Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 11:41 Sindri Þór Stefánsson er hér í Leifsstöð í liðinni viku á leiðinni til Svíþjóðar. Lögreglan á Suðurnesjum Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam, Rob Van der Veen, segir í samtali að enginn annar hafi verið handtekinn með Sindra en vill að öðru leyti ekki fara nánar út í handtökuna, til að mynda hvað kom lögreglunni á sporið og leiddi til þess að Sindri var tekinn höndum. Þá vill hann ekki svara því til hvort Sindri hafi verið einn á ferð í miðborg Amsterdam þegar hann var handtekinn. Aðspurður kveðst Van der Veen ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam en eftir að hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags tók hann leigubíl til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Svíþjóðar.Rob van der Veen, talsmaður lögreglunnar í Amsterdam.Lögreglan í Amsterdam.Óljóst hvenær Sindri verður framseldur Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn á stórfelldum þjófnaði sem Sindri er grunaður um aðild að hafði litlar sem engar upplýsingar um handtökuna þegar Vísir náði tali af honum upp úr klukkan ellefu í morgun. Þannig kvaðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvort einhver virkni á samfélagsmiðlum, myndir eða annað slíkt, hefði komið lögreglu á sporið en Hafþór Logi Hlynsson, vinur Sindra, birti mynd af sér á Instagram í Amsterdam í gær. Í samtali við Vísi sagði Hafþór að myndin hefði verið stuðningsyfirlýsing við Sindra en myndina hefði hann birt eftir handtökuna í gærkvöldi. Óljóst er hvenær Sindri kemur til landsins en nú fer í gang framsalsferli á grundvelli samnings þar um sem Ísland og Holland hafa gert með sér. Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra, sagði í samtali við Vísi í morgun að hann vonaðist til að Sindri kæmi til landsins eftir nokkra daga og í mesta lagi eftir rúmlega viku.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurHafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam, Rob Van der Veen, segir í samtali að enginn annar hafi verið handtekinn með Sindra en vill að öðru leyti ekki fara nánar út í handtökuna, til að mynda hvað kom lögreglunni á sporið og leiddi til þess að Sindri var tekinn höndum. Þá vill hann ekki svara því til hvort Sindri hafi verið einn á ferð í miðborg Amsterdam þegar hann var handtekinn. Aðspurður kveðst Van der Veen ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam en eftir að hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags tók hann leigubíl til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Svíþjóðar.Rob van der Veen, talsmaður lögreglunnar í Amsterdam.Lögreglan í Amsterdam.Óljóst hvenær Sindri verður framseldur Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn á stórfelldum þjófnaði sem Sindri er grunaður um aðild að hafði litlar sem engar upplýsingar um handtökuna þegar Vísir náði tali af honum upp úr klukkan ellefu í morgun. Þannig kvaðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvort einhver virkni á samfélagsmiðlum, myndir eða annað slíkt, hefði komið lögreglu á sporið en Hafþór Logi Hlynsson, vinur Sindra, birti mynd af sér á Instagram í Amsterdam í gær. Í samtali við Vísi sagði Hafþór að myndin hefði verið stuðningsyfirlýsing við Sindra en myndina hefði hann birt eftir handtökuna í gærkvöldi. Óljóst er hvenær Sindri kemur til landsins en nú fer í gang framsalsferli á grundvelli samnings þar um sem Ísland og Holland hafa gert með sér. Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra, sagði í samtali við Vísi í morgun að hann vonaðist til að Sindri kæmi til landsins eftir nokkra daga og í mesta lagi eftir rúmlega viku.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurHafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49