Ólíkt mörgum öðrum leiðtogum hefðbundinna bandalagsríkja Bandaríkjanna hefur Macron virst ná að mynda gott samband við Trump. Bandaríkjaforseti var í miðju kafi að lofa þetta sérstaka samband þeirra þegar hann greip fram í fyrir sjálfum sér.
„Við eigum mjög sérstakt samband. Reyndar skal ég ná þessari litlu flösu af,“ sagði forsetinn og þurrkaði af öxl Macron.
„Við verðum að gera hann fullkominn. Hann er fullkominn,“ sagði Bandaríkjaforseti á meðan Macron stóð hjá hlæjandi.
Macron er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum þar sem hann reynir meðal annars að tala Trump ofan af því að rifta kjarnorkusamningi sem heimsveldin gerðu við stjórnvöld í Íran. Hann virðist eiga á brattann að sækja því Trump talaði um Íranssamninginn sem „geðveiki“ og „fáránlegan“ þegar þeir ræddu saman við fréttamenn.
President Trump picked a piece of dandruff off of French President Macron during a joint press briefing: “We have to make him perfect,” Trump said. pic.twitter.com/tmqIz3D7tn
— POLITICO (@politico) April 24, 2018