta allt fé sem hún gæti fengið í skaðabætur vegna málsóknarinnar renna til lögfræðiþjónustu Time's Up-sjóðsins. Peter Jackson, leikstjóri, sagði í desember að Weinstein hefði komið að máli við sig og beðið sig um að sniðganga ákveðnar leikkonur þegar kæmi að því að ráða í hlutverk. Ashley Judd var á meðal þeirra sem var á „svörtum lista“ Weinstein. Ashley Judd fer í mál við Harvey Weinstein. Á myndinni ræðir hún við Tarönu Burke, upphafskonu Metoo hreyfingarinnar.Vísir/AFP Sætir lögreglurannsóknWeinstein er 66 ára gamall og um þessar mundir dvelur hann á meðferðarstöð í Arizona. Hann er í meðferð vegna kynlífsfíknar. Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum. Hann sætir nú rannsókn lögreglu í Lundúnum, New York og Los Angeles. Vísir sagði frá því í gær að Weinstein telji að sér verði á endanum fyrirgefið. Hann neitar þó að hafa gerst sekur um kynferðisglæpi. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Leikkonan Ashley Judd höfðar mál gegn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, fyrir að hafa komið í veg fyrir að hún fengi kvikmyndahlutverk. Hann hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og komið í veg fyrir framgang hennar í starfi. Harvey á að hafa brugðist illa við þegar Judd hafnaði kynferðislegum umleitunum hans. Hann hafi fundið sig knúinn til þess að hefna sín á Judd. My legal complaint. I am suing for economic remedy due to damage done to my career as a result of sexual harassment. Financial recuperation goes to @TIMESUPNOW @TIMESUPLDF so that American workers who experince sexual harassment & retaliation have help. https://t.co/Nod3fXgVk3— ashley judd (@AshleyJudd) April 30, 2018 Farið á mis við tækifæri vegna WeinsteinÍ einkaviðtali á ABC news segir Judd:„Ég hef farið á mis við tækifæri í starfi. Ég hef tapað peningum. Ég hef misst minn sess, mína virðingu og vald yfir eigin starfsferli. Þetta er bein afleiðing af því að hafa verið kynferðislega áreitt og að hafa hafnað þeirri áreitni.“ Hyggst styrkja Time's Up hreyfinguna Judd segist ætla að láta allt fé sem hún gæti fengið í skaðabætur vegna málsóknarinnar renna til lögfræðiþjónustu Time's Up-sjóðsins. Peter Jackson, leikstjóri, sagði í desember að Weinstein hefði komið að máli við sig og beðið sig um að sniðganga ákveðnar leikkonur þegar kæmi að því að ráða í hlutverk. Ashley Judd var á meðal þeirra sem var á „svörtum lista“ Weinstein. Ashley Judd fer í mál við Harvey Weinstein. Á myndinni ræðir hún við Tarönu Burke, upphafskonu Metoo hreyfingarinnar.Vísir/AFP Sætir lögreglurannsóknWeinstein er 66 ára gamall og um þessar mundir dvelur hann á meðferðarstöð í Arizona. Hann er í meðferð vegna kynlífsfíknar. Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum. Hann sætir nú rannsókn lögreglu í Lundúnum, New York og Los Angeles. Vísir sagði frá því í gær að Weinstein telji að sér verði á endanum fyrirgefið. Hann neitar þó að hafa gerst sekur um kynferðisglæpi.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40