Tvær launahækkanir og eingreiðslur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. apríl 2018 19:15 Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara. Samningur félags framhaldsskólakennara og félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið var undirritaður rétt fyrir miðnætti í gær eftir fjórtán tíma samningalotu. Um átján hundruð manns eru í félögunum tveimur og hefur kjaradeilan staðið með hléum frá 2016 þegar síðasti samningur rann út. „Aðalviðgangsefnið hjá okkur hefur verið að vinna okkur út úr því mati sem þarf að fara fram á auknu álagi kennara vegna styttingu námstíma í framhaldsskóla," segir Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt viðauka við samninginn er gert ráð fyrir að um 350 til 400 milljónum króna verði varið í ýmsar breytingar á vinnumati og telur Guðbjörg að vinnuframlag kennara verði þar með metið með raunhæfari hætti. Þetta gæti skilað fleiri stöðugildum eða yfirvinnutímum í samræmi við bekkjarstærð og námsefni. „Þessu verður skipt í eðlilegu hlutfalli við aukið álag. Það getur líka verið mismunandi hvernig það legst á skóla og það liggur nokkurn veginn fyrir sá rammi." Samningurinn er til skamms tíma og gildir fram í mars 2019. Hann er ekki tengdur öðrum kjarasamningum. „Það eru engar líkur á því að við munum dragast aftur úr á þessum fáu mánuðum sem eru eftir af samningstímanum," segir Guðríður. Guðríður segir launahækkanir í takti við það sem stéttarfélög annarra opinberra starfsmanna hafa verið að semja um. „Það kemur 2,21% launahækkun frá 1. nóvember afturvirkt og síðan 2% frá 1. júní. Svo eru eingreiðslur, það er 30.000 króna eingreiðsla núna við undirritun samnings og svo er 70.000 króna eingreiðsla í janúar 2019." Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna í næstu viku. „Atkvæðagreiðslu verður að vera lokið 11. maí. Þá munu mvið tilkynna okkar viðsemjendum um niðurstöðuna og ég mun eindregið mæla með því að samninginn verði samþykktur." Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara. Samningur félags framhaldsskólakennara og félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið var undirritaður rétt fyrir miðnætti í gær eftir fjórtán tíma samningalotu. Um átján hundruð manns eru í félögunum tveimur og hefur kjaradeilan staðið með hléum frá 2016 þegar síðasti samningur rann út. „Aðalviðgangsefnið hjá okkur hefur verið að vinna okkur út úr því mati sem þarf að fara fram á auknu álagi kennara vegna styttingu námstíma í framhaldsskóla," segir Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt viðauka við samninginn er gert ráð fyrir að um 350 til 400 milljónum króna verði varið í ýmsar breytingar á vinnumati og telur Guðbjörg að vinnuframlag kennara verði þar með metið með raunhæfari hætti. Þetta gæti skilað fleiri stöðugildum eða yfirvinnutímum í samræmi við bekkjarstærð og námsefni. „Þessu verður skipt í eðlilegu hlutfalli við aukið álag. Það getur líka verið mismunandi hvernig það legst á skóla og það liggur nokkurn veginn fyrir sá rammi." Samningurinn er til skamms tíma og gildir fram í mars 2019. Hann er ekki tengdur öðrum kjarasamningum. „Það eru engar líkur á því að við munum dragast aftur úr á þessum fáu mánuðum sem eru eftir af samningstímanum," segir Guðríður. Guðríður segir launahækkanir í takti við það sem stéttarfélög annarra opinberra starfsmanna hafa verið að semja um. „Það kemur 2,21% launahækkun frá 1. nóvember afturvirkt og síðan 2% frá 1. júní. Svo eru eingreiðslur, það er 30.000 króna eingreiðsla núna við undirritun samnings og svo er 70.000 króna eingreiðsla í janúar 2019." Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna í næstu viku. „Atkvæðagreiðslu verður að vera lokið 11. maí. Þá munu mvið tilkynna okkar viðsemjendum um niðurstöðuna og ég mun eindregið mæla með því að samninginn verði samþykktur."
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira