Í viðtalinu sagði María að lagið hafi verið samið fyrir undankeppnina fyrir Eurovision í Litháen en þá var það sungið á ensku og hét Turn it up. Laginu var svo gefinn íslenskur texti fyrir Maríu. Höfundar lagsins eru þeir Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon en um upptökustjórn, hljóðblöndun og „masteringu“ sá Eyþór Úlfar Þórisson.
Þetta fyrsta lagið sem María sendir frá sér í tvö ár. Hækka í botn er hress og skemmtilegur sumarsmellur.
„Þetta er nefnilega mjög sumarlegt lag, það er stemning í þessu,“ segir María.
Lagið má hlusta á í spilaranum hér að neðan.