Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2018 09:40 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum Vísir „Það er ávallt þannig þegar leitað er framlengingar á gæsluvarðhaldi þá heldur hinn fyrri úrskurður gildi sínu þangað til dómari hefur úrskurðað um nýja kröfu. Ég tel að lögin séu algjörlega skýr um þetta og ofan á það bætist að þetta er viðtekin venja og hefur verið alla mína tíð.“ Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um þá afstöðu Sindra Þórs Stefánssonar strokufanga þess efnis að hann hafi verið þvingaður til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann færi ekki úr landi á meðan dómari tæki sér sólarhringsfrest varðandi kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald yfir Sindra Þór rann út á mánudaginn klukkan 16. Lögregla fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald og var Sindri leiddur fyrir dómara í héraðsdómis. Sá ákvað að taka sér umhugsunarfrest varðandi frekara gæsluvarðhald en Sindri hafði þá verið í gæslu í tíu vikur. Lengst af í fangelsinu á Hólmsheiði en síðustu tíu dagana í opnu fangelsi á Sogni. Þaðan strauk hann út um glugga klukkan 01 aðfaranótt þriðjudags og var komin í flugvél Icelandair á leið til Svíþjóðar nokkrum klukkustundum síðar. Ólafur Helgi var til viðtals í Morgunútvarpinu í morgun. Í yfirlýsingu Sindra Þórs sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir hann að unnið sé að því að semja við lögregluna um að hann verði ekki handtekinn erlendis heldur fái að koma til landsins fljótlega. „Ef hann finnst erlendis þá liggur það ljóst fyrir að það er til handtökuskipun á hann og því verður ekki breytt. Það liggur ljóst fyrir að hann yrði fluttur til Íslands. Hvað varðar viðurlög fangelsisins get ég ekkert sagt um en hitt fer til héraðssaksóknara til ákvörðunar.“ Engar viðræður hafi átt sér stað við Sindra. Það komi honum mjög á óvart það sem Sindri haldi fram. Lögregla hafi ekki verið í neinu sambandi við Sindra og engar haldbærar sannanir fyrir því hvar Sindra væri að finna. Grunur væri uppi um að hann væri á Spáni þar sem lögregla telur að samverkamenn hans dvelji. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er ávallt þannig þegar leitað er framlengingar á gæsluvarðhaldi þá heldur hinn fyrri úrskurður gildi sínu þangað til dómari hefur úrskurðað um nýja kröfu. Ég tel að lögin séu algjörlega skýr um þetta og ofan á það bætist að þetta er viðtekin venja og hefur verið alla mína tíð.“ Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um þá afstöðu Sindra Þórs Stefánssonar strokufanga þess efnis að hann hafi verið þvingaður til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann færi ekki úr landi á meðan dómari tæki sér sólarhringsfrest varðandi kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald yfir Sindra Þór rann út á mánudaginn klukkan 16. Lögregla fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald og var Sindri leiddur fyrir dómara í héraðsdómis. Sá ákvað að taka sér umhugsunarfrest varðandi frekara gæsluvarðhald en Sindri hafði þá verið í gæslu í tíu vikur. Lengst af í fangelsinu á Hólmsheiði en síðustu tíu dagana í opnu fangelsi á Sogni. Þaðan strauk hann út um glugga klukkan 01 aðfaranótt þriðjudags og var komin í flugvél Icelandair á leið til Svíþjóðar nokkrum klukkustundum síðar. Ólafur Helgi var til viðtals í Morgunútvarpinu í morgun. Í yfirlýsingu Sindra Þórs sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir hann að unnið sé að því að semja við lögregluna um að hann verði ekki handtekinn erlendis heldur fái að koma til landsins fljótlega. „Ef hann finnst erlendis þá liggur það ljóst fyrir að það er til handtökuskipun á hann og því verður ekki breytt. Það liggur ljóst fyrir að hann yrði fluttur til Íslands. Hvað varðar viðurlög fangelsisins get ég ekkert sagt um en hitt fer til héraðssaksóknara til ákvörðunar.“ Engar viðræður hafi átt sér stað við Sindra. Það komi honum mjög á óvart það sem Sindri haldi fram. Lögregla hafi ekki verið í neinu sambandi við Sindra og engar haldbærar sannanir fyrir því hvar Sindra væri að finna. Grunur væri uppi um að hann væri á Spáni þar sem lögregla telur að samverkamenn hans dvelji.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30