„Lögin eru alveg skýr. Menn sitja auðvitað ekki í fangelsi, lausgæslu eða ekki, án þess að fyrir liggi dómsúrskurður. Það er alveg ljóst og það á enginn að velkjast í vafa um það, hvorki lögreglan né fangelsismálayfirvöld.“
Hún telur brýnt að skoða hvort það sé almennt verklag að menn sitji inni ef vafi er á hvort dómsúrskurður liggi fyrir og segir slíkt ekki ganga upp.
„Það liggur alveg fyrir hvernig lögin eru að þessu leyti“ sagði Sigríður og sagði frekar vera hægt að handtaka menn aftur ef þörf krefði, en ítrekaði þó að slíkar aðgerðir væru ekki léttvægar og sagði rök þurfa að liggja að baki handtöku. Mikilvægast væri þó að menn væru ekki frelsissviptir án heimildar.