Handbolti

Alfreð og lærisveinar töpuðu fyrir Vardar

Dagur Lárusson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. vísir/getty
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar töpuðu fyrir Vardar frá Makendóníu í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

 

Í 16-liða úrslitunum sló Kiel ungverska liðið Szeged út með því að vinna fyrri leikinn 29-22 en töpuðu þó seinni leiknum.

 

Það var jafnræði með liðunum allan leikinn og var ljóst að bæði liðin voru að spila vel. Liðin skiptust á að vera með forystuna í fyrri hálfleiknum en það var Vardar sem leiddi í hálfleiknum 14-12.

 

Leikurinn var æsipennandi í seinni hálfleiknum en þegar um tíu mínútur voru eftir var Kiel komið með þriggja marka forystu.

 

Liðsmenn Vardar neituðu þó að gefast upp og minnkuðu forystuna niður í tvö mörk þegar um tvær mínútur voru eftir. Þá tóku við ótrúlegar tvær mínútur þar sem Vardar skoraði þrjú mörk gegn engu frá Kiel vann því ótrúlegan sigur 29-28

 

Vardar því komið í lykilstöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Makendóníu eftir viku.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×