Einbeitingin á okkur sjálfum Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 08:30 Íslensku stelpurnar vilja komast á annað stórmót. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur áfram vegferð sinni í átt að því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti í sögunni þegar liðið mætir Færeyjum í undankeppni mótsins á Þórsvelli í Gundadal í Þórshöfn í Færeyjum. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir að rúm sé til þess að bæta spilamennsku liðsins frá sigrinum gegn Slóveníu í síðustu umferð undankeppninnar. „Ég geri miklar kröfur til liðsins og ég og leikmenn liðsins vorum sammála um það, eftir að hafa horft á leikinn gegn Slóveníu saman, að við getum gert mun betur. Við erum að einblína á sjálf okkur í undirbúningi fyrir þennan leik, það er að hver og einn leikmaður skili eins góðri frammistöðu og mögulegt er. Ef það gerist þá fáum við jákvæð úrslit og getum gengið sátt frá borði,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið.Breytingar á byrjunarliðinu „Það eru allir leikmenn liðsins klárir í slaginn. Við munum gera nokkrar breytingar á byrjunarliði liðsins frá leiknum gegn Slóveníu, en það er hvorki vegna frammistöðu leikmanna né taktískar breytingar. Þetta eru breytingar sem eru gerðar þar sem við förum með aðrar áherslur inn í þennan leik en í leikinn gegn Slóveníu. Það verður lögð áhersla á það að nýta breidd vallarins og finna stöðuna maður á mann eins oft og auðið er í þessum leik,“ sagði Freyr um liðsskipan í leiknum í dag. Ísland mætti Færeyjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni á Laugardalsvellinum um miðjan september á síðasta ári. Einstefna var að marki færeyska liðsins í þeim leik og loktatölurnar urðu 8-0 Íslandi í vil. Elín Metta Jensen, Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoruðu tvö mörk hver í þeim leik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir sitt markið hvor. Búast má við því að svipuð leikmynd verði uppi á teningnum í leik liðanna í dag. „Markatala gæti skipt máli, en við erum ekki að velta því fyrir okkur á þessum tímapunkti. Við höfum markatöluna bak við eyrað. Við reynum að skora eins mikið og við getum, en við berum virðingu fyrir andstæðingum og því verkefni sem við erum að fara út í,“ sagði Freyr aðspurður um það hvernig hann hygðist nálgast leikinn í dag.Barátta við Þjóðverja fram undan Ísland er í öðru sæti riðilsins með 10 stig fyrir leikinn gegn Færeyjum, en íslenska liðið er taplaust eftir að hafa leikið fjóra leiki í undankeppninni. Þýskaland, sem trónir á toppi riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki, mætir Slóveníu í dag. Eina tap þýska liðsins í undankeppninni er 3-2 tap liðsins fyrir Íslandi í október á síðasta ári. Takist Íslandi að hafa betur gegn Færeyjum í dag og Slóveníu þegar liðin mætast á Laugardalsvellinum í júní í sumar verður íslenska liðið á toppi riðilsins þegar Ísland og Þýskaland mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum í september næsta haust. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur áfram vegferð sinni í átt að því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti í sögunni þegar liðið mætir Færeyjum í undankeppni mótsins á Þórsvelli í Gundadal í Þórshöfn í Færeyjum. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir að rúm sé til þess að bæta spilamennsku liðsins frá sigrinum gegn Slóveníu í síðustu umferð undankeppninnar. „Ég geri miklar kröfur til liðsins og ég og leikmenn liðsins vorum sammála um það, eftir að hafa horft á leikinn gegn Slóveníu saman, að við getum gert mun betur. Við erum að einblína á sjálf okkur í undirbúningi fyrir þennan leik, það er að hver og einn leikmaður skili eins góðri frammistöðu og mögulegt er. Ef það gerist þá fáum við jákvæð úrslit og getum gengið sátt frá borði,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið.Breytingar á byrjunarliðinu „Það eru allir leikmenn liðsins klárir í slaginn. Við munum gera nokkrar breytingar á byrjunarliði liðsins frá leiknum gegn Slóveníu, en það er hvorki vegna frammistöðu leikmanna né taktískar breytingar. Þetta eru breytingar sem eru gerðar þar sem við förum með aðrar áherslur inn í þennan leik en í leikinn gegn Slóveníu. Það verður lögð áhersla á það að nýta breidd vallarins og finna stöðuna maður á mann eins oft og auðið er í þessum leik,“ sagði Freyr um liðsskipan í leiknum í dag. Ísland mætti Færeyjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni á Laugardalsvellinum um miðjan september á síðasta ári. Einstefna var að marki færeyska liðsins í þeim leik og loktatölurnar urðu 8-0 Íslandi í vil. Elín Metta Jensen, Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoruðu tvö mörk hver í þeim leik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir sitt markið hvor. Búast má við því að svipuð leikmynd verði uppi á teningnum í leik liðanna í dag. „Markatala gæti skipt máli, en við erum ekki að velta því fyrir okkur á þessum tímapunkti. Við höfum markatöluna bak við eyrað. Við reynum að skora eins mikið og við getum, en við berum virðingu fyrir andstæðingum og því verkefni sem við erum að fara út í,“ sagði Freyr aðspurður um það hvernig hann hygðist nálgast leikinn í dag.Barátta við Þjóðverja fram undan Ísland er í öðru sæti riðilsins með 10 stig fyrir leikinn gegn Færeyjum, en íslenska liðið er taplaust eftir að hafa leikið fjóra leiki í undankeppninni. Þýskaland, sem trónir á toppi riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki, mætir Slóveníu í dag. Eina tap þýska liðsins í undankeppninni er 3-2 tap liðsins fyrir Íslandi í október á síðasta ári. Takist Íslandi að hafa betur gegn Færeyjum í dag og Slóveníu þegar liðin mætast á Laugardalsvellinum í júní í sumar verður íslenska liðið á toppi riðilsins þegar Ísland og Þýskaland mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum í september næsta haust.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira