Leyndarmálið um God of War afhjúpað Benedikt Bóas skrifar 10. apríl 2018 05:15 Schola cantorum á heimavelli sem er Hallgrímskirkja. Kórinn syngur á forníslensku í God of War sem kemur út 20. apríl. Gunnar Freyr Steinsson „Þetta er búið að vera mikið leyndarmál og við máttum ekkert segja frá þessu,“ segir Hörður Áskelsson, stofnandi og stjórnandi kammerkórsins Schola cantorum, en í gær upplýstist að kórinn syngur í nýjasta God of War tölvuleiknum. Tölvuleikurinn er gríðarlega vinsæll og er nýjasta leiksins beðið með gríðarlegri eftirvæntingu. Um 19 milljónir hafa horft á stikluna úr leiknum sem gefin var út fyrir rúmlega ári. Leikurinn mun koma í búðarhillur hér á landi þann 20. apríl og segist Hörður ætla að hringja í barnabörnin og monta sig aðeins af því að vera í leiknum. Sony gefur leikinn út og er þetta áttundi leikurinn í seríunni sem fjallar um Kratos en nú birtist sonur hans Atreus einnig. Stóru breytingarnar eru að Kratos notast nú við exi en áður óð hann um með keðjur. Þá hefur sjónarhorni spilarans hefur verið breytt svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Bear McCreary semur tónlistina en hann hefur einnig samið tónlistina við sjónvarpsþættina Battlestar Galactica og The Walking Dead sem og tölvuleikinn SOCOM 4. Auk Schola cantorum er færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir einnig í stóru hlutverki í God of War. „Tengsl okkar við þennan leik koma í gegnum Veigar Margeirsson, tónskáld í Bandaríkjunum. Fram að þessum leik hafði Sony skipt við kóra í London og Prag. Við fórum í Stúdíó Sýrland og sungum fyrir þá prufur með allt liðið í Ameríku fyrir framan okkur á skjá. Þá var músíkin ekki tilbúin. En þeir voru ánægðir enda stóð kórinn sig vel. Næst þegar við hittumst, þá var tónskáldið með í för hér á landi og þá sagði hann við mig að hann hefði lært mikið eftir að hafa unnið með kórnum, og samið músíkina öðruvísi. Við fengum risastóran skammt að syngja inn og vorum í strangri törn,“ segir Hörður. Teymið frá Ameríku fór af landi brott glatt í bragði með tóndæmin og fagmennskuna í kórnum. „Við sungum á forníslensku. Björn Thorarensen, meðlimur í kórnum, varð þeirra þýðandi og samdi þessa texta upp úr ensku og setti á forníslensku. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og allt öðruvísi en það sem við erum að fást við dagsdaglega, bæði músíkin og þetta umhverfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
„Þetta er búið að vera mikið leyndarmál og við máttum ekkert segja frá þessu,“ segir Hörður Áskelsson, stofnandi og stjórnandi kammerkórsins Schola cantorum, en í gær upplýstist að kórinn syngur í nýjasta God of War tölvuleiknum. Tölvuleikurinn er gríðarlega vinsæll og er nýjasta leiksins beðið með gríðarlegri eftirvæntingu. Um 19 milljónir hafa horft á stikluna úr leiknum sem gefin var út fyrir rúmlega ári. Leikurinn mun koma í búðarhillur hér á landi þann 20. apríl og segist Hörður ætla að hringja í barnabörnin og monta sig aðeins af því að vera í leiknum. Sony gefur leikinn út og er þetta áttundi leikurinn í seríunni sem fjallar um Kratos en nú birtist sonur hans Atreus einnig. Stóru breytingarnar eru að Kratos notast nú við exi en áður óð hann um með keðjur. Þá hefur sjónarhorni spilarans hefur verið breytt svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Bear McCreary semur tónlistina en hann hefur einnig samið tónlistina við sjónvarpsþættina Battlestar Galactica og The Walking Dead sem og tölvuleikinn SOCOM 4. Auk Schola cantorum er færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir einnig í stóru hlutverki í God of War. „Tengsl okkar við þennan leik koma í gegnum Veigar Margeirsson, tónskáld í Bandaríkjunum. Fram að þessum leik hafði Sony skipt við kóra í London og Prag. Við fórum í Stúdíó Sýrland og sungum fyrir þá prufur með allt liðið í Ameríku fyrir framan okkur á skjá. Þá var músíkin ekki tilbúin. En þeir voru ánægðir enda stóð kórinn sig vel. Næst þegar við hittumst, þá var tónskáldið með í för hér á landi og þá sagði hann við mig að hann hefði lært mikið eftir að hafa unnið með kórnum, og samið músíkina öðruvísi. Við fengum risastóran skammt að syngja inn og vorum í strangri törn,“ segir Hörður. Teymið frá Ameríku fór af landi brott glatt í bragði með tóndæmin og fagmennskuna í kórnum. „Við sungum á forníslensku. Björn Thorarensen, meðlimur í kórnum, varð þeirra þýðandi og samdi þessa texta upp úr ensku og setti á forníslensku. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og allt öðruvísi en það sem við erum að fást við dagsdaglega, bæði músíkin og þetta umhverfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53