NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2018 14:00 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar Vísir/GVA Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. Nýju lögin gera notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) að helsta þjónustuformi við fatlað fólk. Formaður NPA miðstöðvarinnar lýsir þjónustunni eins og frelsi eftir að hafa verið í stofufangelsi. Beðið hefur verið eftir lagaumgjörð um NPA frá árinu 2010, en NPA er þjónusta sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hún gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir þjónustuna breyta lífum. „Þessi þjónustuna er eins og munurinn á að vera frjáls eða vera í stofufangelsi, lýsi ég þessu miðað við mína reynslu af hinni hefðbundnu þjónustu. Þá var sú þjónusta var bundin við heimili mitt,” segir Rúnar í samtali við Vísi. „En núna fylgir þjónustan bara mér persónulega. Til dæmis núna var ég að koma af fundi og ákvað svo að fara á annan stað í heimsókn og þá get ég það og aðstoðarmaðurinn fylgir mér hvert sem ég vil fara.”Hræðsla við að veita fötluðu fólki völd Rúnar segir það umhugsunarvert hversu langan tíma það hefur tekið að festa NPA í lög. „Við upplifum svolítið eins og fólk sé hrætt við að gefa fötluðu fólki völd. Það er einhver hræðsla við það. Við upplifum það bæði af höndum sveitarfélaganna og svo líka frá stéttarfélögunum. Jafnvel frá ríkinu líka. En ég veit ekki alveg hvað nákvæmlega er búið að þurfa að tefja þetta svona lengi. Mér finnst þetta óskiljanlegt því í raun vorum við komin með felst allt af því sem við erum komin með í dag fyrir tveimur árum síðan, með NPA sjálft, þó að stóru frumvörpin hafi ekki verið tilbúin.” Rúnar segir að þó að fagna beri nýju lögunum sé enn langt í land. „Þetta er alveg svakalega flott en við viljum líka benda á að sveitarfélögum er heimilt að gera samninga umfram þann fjölda sem ríkið hefur tryggt mótframlög fyrir. Það er það sem við sjáum sem næsta barátta er að það sé gengið á biðlistana. Við vitum að það eru um það bil 70 samningar sem sveitarfélögin vilja gera en ríkið hefur bara tryggt mótframlag fyrir einhverjum 30-40 samningum á þessu ári,“ segir Rúnar. „En það þýðir ekki að sveitarfélögin geti ekki bara farið af stað með þessa sjötíu samninga. Ef það gengur eftir að sveitarfélögin standi í því að fara af stað með þessa þjónustu og geri það með stolti, þá held ég að við verðum mjög sátt.“ Félagsmál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. Nýju lögin gera notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) að helsta þjónustuformi við fatlað fólk. Formaður NPA miðstöðvarinnar lýsir þjónustunni eins og frelsi eftir að hafa verið í stofufangelsi. Beðið hefur verið eftir lagaumgjörð um NPA frá árinu 2010, en NPA er þjónusta sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hún gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir þjónustuna breyta lífum. „Þessi þjónustuna er eins og munurinn á að vera frjáls eða vera í stofufangelsi, lýsi ég þessu miðað við mína reynslu af hinni hefðbundnu þjónustu. Þá var sú þjónusta var bundin við heimili mitt,” segir Rúnar í samtali við Vísi. „En núna fylgir þjónustan bara mér persónulega. Til dæmis núna var ég að koma af fundi og ákvað svo að fara á annan stað í heimsókn og þá get ég það og aðstoðarmaðurinn fylgir mér hvert sem ég vil fara.”Hræðsla við að veita fötluðu fólki völd Rúnar segir það umhugsunarvert hversu langan tíma það hefur tekið að festa NPA í lög. „Við upplifum svolítið eins og fólk sé hrætt við að gefa fötluðu fólki völd. Það er einhver hræðsla við það. Við upplifum það bæði af höndum sveitarfélaganna og svo líka frá stéttarfélögunum. Jafnvel frá ríkinu líka. En ég veit ekki alveg hvað nákvæmlega er búið að þurfa að tefja þetta svona lengi. Mér finnst þetta óskiljanlegt því í raun vorum við komin með felst allt af því sem við erum komin með í dag fyrir tveimur árum síðan, með NPA sjálft, þó að stóru frumvörpin hafi ekki verið tilbúin.” Rúnar segir að þó að fagna beri nýju lögunum sé enn langt í land. „Þetta er alveg svakalega flott en við viljum líka benda á að sveitarfélögum er heimilt að gera samninga umfram þann fjölda sem ríkið hefur tryggt mótframlög fyrir. Það er það sem við sjáum sem næsta barátta er að það sé gengið á biðlistana. Við vitum að það eru um það bil 70 samningar sem sveitarfélögin vilja gera en ríkið hefur bara tryggt mótframlag fyrir einhverjum 30-40 samningum á þessu ári,“ segir Rúnar. „En það þýðir ekki að sveitarfélögin geti ekki bara farið af stað með þessa sjötíu samninga. Ef það gengur eftir að sveitarfélögin standi í því að fara af stað með þessa þjónustu og geri það með stolti, þá held ég að við verðum mjög sátt.“
Félagsmál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25
NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00
Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00