Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 14:54 Rouhani dregur í efa lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar ákveði breytingar á samningi sem sex ríki auk ESB eiga aðild að. Vísir/AFP Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að vesturlönd hafi engan rétt á að krukka í samkomulagi sem gert var við Írani um kjarnorkuframleiðslu þeirra árið 2015. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýstu yfir vilja til að semja upp á nýtt á fundi þeirra í Washington-borg í gær. Trump hefur fundið tímamótasamkomulaginu allt til foráttu frá því að hann tók við embætti og hefur viljað rifta því. Hann hefur gefið Bandaríkjaþingi og Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að bæta úr því sem hann kallar „hræðilega galla“ á samkomulaginu. Tilgangurinn með heimsókn Macron til Bandaríkjanna nú er meðal annars sá að reyna að tala Trump ofan af því. Saman tilkynntu þeir í gær að þeir ynnu að nýjum samningi sem myndi útvíkka skilyrði upphaflega samkomulagsins. Í því var kveðið á um að Íranir hættu kjarnorkuframleiðslu sinni gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn landinu. Rouhani gefur hins vegar lítið fyrir það tal Trump og Macron. Þeir hafi engan rétt á að semja upp á nýtt. Þá staðhæfir hann að Trump sé ekki hæfur til að tjá sig um alþjóðasamninga af þessu tagi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þú hefur engan bakgrunn í stjórnmálum. Þú hefur engan bakgrunn í lögfræði. Þú hefur engan bakgrunn í alþjóðlegum samningum,“ segir Rouhani. Fimm fastaþjóðirnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Rússar og Kínverjar auk Þjóðverja og Evrópusambandsins gerðu samkomulagið við Írani á sínum tíma eftir langar og strangar viðræður. Rouhani efast um lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar geti ákveðið einir að breyta samkomulaginu nú. Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að vesturlönd hafi engan rétt á að krukka í samkomulagi sem gert var við Írani um kjarnorkuframleiðslu þeirra árið 2015. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýstu yfir vilja til að semja upp á nýtt á fundi þeirra í Washington-borg í gær. Trump hefur fundið tímamótasamkomulaginu allt til foráttu frá því að hann tók við embætti og hefur viljað rifta því. Hann hefur gefið Bandaríkjaþingi og Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að bæta úr því sem hann kallar „hræðilega galla“ á samkomulaginu. Tilgangurinn með heimsókn Macron til Bandaríkjanna nú er meðal annars sá að reyna að tala Trump ofan af því. Saman tilkynntu þeir í gær að þeir ynnu að nýjum samningi sem myndi útvíkka skilyrði upphaflega samkomulagsins. Í því var kveðið á um að Íranir hættu kjarnorkuframleiðslu sinni gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn landinu. Rouhani gefur hins vegar lítið fyrir það tal Trump og Macron. Þeir hafi engan rétt á að semja upp á nýtt. Þá staðhæfir hann að Trump sé ekki hæfur til að tjá sig um alþjóðasamninga af þessu tagi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þú hefur engan bakgrunn í stjórnmálum. Þú hefur engan bakgrunn í lögfræði. Þú hefur engan bakgrunn í alþjóðlegum samningum,“ segir Rouhani. Fimm fastaþjóðirnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Rússar og Kínverjar auk Þjóðverja og Evrópusambandsins gerðu samkomulagið við Írani á sínum tíma eftir langar og strangar viðræður. Rouhani efast um lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar geti ákveðið einir að breyta samkomulaginu nú.
Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27