Katrín segir mikilvægt að endurskoðun almannatrygginga gangi hratt Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2018 19:28 Forsætisráðherra leggur áherslu á að starfshópur sem á að endurskoða almannatryggingakerfið vinni hratt, vegna óánægju bæði öryrkja og eldri borgara með ýmsar skerðingar í kerfinu. Þingaður Flokks fólksins segir sambúðarfólk á lífeyri skattlagt um 20 prósent umfram aðra skattgreiðendur. Þingmaður Flokks fólksins segir lífeyriskerfi almannatrygginga fela í sér aðskilnaðarstefnu þar sem bætur eldri borgara og öryrkja skerðist um tugi þúsunda gangi þau í hjónaband. Forsætisráðherra segir nefnd að störfum sem fara eigi yfir allt bótakerfið og vonar að nefndin vinni hratt. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á því í morgun að bætur eldri borgara og öryrkja færu eftir hjúskaparstöðu þeirra. „Það er aðskilnaðarstefna í boði ríkisins í gangi. Það er stefna stjórnvalda að skilja að veikt fólk, eldri borgara þessa lands. Hún fer fram á þann hátt að ef þessir einstaklingar ætla að ganga í hjónaband eða búa saman missa þau sextíu þúsund krónur á mánuði fyrir einstaklinginn. Hundrað og tuttugu þúsund samtals,“ sagði Guðmundur Ingi. Þá væru bætur skertar enn frekar ef lífeyrisþegi byggi með öðrum eins og fötluðu barni. Með þessu væri verið að skattleggja þetta fólk aukalega um 20 prósent. Dró þingmaðurinn í efa að þessi framkvæmd stæðist mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stjórnarskrána. „Og ég spyr forsætisráðherra, ætlar hún að gera eitthvað í þessu strax? Finnst henni eðlilegt að taka einn hóp út og skerða hann á þennan hátt,“ spurði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp að breytingar hafi verið gerðar á almannatryggingakerfinu árið 2016 og þá hafi verið deilt um að þeir sem byggju einir fengju meiri bætur en þeir sem væru í sambúð með þeim rökum að þeir þyrftu frekar á því að halda. Öryrkjabandalagið hafi sagt sig frá vinnu um þessi mál á lokametrunum árið 2016 en fulltrúar eldri borgara ekki. Nú vilji eldri borgarar skoða hvernig þessi breyting hafi komið út fyrir tekjulægri einstaklinga. „Það varð ósætti um niðurstöður í málefnum lífeyrisþega. Nú eru menn sestir aftur við borðið og ég bind miklar vonir við að við getum saman komið okkur, stjórnmálin og fulltrúar örorkulífeyrisþega ÖBÍ og Þroskahjálp, um ásættanlegar breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Guðmundur Ingi tali óþarfa að setja málið aftur í nefnd, aðeins þyrfti vilja til breytinga. Katrín sagði hins vegar nauðsynlegt að skoða málið í nefnd þar sem ekki hafi verið samstaða við gerð laganna árið 2016. „Nú er búið að skipa hópinn. Það er verið að boða fyrsta fundinn. Ég legg áherslu á að sá hópur vinni hratt af því að þetta er mál sem á ekki að bíða. En við eigum að sjálfsögðu að ná einhverri niðurstöðu um það hvernig kerfið sjálft lítur út. Ég trúi ekki öðru en allir háttvirtir þingmenn séu sammála um það. Ég veit að háttvirtur þingmaður situr sjálfur í nefndinni sem fulltrúi þingsins og ég bara treysti á ykkur í þessum hóp; að þið muni ýta þessum málum hratt og örugglega áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Forsætisráðherra leggur áherslu á að starfshópur sem á að endurskoða almannatryggingakerfið vinni hratt, vegna óánægju bæði öryrkja og eldri borgara með ýmsar skerðingar í kerfinu. Þingaður Flokks fólksins segir sambúðarfólk á lífeyri skattlagt um 20 prósent umfram aðra skattgreiðendur. Þingmaður Flokks fólksins segir lífeyriskerfi almannatrygginga fela í sér aðskilnaðarstefnu þar sem bætur eldri borgara og öryrkja skerðist um tugi þúsunda gangi þau í hjónaband. Forsætisráðherra segir nefnd að störfum sem fara eigi yfir allt bótakerfið og vonar að nefndin vinni hratt. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á því í morgun að bætur eldri borgara og öryrkja færu eftir hjúskaparstöðu þeirra. „Það er aðskilnaðarstefna í boði ríkisins í gangi. Það er stefna stjórnvalda að skilja að veikt fólk, eldri borgara þessa lands. Hún fer fram á þann hátt að ef þessir einstaklingar ætla að ganga í hjónaband eða búa saman missa þau sextíu þúsund krónur á mánuði fyrir einstaklinginn. Hundrað og tuttugu þúsund samtals,“ sagði Guðmundur Ingi. Þá væru bætur skertar enn frekar ef lífeyrisþegi byggi með öðrum eins og fötluðu barni. Með þessu væri verið að skattleggja þetta fólk aukalega um 20 prósent. Dró þingmaðurinn í efa að þessi framkvæmd stæðist mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stjórnarskrána. „Og ég spyr forsætisráðherra, ætlar hún að gera eitthvað í þessu strax? Finnst henni eðlilegt að taka einn hóp út og skerða hann á þennan hátt,“ spurði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp að breytingar hafi verið gerðar á almannatryggingakerfinu árið 2016 og þá hafi verið deilt um að þeir sem byggju einir fengju meiri bætur en þeir sem væru í sambúð með þeim rökum að þeir þyrftu frekar á því að halda. Öryrkjabandalagið hafi sagt sig frá vinnu um þessi mál á lokametrunum árið 2016 en fulltrúar eldri borgara ekki. Nú vilji eldri borgarar skoða hvernig þessi breyting hafi komið út fyrir tekjulægri einstaklinga. „Það varð ósætti um niðurstöður í málefnum lífeyrisþega. Nú eru menn sestir aftur við borðið og ég bind miklar vonir við að við getum saman komið okkur, stjórnmálin og fulltrúar örorkulífeyrisþega ÖBÍ og Þroskahjálp, um ásættanlegar breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Guðmundur Ingi tali óþarfa að setja málið aftur í nefnd, aðeins þyrfti vilja til breytinga. Katrín sagði hins vegar nauðsynlegt að skoða málið í nefnd þar sem ekki hafi verið samstaða við gerð laganna árið 2016. „Nú er búið að skipa hópinn. Það er verið að boða fyrsta fundinn. Ég legg áherslu á að sá hópur vinni hratt af því að þetta er mál sem á ekki að bíða. En við eigum að sjálfsögðu að ná einhverri niðurstöðu um það hvernig kerfið sjálft lítur út. Ég trúi ekki öðru en allir háttvirtir þingmenn séu sammála um það. Ég veit að háttvirtur þingmaður situr sjálfur í nefndinni sem fulltrúi þingsins og ég bara treysti á ykkur í þessum hóp; að þið muni ýta þessum málum hratt og örugglega áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira