Mögulega dálítill vísir að költi Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. apríl 2018 07:00 Á sýningunni verður spurningunni "Er of seint að fá sér kaffi núna?“ velt upp auk þess sem útgáfunni verður fagnað. Vísir/ernir Prins Póló gefur út sína þriðju sólóplötu í fullri lengd á föstudaginn og nefnist stykkið Þriðja kryddið. Prinsinn segir að Þriðja kryddið sé ákveðin lífsspeki og útilokar ekki að þarna sé hann að leggja ákveðinn grunn að költi. Þriðja kryddið hefur fengið að hægeldast síðan Sorrí kom út 2014. „Maður veit stundum ekki almennilega hvað maður er að fara út í þegar maður byrjar á að gera svona plötu – og vonar alltaf í rauninni að maður geti hætt við, en þetta tekur mann alveg og að lokum er þetta búið og það er alltaf ákveðinn léttir. Ég er búinn að vera að láta þetta krauma í, hvað, þrjú ár? Fljótlega eftir að ég gaf út síðustu plötu byrjaði eitthvað nýtt að dúkka upp og svo hefur maður verið að hnýta þetta saman á síðustu þremur árum,“ segir Prinsinn.Hvernig er þessi plata, svona miðað við restina af katalóknum? „Þetta er mjög svipað að mörgu leyti. Sum lögin eru í aðeins nýrri hljóðheimi að vissu leyti, kannski aðeins sófistíkeraðri hljóðheimi. Ég hef hingað til verið að gera þetta mest heima á Casio-skemmtarann með einhverjum bítum og svona, og það gerir maður eins langt og það nær, en sum af þessum lögum gerði ég í stúdíói – ég er kannski ekkert vanur að vinna þannig en það var mjög skemmtilegt. Heildarsvipurinn er samt í þetta heila svipaður og áður.“En textarnir? „Ég er að syngja þetta hversdagslega, bara þetta sem rekur á fjörur manns frá degi til dags. En þetta er konseptplata, sko – ég fattaði það reyndar ekki almennilega fyrr en ég var búinn með plötuna. Þá fór ég að hlusta á hana, hlusta á um hvað hún væri eiginlega – hún heitir sko Þriðja kryddið, og er um leið í lífinu sem snýst um að velja bara þriðjukryddsleiðina. Þetta er lífsspeki, fólk á kannski eftir að kynnast þessu betur þegar á líður og það hlustar á plötuna og hún nær að síast inn. Þannig held ég að fólk tengi við þessa plötu – þetta er pínu költ plata. Þetta gæti alveg verið vísir að költi. Fólk tengir við það að fara auðveldu leiðina frekar en flóknu leiðina, vilja þægilegt líf og Þriðja kryddið er auðvitað uppskrift að þægilegu lífi – það er miklu einfaldara að nota bara þriðja kryddið heldur en að tína saman einhverja myntu, salvíu, hvítlauk og eitthvað þannig. Það er bara að fara einföldu leiðina, fara bara til Asíu og gera það þannig.“Hulunni svipt af sumartískunni Í dag ætlar Prinsinn að halda sýningu í Gallery Port í tilefni útgáfunnar þar sem hann sýnir ýmsa list sem tengist plötunni – já og tísku. „Ég er búinn að vera að umgangast krakkana í Gallery Port aðeins – ég var að sýna hjá þeim um jólin og svo ákvað ég að setja saman sýningu fyrir þetta tilefni. Ég er að sýna myndir upp úr þema þessarar plötu. Ég er reyndar ekki alveg búinn að ákveða hvernig þetta verður, en þetta verður til að fagna útgáfunni og ég er búinn að mála eitthvað og ljósmynda eitthvað sem verður þarna uppi á vegg. Það er eitt lag á plötunni sem heitir Er of seint að fá sér kaffi núna? Það er pínu svona þema þessarar sýningar. Þetta er náttúrulega ákveðin existensjalísk spurning sem maður spyr sig á hverjum degi – er þetta rétti tíminn til að gera eitt eða annað? Svo erum við náttúrulega að svipta hulunni af sumartísku Prinsins. Derhúfur og stuttermabolir. Fatalínan lítur dagsins ljós í leiðinni á opnuninni. Það er bara allt í gangi.