Ísland fellur um þrjú sæti á lista um fjölmiðlafrelsi Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 12:52 Samskipti íslenskra fjölmiðla og stjórnmálamanna eru sögð hafa súrnað. Vísir/Getty Versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla er ástæða þess að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað frá árinu 2012 að mati samtakanna Blaðamanna án landamæra. Ísland vermir þrettánda sæti lista samtakanna um fjölmiðlafrelsi í heiminum og fellur um þrjú sæti á milli ára. Þrátt fyrir að Ísland sé neðst Norðurlandanna á listanum er landið engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi er mest í heiminum. Í umfjöllun um Ísland er vísað til þingsályktunar frá árinu 2010 þar sem þingheimur stefndi að því að hlúa að vernd heimildarmanna og uppljóstrara, gegnsæi, fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði og verjast svonefndu „meiðyrðamálaflakki“. Í stjórnarskrá Íslands sé kveðið á um „algert“ tjáningarfrelsi en engu að síður telja Blaðamenn án landamæra að aðstæður blaðamanna hafi versnað hér á landi frá 2012. Ástæðan sé „súrnandi“ samskipti þeirra við stjórnmálamenn. Skammt er síðan greint var frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu kvartað undan hlutdrægni íslenskra fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir þingkosningarnar í fyrra. Á toppi lista Blaðamanna án landamæra tróna Norðmenn en fast á hæla þeirra fylgja Svíar. Finnar eru í fjórða sætinu og Danir í því níunda. Alls eru 179 lönd á listanum.Blaðamenn myrtir án refsingar í Rússlandi Athygli vekur að Bandaríkin eru aðeins í 45. sæti listans og falla um tvö sæti á milli ára. Samtökin vísa meðal annars til sífelldra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. Hann hefur meðal annars lýst fjölmiðlum sem „óvini bandarísku þjóðarinnar“. Rússland er rúmum hundrað sætum neðar í 148. sæti listans. Þar segja samtökin andrúmsloftið þrúgandi fyrir sjálfstæða blaðamenn. Lög séu hörð og lokað sé á vefsíður í landinu. Þá séu sjálfstæðir fjölmiðlar undir æ meiri þrýstingi eftir að Vladímír Pútín settist aftur á forsetastól árið 2012. Þeim hafi annað hvort verið bolað í burtu eða felldir undir stjórn yfirvalda. Rússneskar sjónvarpsstöðvar eru sagðar demba ríkisáróðri yfir áhorfendur sína. Að minnsta kosti fimm blaðamenn séu í haldi yfirvalda vegna umfjöllunar og sífellt fleiri bloggarar séu handteknir í landinu. Þá séu fjölmiðlamenn myrtir og beittir líkamlegu ofbeldi án refsingar. Téténía og Krímskagi eru sögð orðin að „svartholum“ þaðan sem engar fréttir eða upplýsingar berast. Fjölmiðlar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla er ástæða þess að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað frá árinu 2012 að mati samtakanna Blaðamanna án landamæra. Ísland vermir þrettánda sæti lista samtakanna um fjölmiðlafrelsi í heiminum og fellur um þrjú sæti á milli ára. Þrátt fyrir að Ísland sé neðst Norðurlandanna á listanum er landið engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi er mest í heiminum. Í umfjöllun um Ísland er vísað til þingsályktunar frá árinu 2010 þar sem þingheimur stefndi að því að hlúa að vernd heimildarmanna og uppljóstrara, gegnsæi, fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði og verjast svonefndu „meiðyrðamálaflakki“. Í stjórnarskrá Íslands sé kveðið á um „algert“ tjáningarfrelsi en engu að síður telja Blaðamenn án landamæra að aðstæður blaðamanna hafi versnað hér á landi frá 2012. Ástæðan sé „súrnandi“ samskipti þeirra við stjórnmálamenn. Skammt er síðan greint var frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu kvartað undan hlutdrægni íslenskra fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir þingkosningarnar í fyrra. Á toppi lista Blaðamanna án landamæra tróna Norðmenn en fast á hæla þeirra fylgja Svíar. Finnar eru í fjórða sætinu og Danir í því níunda. Alls eru 179 lönd á listanum.Blaðamenn myrtir án refsingar í Rússlandi Athygli vekur að Bandaríkin eru aðeins í 45. sæti listans og falla um tvö sæti á milli ára. Samtökin vísa meðal annars til sífelldra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. Hann hefur meðal annars lýst fjölmiðlum sem „óvini bandarísku þjóðarinnar“. Rússland er rúmum hundrað sætum neðar í 148. sæti listans. Þar segja samtökin andrúmsloftið þrúgandi fyrir sjálfstæða blaðamenn. Lög séu hörð og lokað sé á vefsíður í landinu. Þá séu sjálfstæðir fjölmiðlar undir æ meiri þrýstingi eftir að Vladímír Pútín settist aftur á forsetastól árið 2012. Þeim hafi annað hvort verið bolað í burtu eða felldir undir stjórn yfirvalda. Rússneskar sjónvarpsstöðvar eru sagðar demba ríkisáróðri yfir áhorfendur sína. Að minnsta kosti fimm blaðamenn séu í haldi yfirvalda vegna umfjöllunar og sífellt fleiri bloggarar séu handteknir í landinu. Þá séu fjölmiðlamenn myrtir og beittir líkamlegu ofbeldi án refsingar. Téténía og Krímskagi eru sögð orðin að „svartholum“ þaðan sem engar fréttir eða upplýsingar berast.
Fjölmiðlar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent