Merkel heimsótti Trump Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 23:45 Leiðtogarnir tveir, Angela Merkel og Donald Trump, á blaðamannafundi. Visir / AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom í dag til Washington í opinbera heimsókn þar sem hún fundaði með Trump Bandaríkjaforseta. Vel virtist fara á með leiðtogunum tveimur en Trump kyssti Merkel á báðar kinnar þegar hún kom til Hvíta hússins í dag. „Í raun hefur samband okkar verið frábært frá upphafi, það er bara sumt fólk sem skilur það ekki,“ sagði Donald Trump við blaðamenn. „Við tvö skiljum það hins vegar, og það er það sem skipir máli.“ „Ég vil dýpka samband okkar enn frekar og hlakka til þeirra góðu viðræðna sem við munum eiga í dag,“ sagði Angela Merkel. Í myndatöku á skrifstofu forsetans pössuðu leiðtogarnir að takast tvisvar í hendur til að koma í veg fyrir álíka uppákomu og varð í fyrra þegar Merkel heimsótti Trump og ekki mátti betur sjá en að Trump hefði hunsað boð hennar um þau tækjust í hendur. Emmanuel Macron kom einnig í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna nú í vikunni. Samkvæmt heimildum stilltu Merkel og Macron saman strengi fyrir Bandaríkjaferðir sínar og ræddu saman um í hvaða málum þau vildu beita Trump þrýstingi. Ýmsar yfirlýsingar Trump hafa valdið titringi meðal bandamanna, svo sem yfirlýsingar hans um að segja upp kjarnorkusamningi við Íran og hótanir hans um að setja upp tollamúra. Bæði gengur í berhögg við stefnu Merkel og Macron sem vilja friðsamlegar lausnir í alþjóðadeilum og frjáls alþjóðaviðskipti. Merkel vildi lítið gefa upp um árangur viðræðna þeirra á blaðamannafundi sem var að haldinn að viðræðunum loknum. „Forsetinn verður að ákveða þetta. Það er nokkuð ljóst,“ sagði Merkel. Ekki lítur því út fyrir að Merkel hafi náð að sannfæra Trump um að láta af áætlunum sínum um að rifta kjarnorkusamningnum við Íran og að leggja aukna tolla á ál og stál frá Evrópusambandinu. Að óbreyttu munu tollarnir hækka þann 1. maí. Á ýmsu hefur gengið í samskiptum Trump og Merkel á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að Trump tók við embætti. Eitt sinn liðu fimm mánuðir án þess að leiðtogarnir tveir töluðust við. Slíkt er mikil breyting frá embættistíð Obama, fyrrum forseta Bandaríkjanna, en í tíð hans var Þýskaland nánasti bandamaður Bandaríkjanna í Evrópu. Athygli hefur vakið hve lítill íburður hefur verið yfir móttökunum sem Merkel hefur fengið í samanburði við móttökurnar sem Macron Frakklandsforseti fékk fyrr í vikunni. Macron fékk margra klukkustunda viðræður með Trump, tvo kvöldverði með Trump og forsetafrúnni og ferð á óperusýningu. Merkel virðist hinsvegar aðeins ætla að fá hádegismat og síðdegisfund. Þær fálegu móttökur sem Merkel fékk eiga að skýrast að hluta af því góða sambandi sem Merkel og Obama áttu. Trump á að sjá hana sem of tengda Obama, á meðan að Macron sé nær því að vera óskrifað blað. Trumps staðsetti sjálfan sig í skýrri andstöðu við Obama allt frá því að Obama byrjaði að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins.CNN greinir frá. Donald Trump Tengdar fréttir Trump talaði um að þurrka flösu af öxl Macron Á meðan hann ræddi um sérstakt samband sitt við forseta Frakklands sagðist Trump ætla að þurrka af honum svolitla flösu. 24. apríl 2018 15:49 Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Auk þess að hvetja Bandaríkin til að ganga aftur inn í Parísarsamninginn hafnaði franski forsetinn þjóðernis- og einangrunarhyggju. 25. apríl 2018 16:50 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom í dag til Washington í opinbera heimsókn þar sem hún fundaði með Trump Bandaríkjaforseta. Vel virtist fara á með leiðtogunum tveimur en Trump kyssti Merkel á báðar kinnar þegar hún kom til Hvíta hússins í dag. „Í raun hefur samband okkar verið frábært frá upphafi, það er bara sumt fólk sem skilur það ekki,“ sagði Donald Trump við blaðamenn. „Við tvö skiljum það hins vegar, og það er það sem skipir máli.“ „Ég vil dýpka samband okkar enn frekar og hlakka til þeirra góðu viðræðna sem við munum eiga í dag,“ sagði Angela Merkel. Í myndatöku á skrifstofu forsetans pössuðu leiðtogarnir að takast tvisvar í hendur til að koma í veg fyrir álíka uppákomu og varð í fyrra þegar Merkel heimsótti Trump og ekki mátti betur sjá en að Trump hefði hunsað boð hennar um þau tækjust í hendur. Emmanuel Macron kom einnig í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna nú í vikunni. Samkvæmt heimildum stilltu Merkel og Macron saman strengi fyrir Bandaríkjaferðir sínar og ræddu saman um í hvaða málum þau vildu beita Trump þrýstingi. Ýmsar yfirlýsingar Trump hafa valdið titringi meðal bandamanna, svo sem yfirlýsingar hans um að segja upp kjarnorkusamningi við Íran og hótanir hans um að setja upp tollamúra. Bæði gengur í berhögg við stefnu Merkel og Macron sem vilja friðsamlegar lausnir í alþjóðadeilum og frjáls alþjóðaviðskipti. Merkel vildi lítið gefa upp um árangur viðræðna þeirra á blaðamannafundi sem var að haldinn að viðræðunum loknum. „Forsetinn verður að ákveða þetta. Það er nokkuð ljóst,“ sagði Merkel. Ekki lítur því út fyrir að Merkel hafi náð að sannfæra Trump um að láta af áætlunum sínum um að rifta kjarnorkusamningnum við Íran og að leggja aukna tolla á ál og stál frá Evrópusambandinu. Að óbreyttu munu tollarnir hækka þann 1. maí. Á ýmsu hefur gengið í samskiptum Trump og Merkel á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að Trump tók við embætti. Eitt sinn liðu fimm mánuðir án þess að leiðtogarnir tveir töluðust við. Slíkt er mikil breyting frá embættistíð Obama, fyrrum forseta Bandaríkjanna, en í tíð hans var Þýskaland nánasti bandamaður Bandaríkjanna í Evrópu. Athygli hefur vakið hve lítill íburður hefur verið yfir móttökunum sem Merkel hefur fengið í samanburði við móttökurnar sem Macron Frakklandsforseti fékk fyrr í vikunni. Macron fékk margra klukkustunda viðræður með Trump, tvo kvöldverði með Trump og forsetafrúnni og ferð á óperusýningu. Merkel virðist hinsvegar aðeins ætla að fá hádegismat og síðdegisfund. Þær fálegu móttökur sem Merkel fékk eiga að skýrast að hluta af því góða sambandi sem Merkel og Obama áttu. Trump á að sjá hana sem of tengda Obama, á meðan að Macron sé nær því að vera óskrifað blað. Trumps staðsetti sjálfan sig í skýrri andstöðu við Obama allt frá því að Obama byrjaði að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins.CNN greinir frá.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump talaði um að þurrka flösu af öxl Macron Á meðan hann ræddi um sérstakt samband sitt við forseta Frakklands sagðist Trump ætla að þurrka af honum svolitla flösu. 24. apríl 2018 15:49 Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Auk þess að hvetja Bandaríkin til að ganga aftur inn í Parísarsamninginn hafnaði franski forsetinn þjóðernis- og einangrunarhyggju. 25. apríl 2018 16:50 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Trump talaði um að þurrka flösu af öxl Macron Á meðan hann ræddi um sérstakt samband sitt við forseta Frakklands sagðist Trump ætla að þurrka af honum svolitla flösu. 24. apríl 2018 15:49
Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Auk þess að hvetja Bandaríkin til að ganga aftur inn í Parísarsamninginn hafnaði franski forsetinn þjóðernis- og einangrunarhyggju. 25. apríl 2018 16:50
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent