Vill hraðamyndavélar við alla grunn- og leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 19:42 Auknar kröfur og snjallsímabann í grunnskólum, flugvöllurinn í Vatnsmýri og hraðamyndavélar í nágrenni skóla, er meðal þess sem framboðið Borgin okkar - Reykjavík ætlar að leggja áherslu á í komandi sveitastjórnarkosningum. Oddviti flokksins telur raunhæft að ná tveimur til þremur mönnum inn. Það er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sem leiðir listann, en hún kynnti helstu stefnumál framboðsins á heimili sínu í dag. Annað sæti listans vermir Edith Alvarsdóttir þáttagerðarmaður og Jóhannes Ómar Sigurðsson er í því þriðja. Það er einkum þrennt sem framboðið hyggst leggja áherslu á og vega menntamálin hvað þyngst að sögn Sveinbjargar en hún vill að gerðar séu meiri kröfur til nemenda um ákveðna grunnþekkingu. „Þar tengist inn í snjallsímabannið sem að ég hef mælt fyrir í borgarstjórn og stend algjörlega föstum fótum á. Ég vil enga farsíma í grunnskólum.“ Þá mun framboðið berjast fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri og ráðast í átak í umferðaröryggismálum. „Við viljum setja upp hraðaksturmyndavélar við alla grunn- og leikskóla í borginni í samráði við lögregluna.“ Sveinbjörg var borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina en hún sagði skilið við flokkinn í fyrra. Aðspurð segir hún augljósa ástæðu fyrir því hvers vegna hún ákvað að stofna nýtt framboð. „Ég hef unnið í minnihluta í borgarstjórn í öflugri stjórnarandstöðu og það er vinna sem ég legg til grundvallar í þessari kosningabaráttu. Hin framboðin, bæði Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, eru reynslulaus.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið "Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Moskumálið virðist líklega ástæða. 23. apríl 2018 13:18 Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Auknar kröfur og snjallsímabann í grunnskólum, flugvöllurinn í Vatnsmýri og hraðamyndavélar í nágrenni skóla, er meðal þess sem framboðið Borgin okkar - Reykjavík ætlar að leggja áherslu á í komandi sveitastjórnarkosningum. Oddviti flokksins telur raunhæft að ná tveimur til þremur mönnum inn. Það er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sem leiðir listann, en hún kynnti helstu stefnumál framboðsins á heimili sínu í dag. Annað sæti listans vermir Edith Alvarsdóttir þáttagerðarmaður og Jóhannes Ómar Sigurðsson er í því þriðja. Það er einkum þrennt sem framboðið hyggst leggja áherslu á og vega menntamálin hvað þyngst að sögn Sveinbjargar en hún vill að gerðar séu meiri kröfur til nemenda um ákveðna grunnþekkingu. „Þar tengist inn í snjallsímabannið sem að ég hef mælt fyrir í borgarstjórn og stend algjörlega föstum fótum á. Ég vil enga farsíma í grunnskólum.“ Þá mun framboðið berjast fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri og ráðast í átak í umferðaröryggismálum. „Við viljum setja upp hraðaksturmyndavélar við alla grunn- og leikskóla í borginni í samráði við lögregluna.“ Sveinbjörg var borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina en hún sagði skilið við flokkinn í fyrra. Aðspurð segir hún augljósa ástæðu fyrir því hvers vegna hún ákvað að stofna nýtt framboð. „Ég hef unnið í minnihluta í borgarstjórn í öflugri stjórnarandstöðu og það er vinna sem ég legg til grundvallar í þessari kosningabaráttu. Hin framboðin, bæði Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, eru reynslulaus.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið "Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Moskumálið virðist líklega ástæða. 23. apríl 2018 13:18 Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið "Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Moskumálið virðist líklega ástæða. 23. apríl 2018 13:18
Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30