“ Það eru líka útgáfutónleikar á dagskránni hjá Prinsinum en þeir verða í Iðnó á morgun „Þá á bara að gera allt vitlaust. Ætli ég byrji ekki að spila angurvær lög á þjóðlaga-gítarinn og svo kemur Árni Rúnar úr FM Belfast upp á svið og við kveikjum á diskóljósunum. Svo daginn eftir ætla ég að pakka gítarnum aftur á pallinn og keyra hringinn og skemmta í helstu þorpum landsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Prins Póló gefur út sína þriðju sólóplötu í fullri lengd á föstudaginn og nefnist stykkið Þriðja kryddið. Prinsinn segir að Þriðja kryddið sé ákveðin lífsspeki og útilokar ekki að þarna sé hann að leggja ákveðinn grunn að költi. Þriðja kryddið hefur fengið að hægeldast síðan Sorrí kom út 2014. „Maður veit stundum ekki almennilega hvað maður er að fara út í þegar maður byrjar á að gera svona plötu – og vonar alltaf í rauninni að maður geti hætt við, en þetta tekur mann alveg og að lokum er þetta búið og það er alltaf ákveðinn léttir. Ég er búinn að vera að láta þetta krauma í, hvað, þrjú ár? Fljótlega eftir að ég gaf út síðustu plötu byrjaði eitthvað nýtt að dúkka upp og svo hefur maður verið að hnýta þetta saman á síðustu þremur árum,“ segir Prinsinn.Hvernig er þessi plata, svona miðað við restina af katalóknum? „Þetta er mjög svipað að mörgu leyti. Sum lögin eru í aðeins nýrri hljóðheimi að vissu leyti, kannski aðeins sófistíkeraðri hljóðheimi. Ég hef hingað til verið að gera þetta mest heima á Casio-skemmtarann með einhverjum bítum og svona, og það gerir maður eins langt og það nær, en sum af þessum lögum gerði ég í stúdíói – ég er kannski ekkert vanur að vinna þannig en það var mjög skemmtilegt. Heildarsvipurinn er samt í þetta heila svipaður og áður.“En textarnir? „Ég er að syngja þetta hversdagslega, bara þetta sem rekur á fjörur manns frá degi til dags. En þetta er konseptplata, sko – ég fattaði það reyndar ekki almennilega fyrr en ég var búinn með plötuna. Þá fór ég að hlusta á hana, hlusta á um hvað hún væri eiginlega – hún heitir sko Þriðja kryddið, og er um leið í lífinu sem snýst um að velja bara þriðjukryddsleiðina. Þetta er lífsspeki, fólk á kannski eftir að kynnast þessu betur þegar á líður og það hlustar á plötuna og hún nær að síast inn. Þannig held ég að fólk tengi við þessa plötu – þetta er pínu költ plata. Þetta gæti alveg verið vísir að költi. Fólk tengir við það að fara auðveldu leiðina frekar en flóknu leiðina, vilja þægilegt líf og Þriðja kryddið er auðvitað uppskrift að þægilegu lífi – það er miklu einfaldara að nota bara þriðja kryddið heldur en að tína saman einhverja myntu, salvíu, hvítlauk og eitthvað þannig. Það er bara að fara einföldu leiðina, fara bara til Asíu og gera það þannig.“Hulunni svipt af sumartískunni Í dag ætlar Prinsinn að halda sýningu í Gallery Port í tilefni útgáfunnar þar sem hann sýnir ýmsa list sem tengist plötunni – já og tísku. „Ég er búinn að vera að umgangast krakkana í Gallery Port aðeins – ég var að sýna hjá þeim um jólin og svo ákvað ég að setja saman sýningu fyrir þetta tilefni. Ég er að sýna myndir upp úr þema þessarar plötu. Ég er reyndar ekki alveg búinn að ákveða hvernig þetta verður, en þetta verður til að fagna útgáfunni og ég er búinn að mála eitthvað og ljósmynda eitthvað sem verður þarna uppi á vegg. Það er eitt lag á plötunni sem heitir Er of seint að fá sér kaffi núna? Það er pínu svona þema þessarar sýningar. Þetta er náttúrulega ákveðin existensjalísk spurning sem maður spyr sig á hverjum degi – er þetta rétti tíminn til að gera eitt eða annað? Svo erum við náttúrulega að svipta hulunni af sumartísku Prinsins. Derhúfur og stuttermabolir. Fatalínan lítur dagsins ljós í leiðinni á opnuninni. Það er bara allt í gangi.“ Það eru líka útgáfutónleikar á dagskránni hjá Prinsinum en þeir verða í Iðnó á morgun „Þá á bara að gera allt vitlaust. Ætli ég byrji ekki að spila angurvær lög á þjóðlaga-gítarinn og svo kemur Árni Rúnar úr FM Belfast upp á svið og við kveikjum á diskóljósunum. Svo daginn eftir ætla ég að pakka gítarnum aftur á pallinn og keyra hringinn og skemmta í helstu þorpum landsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira