Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. apríl 2018 07:00 Sindri Þór Stefánsson var handtekinn í Amsterdam seint á sunnudag eftir tæpa viku á flótta. LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Sindri Þór Stefánsson, sem var handtekinn í Amsterdam á sunnudag, verður leiddur fyrir dómara þar í borg í dag sem tekur ákvörðun um hvort Sindri verði sviptur frelsi sínu þar til afstaða þarlendra yfirvalda til framsalskröfu íslenskra yfirvalda liggur fyrir. Sakaferill Sindra nær aftur til ársins 2003 og hlaut hann á fyrstu árum glæpaferils síns fjölda dóma fyrir vörslu fíkniefna, umferðarlagabrot og þjófnað. Meðal þess sem Sindri hefur verið dæmdur fyrir að taka ófrjálsri hendi eru fimm fartölvur sem hann stal í Glerárskóla á Akureyri árið 2006 ásamt myndavél, skjávarpa, flakkara og stílabókum með verkefnum nemenda og kennara. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir þjófnað á ýmiss konar öðrum raftækjum, skartgripum og reiðufé, bæði úr íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Sindri hefur einnig hlotið dóma fyrir hylmingu og fyrir að hafa haft þýfi í sinni vörslu. Má þar til dæmis nefna tvö hraðblikkandi blá toppljós, gult vinnuljós með snúningi, hvítt hraðblikkandi ljós undir flugvélar og ýmislegt annað þýfi úr innbrotum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Árið 2007 hlaut hann dóm fyrir tilraun til fjársvika er hann bókaði gistingu á Hótel Holti, pantaði þar veitingar og gaf upp númer greiðslukorts í eigu Akureyrarbæjar. Er hann hugðist nota sömu kortaupplýsingar til að panta gistingu á Fosshótel Lind nokkru síðar var Akureyrarkaupstaður búinn að láta loka kortinu.Sjá einnig: Sindri fer fyrir dómara í Hollandi á morgun Árið 2010 var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Sindri hafi, að sögn hans sjálfs fyrir dómi, stofnað fjölskyldu og eigi barn með sambýliskonu sinni. Hann hafi fengið skólavist eftir áramót og verið í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda.Tók nú við gott tímabil í lífi Sindra, eins og hann hefur sjálfur lýst í grein í Pressunni í október 2013 þar sem hann þakkar SÁÁ hjálpina og líkir bata sínum við kraftaverk en hann hafi verið edrú í tvö ár og tíu mánuði. Þó játaði hann skýlaust fyrir dómi nokkru síðar að hafa verið iðinn við fíkniefnaflutninga frá Reykjavík til Akureyrar vikurnar og mánuðina áður en fyrrnefnd grein var skrifuð. Síðan þá hefur hann tvívegis hlotið dóma fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu. Hinn 31. mars 2017 var Sindri dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann staðið fyrir umtalsverðri fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði á Seltjarnarnesi haustið 2014. Þá var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi 27. nóvember síðastliðinn fyrir umtalsverða kannabisræktun í húsi á Grenivík í maí 2016. Var við ákvörðun refsingar tekið tillit til þess að Sindri kvaðst fyrir dómi ekki neyta fíkniefna, hann væri fjölskyldumaður og starfaði sem tölvunarfræðingur í eigin rekstri. Birtist í Fréttablaðinu Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, sem var handtekinn í Amsterdam á sunnudag, verður leiddur fyrir dómara þar í borg í dag sem tekur ákvörðun um hvort Sindri verði sviptur frelsi sínu þar til afstaða þarlendra yfirvalda til framsalskröfu íslenskra yfirvalda liggur fyrir. Sakaferill Sindra nær aftur til ársins 2003 og hlaut hann á fyrstu árum glæpaferils síns fjölda dóma fyrir vörslu fíkniefna, umferðarlagabrot og þjófnað. Meðal þess sem Sindri hefur verið dæmdur fyrir að taka ófrjálsri hendi eru fimm fartölvur sem hann stal í Glerárskóla á Akureyri árið 2006 ásamt myndavél, skjávarpa, flakkara og stílabókum með verkefnum nemenda og kennara. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir þjófnað á ýmiss konar öðrum raftækjum, skartgripum og reiðufé, bæði úr íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Sindri hefur einnig hlotið dóma fyrir hylmingu og fyrir að hafa haft þýfi í sinni vörslu. Má þar til dæmis nefna tvö hraðblikkandi blá toppljós, gult vinnuljós með snúningi, hvítt hraðblikkandi ljós undir flugvélar og ýmislegt annað þýfi úr innbrotum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Árið 2007 hlaut hann dóm fyrir tilraun til fjársvika er hann bókaði gistingu á Hótel Holti, pantaði þar veitingar og gaf upp númer greiðslukorts í eigu Akureyrarbæjar. Er hann hugðist nota sömu kortaupplýsingar til að panta gistingu á Fosshótel Lind nokkru síðar var Akureyrarkaupstaður búinn að láta loka kortinu.Sjá einnig: Sindri fer fyrir dómara í Hollandi á morgun Árið 2010 var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Sindri hafi, að sögn hans sjálfs fyrir dómi, stofnað fjölskyldu og eigi barn með sambýliskonu sinni. Hann hafi fengið skólavist eftir áramót og verið í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda.Tók nú við gott tímabil í lífi Sindra, eins og hann hefur sjálfur lýst í grein í Pressunni í október 2013 þar sem hann þakkar SÁÁ hjálpina og líkir bata sínum við kraftaverk en hann hafi verið edrú í tvö ár og tíu mánuði. Þó játaði hann skýlaust fyrir dómi nokkru síðar að hafa verið iðinn við fíkniefnaflutninga frá Reykjavík til Akureyrar vikurnar og mánuðina áður en fyrrnefnd grein var skrifuð. Síðan þá hefur hann tvívegis hlotið dóma fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu. Hinn 31. mars 2017 var Sindri dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann staðið fyrir umtalsverðri fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði á Seltjarnarnesi haustið 2014. Þá var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi 27. nóvember síðastliðinn fyrir umtalsverða kannabisræktun í húsi á Grenivík í maí 2016. Var við ákvörðun refsingar tekið tillit til þess að Sindri kvaðst fyrir dómi ekki neyta fíkniefna, hann væri fjölskyldumaður og starfaði sem tölvunarfræðingur í eigin rekstri.
Birtist í Fréttablaðinu Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49