Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 09:49 Sindri Þór yfirgaf landið síðastliðinn þriðjudag en var handtekinn í Amsterdam í gær. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. Það er þó óljóst hversu langan tíma ferlið mun taka að koma Sindra til landsins en hann var handtekinn í Hollandi í gær. Það þarf því að framselja hann til Íslands og er óvíst hvenær af því verður. Þorgils vonast þó til að það taki ekki lengri tíma en rúma viku. Hann segir það fari í raun og veru svolítið eftir þjóðum hverju sinni hvernig framsalsferlinu sé háttað en segir að sér skiljist að Holland sé nokkuð þægilegt þegar kemur að þessum málum. Næstu skref í málinu eru þau að sögn Þorgils að íslensk yfirvöld hafa samband við hollensk og fer þá diplómatískt framsalsferli, sem er nokkuð flókið, í gang. Sindri var handtekinn í Amsterdam í gær en alþjóðleg handtökuskipun hefur verið í gildi á hendur honum síðan hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Sindri flaug frá Keflavík til Svíþjóðar en Þorgils kveðst ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam. Þá segist hann aðspurður ekki hafa fengið það staðfest klukkan hvað Sindri var handtekinn í gær eða nákvæmlega hvar og heldur ekki hvort hann hafi gefið sig fram eða verið handtekinn gegn vilja sínum.Verður ekki kominn til landsins áður en gæsluvarðhaldið rennur út Á þriðjudaginn var Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi miðvikudags að sögn Þorgils. Það rennur út klukkan 16 en Þorgils kærði úrskurð héraðsdóms ekki til Landsréttar þar sem hann náði ekki í skjólstæðing sinn. Þorgils segir það liggja fyrir að Sindri verði ekki kominn heim áður en úrskurðurinn rennur út en á meðan framsalsferlið er í gangi mun Sindri vera í haldi hollenskra yfirvalda. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. Það er þó óljóst hversu langan tíma ferlið mun taka að koma Sindra til landsins en hann var handtekinn í Hollandi í gær. Það þarf því að framselja hann til Íslands og er óvíst hvenær af því verður. Þorgils vonast þó til að það taki ekki lengri tíma en rúma viku. Hann segir það fari í raun og veru svolítið eftir þjóðum hverju sinni hvernig framsalsferlinu sé háttað en segir að sér skiljist að Holland sé nokkuð þægilegt þegar kemur að þessum málum. Næstu skref í málinu eru þau að sögn Þorgils að íslensk yfirvöld hafa samband við hollensk og fer þá diplómatískt framsalsferli, sem er nokkuð flókið, í gang. Sindri var handtekinn í Amsterdam í gær en alþjóðleg handtökuskipun hefur verið í gildi á hendur honum síðan hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Sindri flaug frá Keflavík til Svíþjóðar en Þorgils kveðst ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam. Þá segist hann aðspurður ekki hafa fengið það staðfest klukkan hvað Sindri var handtekinn í gær eða nákvæmlega hvar og heldur ekki hvort hann hafi gefið sig fram eða verið handtekinn gegn vilja sínum.Verður ekki kominn til landsins áður en gæsluvarðhaldið rennur út Á þriðjudaginn var Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi miðvikudags að sögn Þorgils. Það rennur út klukkan 16 en Þorgils kærði úrskurð héraðsdóms ekki til Landsréttar þar sem hann náði ekki í skjólstæðing sinn. Þorgils segir það liggja fyrir að Sindri verði ekki kominn heim áður en úrskurðurinn rennur út en á meðan framsalsferlið er í gangi mun Sindri vera í haldi hollenskra yfirvalda. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04